Hæðin yfir Grænlandi heldur velli eins og undanfarna daga og lægðir suður í hafi halda fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu.
Allhvass vindur norðvestantil í kvöld og hvassviðri syðst á landinu, en hægari annars staðar. Rigning eða slydda, einkum á Austfjörðum en að mestu þurrt vestanlands.
Svipað veður á morgun, en dregur aðeins úr vindi. Á þriðjudag bætir síðan í úrkomu á austanverðu landinu.
Spá gerð: 07.12.2025 15:30. Gildir til: 09.12.2025 00:00.
1100 km SA af Hvarfi er víðáttumikil 965 mb lægð sem þokast ANA. Yfir NA-Grænlandi er 1030 mb hæð.
Samantekt gerð: 07.12.2025 13:11.
Norðaustan 13-18 m/s norðvestantil og 15-20 m/s syðst á landinu, annars hægari vindur. Dálítil rigning eða slydda, en að mestu þurrt á Vesturlandi. Hiti 0 til 8 stig, mildast við suðurströndina.
Heldur hægari á morgun, annars svipað veður.
Spá gerð: 07.12.2025 15:35. Gildir til: 09.12.2025 00:00.
Austan og norðaustan 5-13 m/s, en heldur hægari á morgun. Skýjað með köflum og hiti 2 til 6 stig.
Spá gerð: 07.12.2025 15:38. Gildir til: 09.12.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 13-20 syðst. Rigning eða slydda með köflum, einkum austanlands. Hiti 0 til 7 stig.
Á miðvikudag:
Norðaustan 10-15 og él, en þurrt á Suður- og Vesturlandi.
Hiti 1 til 5 stig, en í kringum frostmark norðaustantil.
Á fimmtudag:
Norðaustanátt og dálítil él norðan- og austanlands, en rigning eða slydda við suðurströndina. Hiti breytist lítið.
Á föstudag og laugardag:
Norðaustanátt og stöku él við norður- og austurströndina, en bjart með köflum á vestanverðu landinu. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 07.12.2025 08:15. Gildir til: 14.12.2025 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.