Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 24.07.2024 22:36. Gildir til: 25.07.2024 00:00.

Veðuryfirlit

450 km S af landinu 992 mb lægð, sem hreyfist NNA og dýpkar, en yfir Skandinavíu er hægfara 1018 mb hæðarhryggur.
Samantekt gerð: 25.07.2024 01:17.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 26.06.2024 22:25.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, en norðlægari eftir hádegi. Rigning með köflum á austanverðu landinu en síðdegisskúrir vestanlands. Hiti 7 til 17 stig, svalast á Austfjörðum.
Spá gerð: 24.07.2024 23:55. Gildir til: 26.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg suðlæg átt og lítilsháttar væta, en hægviðri eða hafgola og skýjað í dag, en stöku síðdegisskúrir.
Hiti 8 til 14 stig.
Spá gerð: 24.07.2024 23:57. Gildir til: 26.07.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðan og norðvestan 3-10 m/s og rigning með köflum, yfirleitt bjartviðri sunnantil, en stöku síðdegisskúrir. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á laugardag:
Hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og sums staðar smáskúrir, en 5-10 m/s og fer að rigna vestantil um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á sunnudag:
Gengur í austan- og suðaustan 10-15 m/s með rigningu, en hægara og úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á mánudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, einkum sunnantil. Hlýtt í veðri, einkum norðaustanlands.

Á þriðjudag:
Hæg suðlæg átt, milt veður og dálítil væta víða um land, en hvessir með rigningu vestantil um kvöldið.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir stífa suðaustanátt með rigningu, einkum suðaustantil. Milt veður.
Spá gerð: 24.07.2024 21:05. Gildir til: 31.07.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica