Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 13.09.2025 21:50. Gildir til: 14.09.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt S af Vestmannaeyjum er 986 mb lægð sem þokast NV. 1100 km SA af Hvarfi er vaxandi 988 mb lægð á leið ANA.
Samantekt gerð: 13.09.2025 19:56.

Veðurhorfur á landinu

Austlæg átt, 5-13 m/s á morgun, en heldur hvassari á Vestfjörðum fram undir hádegi. Víða væta með köflum og samfelldari úrkoma á Suðausturlandi, en styttir upp norðaustanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðan heiða.
Spá gerð: 13.09.2025 21:42. Gildir til: 15.09.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan og suðaustan 3-8 og skúrir á morgun, hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 13.09.2025 21:37. Gildir til: 15.09.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil væta austantil og við norðurströndina, en bjart með köflum vestanlands og stöku skúrir síðdegis. Hiti 8 til 14 stig, en kólnar heldur á Norður- og Austurlandi á þriðjudag.

Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt og dálitlar skúrir eða él, en að mestu þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg eða breytileg átt og sums staðar smáskúrir, en dálítil él við norðausturströndina. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Norðaustlæg átt, skýjað með köflum og áfram svalt.
Spá gerð: 13.09.2025 20:18. Gildir til: 20.09.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica