Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag er útlit fyrir fremur hæga norðvestlæga átt og víða skúrir, en að mestu bjart suðvestanlands. Hiti víða 7 til 14 stig, hlýjast suðvestantil.

Lægð sem nú er í myndun á Grænlandshafi nálgast landið á morgun. Þá snýst í sunnan golu eða kalda með dálítilli rigningu á Suður- og Vesturlandi, en úrkomuminna norðaustantil á landinu og hlýnar heldur þar.
Spá gerð: 01.07.2025 06:21. Gildir til: 02.07.2025 00:00.

Veðuryfirlit

200 km A af Jan Mayen er 989 mb lægð sem fer N. Skammt SV af Íslandi er 1011 mb hæðarhryggur sem þokast A, en 350 km NA af Hvarfi er 1002 mb lægð sem er á leið A.
Samantekt gerð: 01.07.2025 13:28.

Veðurhorfur á landinu

Norðvestan og vestan 3-10 m/s, hvassast syðst. Víða skýjað með köflum og dálitlar skúrir, en að mestu bjart suðvestantil. Hiti 7 til 14 stig.
Sunnan 5-10 á morgun og rigning með köflum, en stöku skúrir fyrir austan. Hlýnar heldur.
Spá gerð: 01.07.2025 09:53. Gildir til: 03.07.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Fremur hæg norðvestlæg átt og bjartviðri. Sunnan 3-8 m/s og rigning á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 01.07.2025 09:47. Gildir til: 03.07.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Dálítil rigning með köflum, en síðdegisskúrir norðaustanlands. Hiti 10 til 16 stig.

Á föstudag:
Fremur hæg breytileg átt og bjart með köflum, en skúrir fyrir norðan, einkum síðdegis. Hiti 8 til 16 stig.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Breytileg átt, 3-8 m/s, bjart með köflum en víða síðdegisskúrir. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 01.07.2025 08:50. Gildir til: 08.07.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica