Lægðin, sem hefur fengið heitið Bram, veldur stormi á Írlandi í dag. Hún fer N og liggur yfir Færeyjum á morgun og veldur þá stormi hjá okkur.
Fer að hvessa seinnipartinn í dag, en í nótt verður austan og norðaustan hvassviðri eða stormur. Gula viðvaranir hafa verið gefnar út vegna vinds á Vestfjörðum, Suður- og Suðausturlandi og líka vegna hríðar á miðhálendinu. Rigning eða slydda öðru hverju víða um land, en lengst af þurrt á vestanverðu landinu. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.
Svo kemur ný lægð á fimmtudag með suðaustan hvassviðri eða stormi, rigningu og snjókomu. Talsverð úrkoma er í væntum sunnan- og austanlands og einnig á Ströndum. Hiti 0 til 5 stig. Dregur hægt úr vindi annað kvöld.
Á föstudag er sunnan hvassviðri með skúrum eða éljum, en þurrt að mestu norðanlands. Kólnar aðeins í veðri.
Spá gerð: 09.12.2025 14:50. Gildir til: 11.12.2025 00:00.
Um 700 km SV af Reykjanesi er víðáttumikil 972 mb lægð, sem þokast NV, en yfir NA-Grænlandi er 1025 mb hæð. 350 km NV af Írlandi er 960 mb lægð á hreyfingu NNA, en 800 km S af Hvarfi er vaxandi 960 mb lægð á NA-leið.
Samantekt gerð: 09.12.2025 12:58.
Austan og norðaustan 10-18 m/s, en 18-25 við suðurströndina, hvassast í Öræfum. Rigning eða slydda öðru hverju, en úrkomulítið vestanlands.
Norðaustan 13-23 á morgun, en heldur hægari annað kvöld, hvassast suðaustantil. Víða dálítil slydda eða rigning, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi.
Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 09.12.2025 18:10. Gildir til: 11.12.2025 00:00.
Austan og norðaustan 10-18 m/s og þurrt að kalla, en 5-13 á morgun. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 09.12.2025 18:11. Gildir til: 11.12.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Vaxandi austanátt, 15-25 m/s með rigningu, slyddu eða snjókomu uppúr hádegi, talsverð úrkoma suðaustantil. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.
Á föstudag:
Austan og norðaustan 10-18 og skúrir eða él, en lengst af þurrt norðantil. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-10, en norðaustan 10-15 á Vestfjörðum. Slydda eða snjókoma með köflum, en dálítil él norðan heiða. Léttir til suðvestantil eftir hádegi. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Útlit fyrir ákveðna norðvestlæga átt með snjókomu eða éljum í flestum landshlutum. Hiti nálægt frostmarki.
Á mánudag:
Líklega suðvestlæg átt, él og svalt í veðri.
Spá gerð: 09.12.2025 08:27. Gildir til: 16.12.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.