Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Það hefur verið mild suðaustlæg átt á landinu í dag og víða vætusamt, en nú síðdegis hefur dregið úr vindi og stytt upp um landið norðanvert.

Áttin verður áfram suðaustlæg á morgun, víða 5-13 m/s og dálítil væta með köflum, en bjart að mestu á Norðurlandi. Hiti 0 til 9 stig, svalast í innsveitum fyrir norðan.

Á mánudag bætir svo í vind með rigningu eða skúrum sunnan- og austanlands.
Spá gerð: 20.12.2025 15:43. Gildir til: 22.12.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Yfir Labrador er 949 mb lægð á leið NA og grynnist. 500 km SA af Jan Mayen er 1021 mb hæð sem mjakast A. 250 km NV af Írlandi er minnkandi 993 mb sem hreyfist hægt V og grynnist.
Samantekt gerð: 21.12.2025 01:08.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 5-13 m/s, skýjað og sums staðar dálítil væta, en bjart að mestu norðan- og austantil. Hiti 0 til 9 stig, svalast í innsveitum norðaustanlands.
Spá gerð: 20.12.2025 21:54. Gildir til: 22.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 3-8 m/s og bjartviðri, en suðaustan 5-13 m/s, skýjað og dálítil væta með köflum eftir hádegi. Hiti 4 til 9 stig.
Spá gerð: 20.12.2025 21:50. Gildir til: 22.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðaustan 8-15 m/s, en 13-18 suðvestantil fram eftir degi. Skúrir, og síðar rigning sunnan- og austantil og vestanlands um kvöldið, en þurrt að mestu á Norðurlandi. Hiti 1 til 6 stig, en sums staðar vægt frost norðantil.

Á þriðjudag (Þorláksmessa):
Suðvestan 5-13 m/s og sums staðar slydda eða rigning. Hiti í kringum frostmark. Bætir í vind eftir hádegi, suðvestan 10-18 og rigning undir kvöld, en þurrt norðaustantil.

Á miðvikudag (aðfangadagur jóla):
Sunnan og suðvestan hvassviðri eða stormur og rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hlýtt í veðri.

Á fimmtudag (jóladagur):
Sunnan og suðvestan 5-10 m/s og rigning með köflum sunnan- og vestantil, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Áfram fremur hlýtt.

Á föstudag (annar í jólum):
Vestan- og norðvestanátt og slydda eða snjókoma, en lengst af rigning suðaustantil. Kólnandi veður.

Á laugardag:
Útlit fyrir breytilega átt, bjartviðri og frost um allt land.
Spá gerð: 20.12.2025 20:47. Gildir til: 27.12.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica