Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæg vestlæg átt í dag, skýjað og súld eða dálítil rigning öðru hverju, fremur milt veður. Léttir smám saman til á austanverðu landinu og hiti í kringum frostmark þar. Bætir heldur í vind norðan heiða síðdegis og í kvöld.

Vestan 8-15 m/s á morgun og 13-20 annað kvöld, en talsvert hægari syðra. Smá væta vestanlands, einkum um kvöldið en léttskýjað á austurhelmingi landsins.

Snýst í norðanátt og kólnar í veðri á gamlársdag. Léttir til á Suður- og Vesturlandi, en él norðaustan- og austanlands.
Spá gerð: 29.12.2025 06:46. Gildir til: 30.12.2025 00:00.

Veðuryfirlit

300 km SV af Reykjanesi er hægfara 1040 mb hæð, en 200 km NNA af Dalatanga er önnur álíka hæð sem fer SSA. 150 km S af Scoresbysundi er 1025 mb lægðardrag í myndun sem hreyfist lítið.
Samantekt gerð: 29.12.2025 07:29.

Veðurhorfur á landinu

Vestan og suðvestan 3-10 m/s í dag, hvassast fyrir norðan. Þokusúld eða lítilsháttar rigning með köflum vestantil, hiti 0 til 6 stig. Léttir til á austanverðu landinu og hiti kringum frostmark þar. Bætir í vind norðanlands í kvöld.

Vestlæg átt 8-15 á morgun og 13-20 um kvöldið, en yfirleitt mun hægari sunnan heiða. Áfram léttskýjað eystra, annars skýjað og sums staðar dálítil væta.
Spá gerð: 29.12.2025 09:54. Gildir til: 31.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg vestlæg eða breytileg átt og súld eða dálítil rigning öðru hverju, en úrkomulítið um tíma á morgun. Gengur í vestan 5-10 m/s annað kvöld. Hiti 2 til 6 stig.
Spá gerð: 29.12.2025 09:44. Gildir til: 31.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag (gamlársdagur):
Norðvestan 13-20 m/s, hvassast við suðausturströndina, en hæg norðlæg átt vestantil. Dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi, en léttir til í öðrum landshlutum. Dregur úr vindi um kvöldið. Kólnandi veður.

Á fimmtudag (nýársdagur):
Vaxandi norðanátt, 8-13 síðdegis og él, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og él, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Kalt í veðri.
Spá gerð: 29.12.2025 08:11. Gildir til: 05.01.2026 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica