Í nótt hefur nokkuð myndarlegur skýjabakki færst yfir okkur úr vestri. Búast má við úrkomu á köflum úr þessum skýjabakka á vesturhelmingi landsins, yfirleitt snjókoma með frosti, en við vesturströndina hlýnar uppfyrir frostmark og því rigning eða slydda um tíma þar. Austantil á landinu verður þurrt veður og þokkalega bjart, en kuldinn bítur í kinnar, tveggja stafa frosttölur viðloðandi inn til landsins.
Á morgun skiptir veðrið um gír ef svo má segja og við fáum eina dæmigerða og síðbúna haustrigningu. Þá gengur í suðaustan strekking eða allhvassan vind með rigningu og súld og hlýnar í veðri, hiti á bilinu 5 til 9 stig þegar kemur fram á daginn. Á Norðaustur- og Austurlandi verður hægari vindur og þurrt.
Veðrið virðist síðan ætla að róast fljótt aftur. Á föstudaginn og um helgina er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt. Væntanlega verður vart við smávegis úrkomu í flestum landshlutum og það kólnar smám samam.
Spá gerð: 19.11.2025 06:44. Gildir til: 20.11.2025 00:00.
Um 150 km S af Vestmannaeyjum er 1031 mb hæð sem mjakast SA. Yfir Skandinavíu er 1004 mb lægðasvæði sem hreyfist lítið og grynnist. Á vestanverðu Grænlandshafi er vaxandi lægðardrag sem þokast NA.
Samantekt gerð: 19.11.2025 13:36.
Vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s í dag. Snjókoma á köflum með frosti á vesturhelmingi landsins, en hlýnar uppfyrir frostmark við vesturströndina og rigning eða slydda um tíma þar. Bjartviðri austantil á landinu og frost 2 til 11 stig.
Gengur í suðaustan 10-18 á morgun, en hvassara á norðanverðu Snæfellsnesi. Rigning og súld, en hægari og þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýnandi, hiti 1 til 9 stig síðdegis.
Spá gerð: 19.11.2025 11:34. Gildir til: 21.11.2025 00:00.
Suðvestan og vestan 3-8 m/s í dag. Slydda eða rigning af og til. Þurrt í kvöld. Hiti 1 til 5 stig.
Gengur í suðaustan 8-13 á morgun með rigningu og súld og 5 til 9 stiga hita.
Spá gerð: 19.11.2025 10:08. Gildir til: 21.11.2025 00:00.
Á föstudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, en gengur í 10-13 um tíma austast. Skúrir eða slydduél, en rigning eða slydda á norðaustanverðu landinu fram á síðdegið. Hiti 0 til 7 stig.
Á laugardag og sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt og dálítil él, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins.
Á mánudag:
Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu eða slyddu og heldur hlýnandi, en yfirleitt þurrt austantil og kalt.
Spá gerð: 19.11.2025 08:25. Gildir til: 26.11.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.