Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi, ásamt lægð norðaustur af Jan Mayen, beina vestlægum áttum yfir okkur í dag með norðvestan strekkingi bæði syðst og austantil fram eftir degi.

Hægbreytilegri vindur verður víða á morgun og bjart að mestu, en 3-10 norðvestan og austantil. Þykknar upp með skúrum eða éljum síðdegis, fyrst suðvestantil.

Á sunnudag bætir í vind og úrkomu með norðan og norðaustan 10-15 síðdegis, fyrst norðantil, en 13-18 suðaustantil um kvöldið. Hægari vindur suðvestantil.

Í næstu viku er útlit fyrir svalar norðlægar áttir með éljum eða snjókomu víða. Kalt í veðri.
Spá gerð: 15.11.2025 06:15. Gildir til: 16.11.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Um 500 km A af Hvarfi er 1026 mb hæð, sem þokast A og frá henni teygir sig hæðarhryggur til Færeyja. 350 km V af Lófót er 993 mb lægð á hreyfingu SSA, en yfir Grænlandi er vaxandi 1036 mb hæð.
Samantekt gerð: 15.11.2025 07:32.

Veðurhorfur á landinu

Vestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og skýjað, en lægir síðdegis og léttir víða til, einkum á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig.
Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 á morgun, en norðvestanstrekkingur austast framan af degi. Stöku skúrir eða él vestantil, en annars yfirleitt bjart. Vægt frrst fyrir norðan og austan, en hiti annars 0 til 5 stig.
Spá gerð: 15.11.2025 09:50. Gildir til: 17.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hægviðri og skýjað, en þurrt að mestu. Suðaustan 3-8 m/s og skúrir seinnipartinn á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 15.11.2025 09:36. Gildir til: 17.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, en vestlægari syðst. Snjókoma eða slydda á austanverðu landinu framan af degi, annars víða él, en léttir til á vesturhluta landsins seinnipartinn. Hiti nærri frostmarki að deginum, en kólnar síðan heldur.

Á þriðjudag:
Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él austanlands, en yfirleitt mun hægara og bjart í öðrum landshlutum. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt, víða bjartviðri og talsvert frost, en þykknar smám saman upp á vestanverðu landinu og hlýnar þar.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir sunnan- og suðaustanstrekking með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu víða um land, en einkum þó syðra. Hlýnandi veður.

Á föstudag:
Líklega breytilegar áttir, víða dálítil rigning eða slydda, en síðar snjókomu og heldur kólnadi veður.
Spá gerð: 15.11.2025 09:43. Gildir til: 22.11.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica