Veðurathuganir

Hvernig nýtast vindpokar?

Vindpokar eða vindsokkar eru notaðir á flugvöllum til að gefa flugmönnum sjónræna vísbendingu um stefnu og styrk vinds í flugtaki og lendingu. Vindpokar geta verið í mörgum litum en hér á landi er heillitaður appelsínugulur poki í notkun eða röndóttur, hvítur og appelsínugulur.

Lesa meira

Veðursjá tekin í notkun á Austurlandi

Í tilefni af uppsetningu veðursjár á Austurlandi fyrr á árinu býður Veðurstofa Íslands til athafnar við veðursjána þar sem hún er staðsett við Teigsbjarg á Fljótsdalsheiði, miðvikudaginn 12. september. Árni Snorrason forstjóri tekur veðursjána formlega í notkun kl. ellefu og síðan verður boðið til hádegisverðar á Skriðuklaustri, þar sem byggingarsaga veðursjárinnar verður sögð í máli og myndum.

Lesa meira
fok

Fok á sunnanverðu landinu

Talsvert jarðvegs- og öskufok getur verið á sunnanverðu landinu í norðanátt. Ýmis mælitæki sýna þetta.

Lesa meira
hópur manna við mælitæki utandyra

Ljóssjá mælir vindhraðabreytingar

Ljóssjá, sem mælir bæði endurskin loftagna og Doppler hrif sem stafa af hreyfingu þeirra, gerir það kleift að mæla vindhraðabreytingar í sniði frá yfirborði upp í um 200 m hæð. Þetta býður upp á víðtækari mælingar á vindhraða en áður hafa verið gerðar á Íslandi.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica