Alldjúp og víðáttumikil lægð suður af Hvarfi og hæð yfir Grænlandi stjórna veðrinu hjá okkur.
Austan- og norðaustanátt í dag, hvassir vindstrengir með suðusturströndinni og einnig norðvestanlands, en hægari annars staðar. Dálítil rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið vestantil. Hiti frá frostmarki í innsveitum á Norðausturlandi, upp í 10 stig sunnan heiða.
Svipað veður á morgun, en þó öllu hægari vindur norðvestanlands og búast má við smá vætu á Suðurlandi.
Lægðin hreyfist austur næstu daga. Eftir helgi verður vindur norðlægari og það kólnar í veðri með éljum fyrir norðan og austan
Spá gerð: 08.11.2025 06:32. Gildir til: 09.11.2025 00:00.
500 km SSA af Hvarfi er víðáttumikil 967 mb lægð sem hreyfist lítið og grynnist. Yfir A-Grænlandi er 1034 mb hæð.
Samantekt gerð: 08.11.2025 07:42.
Norðaustan og austan 5-13 m/s, en 13-20 norðvestantil og við suðausturströndina. Rigning eða slydda með köflum á austanverðu landinu en úrkomulítið vestanlands. Hiti 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands en mildast syðst.
Áfram hvasst við suðausturströndina á morgun, annars talsvert hægari vindur. Rigning eða slydda með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 08.11.2025 07:39. Gildir til: 10.11.2025 00:00.
Austan 3-10 m/s, skýjað með köflum, en lengst af þurrt. Hiti 3 til 8 stig. Lægir síðdegis á morgun.
Spá gerð: 08.11.2025 09:32. Gildir til: 10.11.2025 00:00.
Á mánudag:
Norðaustan 8-18 m/s, hvassast suðaustan- og norðvestantil. Él eða slydduél norðan- og austanlands og skúrir syðst, annars þurrt að mestu. Kólnar í veðri.
Á þriðjudag:
Norðan- og norðaustan 5-13. Dálítil él norðan- og austanlands, en annars lengst af þurrt. Frystir um allt land.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt 5-10, en heldur hvassari austantil. Stöku él á austanverðu landinu, en bætir í ofankomu þar seinnipartinn. Léttskýjað sunnan- og vestantil. Frost 2 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt og kalt í veðri. Lítilsháttar él norðaustantil, en bjart sunnan- og vestanlands.
Á föstudag:
Útlit fyrir suðlæga eða breytilega átt. Léttskýjað og áfram kalt austanlands, en skýjað, dálítil snjókoma eða slydda og hlýnar vestantil.
Spá gerð: 08.11.2025 08:24. Gildir til: 15.11.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.