Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægð er stödd rétt suðvestur af Vestmannaeyjum síðdegis í dag og fer yfir landið á norðausturleið í kvöld og nótt. Austur af lægðinni er óstöðugt loft sem veldur skúrum og líkum á eldingum.

Í kvöld verður austan og suðaustan 10-18 m/s, en hægari á vestanverðu landinu. Skúrir víða um land, en hellidembur með líkum á eldingum á austan- og suðaustanverðu landinu. Hins vegar verður úrkomuminna á norðan- og vestanverðu landinu. Hiti 3 til 8 stig.

Seint í nótt er lægðin komin yfir Norðausturlandi. Snýst í suðvestan 10-18 m/s og smám saman dregur úr skúrum og þá eru líkur á eldingum búnar.

Á morgun dregur lægðin í burtu og lægir vindurinn víða um land. Breytileg átt 3-8 m/s og lengst af þurrt um hádegi. Ný lægð fer til norðausturs rétt suðaustur af landinu og veldur norðaustlægum áttum seinnipartinn, með dálitlum éljum fyrir norðan. Þykknar upp og hvessir á austanverðu landinu, en það verður ekki meira en smávæta í stuttan tíma þar. Kólnar í veðri, hiti nálægt frostmarki annað kvöld.

Á sunnudag verður breytileg átt 5-13 m/s. Dálítil él í flestum landshlutum, en styttir upp sunnan heiða eftir hádegi. Hiti um eða undir frostamarki.
Spá gerð: 12.12.2025 14:57. Gildir til: 14.12.2025 00:00.

Veðuryfirlit

50 km SV af Vestmannaeyjum er 957 mb lægð sem þokast NA og grynnist. Um 500 km SV af Hvarfi er vaxandi 965 mb lægð á NA-leið.
Samantekt gerð: 12.12.2025 13:09.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan og austan 13-20 m/s, en hægari vestantil og skúrir, en úrkomuminna á Norðurlandi. Hiti 2 til 8 stig.

Snýst í suðvestan 10-18 m/s austantil í nótt, en lægir á landinu á morgun og styttir upp víðast hvar. Kólnandi veður.
Spá gerð: 12.12.2025 18:24. Gildir til: 14.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan og norðaustan 5-10 m/s og skúrir, en gengur í vestan 8-13 í kvöld. Hiti 4 til 7 stig. Fremur hæg breytileg átt á morgun og þurrt að kalla, heldur kólnandi.
Spá gerð: 12.12.2025 18:26. Gildir til: 14.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Breytileg átt 5-13 m/s og skúrir eða él. Hvessir syðst seinnipartinn. Hiti um eða undir frostmarki.

Á mánudag:
Breytileg átt 3-10 og él á víð og dreif, en rigning eða slydda sunnanlands. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Breytileg átt 5-13 og él, en styttir upp sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.

Á miðvikudag:
Austanátt og slydda eða rigning með hlýnandi veðri, en talsverð úrkoma á sunnan- og austanverðu landinu. Snjókoma og áfram kalt á norðanverðu landinu.

Á fimmtudag:
Norðaustanátt og dálítil rigning eða slydda, en úrkomumeira norðan- og norðvestantil. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 12.12.2025 08:08. Gildir til: 19.12.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica