Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 09.12.2024 00:10. Gildir til: 10.12.2024 00:00.

Veðuryfirlit

300 km V af Bjargtöngum er 995 mb lægð sem fer NA, en 150 km V af Skotlandi er 1044 mb hæð sem þokast A og frá henni liggur hæðarhryggur til NA.
Samantekt gerð: 08.12.2024 19:50.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 22.11.2024 10:59.

Veðurhorfur á landinu

Sunnan og suðvestan 18-28 m/s, hvassast norðvestantil. Talsverð rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en annars þurrt að kalla. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast nyrst.
Dregur smám saman úr vindi í nótt og styttir upp með morgninum, suðvestan 10-18 m/s og skúrir eða slydduél seinnipartinn og fer að kólna. Hvessir aftur á Norðurlandi annað kvöld og hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 09.12.2024 00:08. Gildir til: 10.12.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Sunnan 8-13 m/s og talsverð rigning með köflum. Lægir í nótt, suðvestan 8-15 og styttir upp í fyrramálið, en skúrir síðdegis. Hiti 3 til 8 stig.
Spá gerð: 09.12.2024 00:08. Gildir til: 10.12.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðvestan 8-15 m/s, en lægir síðdegis. Víða bjart veður, en él á stöku stað. Hiti í kringum frostmark.

Á miðvikudag:
Suðaustan 13-20 og talsverð rigning eða slydda, en úrkomuminna á Norðausturlandi. Hlýnar í veðri, hiti 2 til 9 stig síðdegis.

Á fimmtudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 og slydduél, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 5 stig. Snýst í norðanátt með snjókomu norðvestanlands um kvöldið og kólnar.

Á föstudag:
Norðvestan 10-18 og él fyrir norðan, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.

Á laugardag:
Gengur í hvassa sunnanátt með slyddu eða rigningu, en suðvestlægari og él um kvöldið. Hlýnar um tíma.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með éljum, en bjartviðri norðaustanlands. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 08.12.2024 20:14. Gildir til: 15.12.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica