Lægðasvæði suður í hafi og hæð yfir Grænlandi beina til okkar norðaustlægri átt, víða kaldi eða strekkingur í dag. Á norðausturhluta landsins hefur verið slydda eða snjókoma með köflum, og samfelld úrkoma á Austfjörðum, en þurrt og bjart veður um landið suðvestanvert.
Austlægari vindur á morgun og víða él, en lengst af þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti kringum frostmark.
Það er svo litlar breytingar að sjá til fimmtudags, en þá bætir þó aftur í úrkomuna fyrir austan.
Spá gerð: 02.12.2025 15:23. Gildir til: 04.12.2025 00:00.
400 km V af Skotlandi er 977 mb lægð sem þokast A og grynnist. 200 km NA af Hjaltlandi er 975 mb lægð á N-leið. 450 km SV af Hvarfi er 974 mb lægð á hreyfingu ANA.
Samantekt gerð: 02.12.2025 12:49.
Norðaustan 8-15 m/s. Slydda eða snjókoma með köflum, og samfelld úrkoma á Austfjörðum, en bjartviðri um landið suðvestanvert. Hiti um eða yfir frostmarki.
Austlægari á morgun og víða él, en þurrt að mestu á Suður- og Vesturlandi. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 02.12.2025 15:16. Gildir til: 04.12.2025 00:00.
Austan og norðaustan 3-8 m/s og bjartviðri, hiti nálægt frostmarki.
Austan 5-13 og skýjað á morgun, en léttir til síðdegis.
Spá gerð: 02.12.2025 15:17. Gildir til: 04.12.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Norðaustan 5-13 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, en bjart að mestu sunnan heiða. Hiti nálægt frostmarki.
Á föstudag:
Norðaustan 8-15, en hægari norðaustanlands. Þurrt að mestu á Suðvesturlandi, annars rigning eða slydda með köflum, en él norðvestantil. Hlýnar í veðri.
Á laugardag:
Austan 5-13 og væta með köflum, en hvessir allra syðst. Yfirleitt þurrt á Norðurlandi. Hiti 1 til 6 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Austan- og norðaustanátt og dálitlar skúrir eða él, en léttir til á Vesturlandi. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 02.12.2025 08:43. Gildir til: 09.12.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.