Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Heldur minnkar úrkoma og vindur í dag miðqað við í gæ,r þótt áfram verði fremur hryssingslegt veður sunnan- og vestantil, skúrir eða slydduél og líkur á krapa og hálku á fjallvegum. Þurrt og bjart á köflum norðaustantil.
Gular viðvaranir eru í gildi til kvölds. Hiti 2 til 12 stig, mildast austanlands.
Til morguns dregur enn frekar úr vindi og úrkomu og líkur á að sólin nái aðeins meir á milli skýja, sem aftur gefur aðeins hlýrra veður yfir daginn. Á sunnudag er að sjá að vindur verði orðinn suðvestlægari ásamt því að það hlýnar heldur og að auki gera spá ráð fyrir að þurrt verði um mest allt land. Síðan er að sjá að veðrið haldi áfram að batna enn frekar eftir helgi.
Spá gerð: 09.05.2025 06:31. Gildir til: 10.05.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Um 325 km V af Snæfellsnesi er 975 mb lægð, sem þokast A og síðan NA, en á Norðursjó er kyrrstæð 1024 mb hæð.
Samantekt gerð: 09.05.2025 07:29.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél og snjóél til fjalla, en þurrt norðaustantil.
Vestlægari, hægari og úrkomuminna síðdegis á morgun.
Hiti 2 tl 12 stig, mildast á Austurlandi.
Spá gerð: 09.05.2025 04:00. Gildir til: 10.05.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðvestan 5-13 m/s og skúrir eða jafnvel slydduél. Hægari, vestlægari og úrkomuminna á morgun, einkum síðdegids. Hiti 2 til 6 stig.
Spá gerð: 09.05.2025 04:00. Gildir til: 10.05.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Vestlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él eða skúrir, en yfirleitt bjartviðri austanlands. Hiti 3 til 12 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á sunnudag:
Suðvestan 3-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu, en léttskýjað eystra. Hiti 7 til 13 stig yfir daginn.

Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Fremur hægar suðlægar áttir og skýjað með köflum við suðvesturströndina, en annars víða léttskýjað eða bjartviðri. Hlýtt í veðri, einkum fyrir norðan og austan.
Spá gerð: 08.05.2025 20:06. Gildir til: 15.05.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica