Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag er búið að vera rólegheita veður þótt ekki hafi sólinni tekist að bærða alls staðar af sér lágskýjahuluna. Þokan mun leita sums staðar inná land í kvöld og nótt en um landð suðvestanvert mun suðaustanáttin fara vaxandi með lækknandi skýjahulu.

Á morgun gengur í suðaustan 5-13 m/s, hvassast á Reykjanesi og Snæfellsnesi og gæti staðbundið verið heldur hvassara. Dálítil rigning sunnan- og vestanlands. Hægari vindur og víða nokkuð sólríkt á Norður- og Austurlandi og þar verður jafnframt hlýjast eða rúmlega 20 stig þar sem best lætur.
Spá gerð: 21.08.2025 14:04. Gildir til: 23.08.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Um 250 km SA af landinu er 1024 mb hæð sem mjakast SA. 700 km S af Hvarfi er víðáttumikil 995 mb lægð sem hreyfist lítið.
Samantekt gerð: 21.08.2025 14:04.

Veðurhorfur á landinu

Hæg breytileg átt eða hafgola. Skýjað með köflum á Suður- og Vesturlandi. Sums staðar þokuloft norðan og austanlands, en annars víða bjartviðri. Hiti yfirleitt á bilinu 13 til 19 stig.
Suðaustan 5-15 m/s á morgun, hvassast við suður- og suðvesturströndina og dálítil væta sunnan- og vestanlands. Hægari vindur og víða léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 21 stig, hlýjast norðaustantil.
Spá gerð: 21.08.2025 18:11. Gildir til: 23.08.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt og skýjað með köflum.
Suðaustan 8-13 m/s í fyrramálið og dálítil rigning, en 5-10 síðdegis á morgun og þurrt að kalla.
Hiti 11 til 15 stig.
Spá gerð: 21.08.2025 18:11. Gildir til: 23.08.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðaustan 5-13 sunnan- og vestanlands, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hægari og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 14 til 22 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á sunnudag og mánudag:
Suðaustan 5-13 og rigning eða súld með köflum, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðaustan- og austanátt, strekkingur syðst, annars hægari. Lítilsháttar væta um landið sunnanvert, en bjart og hlýtt norðan og norðvestantil.
Spá gerð: 21.08.2025 08:13. Gildir til: 28.08.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica