Hiti náði hæst 16 stigum á Seyðisfirði í dag, á Brúsastöðum mælist vægt frost í morgun. Mesta úrkoman sem mældist í dag var 28 mm á Skjaldþingsstöðum.
Austlæg átt er á landinu, víða kaldi eða strekkingur, en sums staðar stífari norðaustan vindur norðvestantil fram á morguninn. Það verður úrkoma í flestum landshlutum í kvöld og nótt, einkum þó suðaustantil og norðvestanlands.
Á morgun dregur smám saman úr vindi og úrkomu og á Norðurlandi ætti að birta til og hlýna.
Spá gerð: 13.09.2025 16:16. Gildir til: 15.09.2025 00:00.
Skammt S af Vestmannaeyjum er 986 mb lægð sem þokast NV. 1100 km SA af Hvarfi er vaxandi 988 mb lægð á leið ANA.
Samantekt gerð: 13.09.2025 19:56.
Norðaustlæg átt, 10-18 m/s, hvassast norðvestantil, en mun hægari austanlands. Dregur úr vindi vestantil í kvöld, en gengur í austan 5-13 fyrir austan. Rigning í flestum landshlutum í kvöld og nótt, einkum suðaustantil. Hiti 6 til 12 stig.
Austlæg átt, 5-13 m/s á morgun, en hvassari á Vestfjörðum og annesjum norðantil fram undir hádegi. Víða væta með köflum, en úrkomulítið og birtir til á Norðurlandi.
Hiti 8 til 16 stig á morgun, hlýjast á Norðurlandi.
Spá gerð: 13.09.2025 18:37. Gildir til: 15.09.2025 00:00.
Norðaustan 5-13 og bjart með köflum, en dálítil seint í nótt. Austan og suðaustan 3-10 á morgun og dálítil rigning eða skúrir. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 13.09.2025 18:37. Gildir til: 15.09.2025 00:00.
Á mánudag og þriðjudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Dálítil væta austantil og við norðurströndina, en bjart með köflum vestanlands og stöku skúrir síðdegis. Hiti 8 til 14 stig, en kólnar heldur á Norður- og Austurlandi á þriðjudag.
Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt og dálitlar skúrir eða él, en að mestu þurrt suðvestan- og vestanlands. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.
Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg eða breytileg átt og sums staðar smáskúrir, en dálítil él við norðausturströndina. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Norðaustlæg átt, skýjað með köflum og áfram svalt.
Spá gerð: 13.09.2025 20:18. Gildir til: 20.09.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.