Í dag hefur snjóað nokkuð í hægum vindi á Norður- og Austurlandi og þar éljar áfram í kvöld. Úrkoman hefur hins vegar ekki náð suður yfir heiðar.
Á morgun er útlit fyrir fremur hæga norðaustanátt víðast hvar, en strekkings vind við suðausturströndina. Él á stöku stað en víða léttskýjað á vestanverðu landinu. Kalt í veðri
Það er svipuð spá fyrir sunnudag, þó bætir líklega í vindinn um kvöldið með éljum norðan- og austanlands.
Spá gerð: 09.01.2026 15:25. Gildir til: 11.01.2026 00:00.
400 km SSA af Dyrhólaey er 997 mb lægð sem þokast SA og grynnist. 700 km S af Hvarfi er 992 mb lægð á hreyfingu ANA. Yfir Grænlandi er 1025 mb hæð.
Samantekt gerð: 09.01.2026 12:54.
Norðaustan 5-13 m/s í kvöld, en hægviðri norðaustanlands. Allvíða él, en þurrt og bjart suðvestantil.
Norðaustan 8-13 við suðausturströndina á morgun, annars fremur hægur vindur. Skýjað og sums staðar smáél austanlands. Yfirleitt bjart veður á vestanverðu landinu, en stöku él á Vestfjörðum. Frost 0 til 12 stig.
Spá gerð: 09.01.2026 15:07. Gildir til: 11.01.2026 00:00.
Austlæg gola og léttskýjað að mestu. Frost 2 til 10 stig.
Spá gerð: 09.01.2026 15:07. Gildir til: 11.01.2026 00:00.
Á sunnudag:
Austan og norðaustan 3-10 m/s, en heldur hvassara við suðausturströndina. Víða léttskýjað á vestanverðu landinu, annars dálítil él. Frost 0 til 15 stig, kaldast inn til landsins.
Á mánudag:
Norðan 8-15 og víða él, en snjókoma austast. Að mestu þurrt sunnanlands, minnkandi frost.
Á þriðjudag:
Norðanátt og snjókoma í fyrstu á Norðaustur- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Kólnar aftur.
Á miðvikudag:
Breytileg átt, víða bjart veður og kalt.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt og dálítil él, en þurrt sunnan- og vestanlands.
Spá gerð: 09.01.2026 08:20. Gildir til: 16.01.2026 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.