Veðurmet

Mynd-2-island

Úrkoma og úrkomuákefð í vatnsveðrinu á austanverðu landinu í september. - vedur.is 29.9.2023

Veðurlíkan Veðurstofu Íslands spáði mikilli úrkomu á austanverðu landinu, einkum á norðanverðum Austfjörðum. Þann 18. og 19. september síðastliðinn var lægð á austurleið fyrir sunnan land en sömuleiðis nálgaðist landið hlý lægð úr suðaustri. Veðraskil tengd þessum lægðum báru mikla úrkomu inn á austanvert landið, einkum Austfirði

Lesa meira
Landslag

Flóðbylgjur á Íslandi - Jón Kristinn Helgason 27.6.2017

Nokkuð hefur verið rætt um berghlaup á Íslandi í kjölfar flóðbylgju sem gekk yfir þorp á vesturströnd Grænlands eftir að stórt berghlaup féll í sjó fram 17. júní sl. Talið er að stór skriða eða berghlaup falli í sjó fram einu sinni til tvisvar á hverju árþúsundi hér á landi þótt ekki séu heimildir um það á sögulegum tíma. Ofanflóðavakt Veðurstofunnar fylgist með ofanflóðahættu í byggð og gefur út viðvaranir eða tilkynningu um rýmingu ef hætta er talin geta skapast. Á nokkrum stöðum á landinu er fylgst með hreyfingu jarðlaga eða sprungum í berggrunni.

Lesa meira

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju - Barði Þorkelsson 29.10.2013

Öðru hvoru er kannað hvort skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju sé horfinn, eins og gerst hefur undantekningalítið eftir árið 2000. Haustið 2011 voru farnar nokkar ferðir og staðfest að skaflinn var á sínum stað. Aftur á móti hvarf hann haustið 2012. Í þessari grein eru nýlegar myndir. Hvernig stóðu málin haustið 2013?

Lesa meira

Veðrið sem gekk yfir landið 9.-11. september 2012 - Kristín Hermannsdóttir 19.9.2012

Fyrsta haustlægðin var óvanalega djúp og köld árið 2012. Í slíkum tilvikum er mjög mikilvægt að veðurupplýsingar komist til skila. Lofthiti varð einni til tveimur gráðum lægri en allflestar spár gerðu ráð fyrir, þannig að sú úrkoma sem féll var meira slydda og snjókoma heldur en rigning og slydda. Nú þarf að skoða hvað hefði mátt fara betur, bæði í spám og upplýsingagjöf. Lærdóminn af þessu tilviki þarf að nýta fyrir næsta óvenjulega veður.

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica