Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Grunn lægð skammt norðaustur af Langanesi dregur dálítinn norðanstreng með svölu lofti yfir okkur. Lítilsháttar snjó- eða slydduél norðanlands fram eftir degi, en bjart með köflum syðra.

Á morgun nálgast ný lægð úr suðvestri og það gengur væntanlega í austan storm syðst á landinu, en víða stinningskalda eða allhvassan vind annars staðar. Lægðinni fylgir úrkoma sem kemur fyrst á land á sunnanverðu landinu og fer fljótt yfir í rigningu þar. Eftir hádegi breiðist úrkoman norður yfir heiðar, ýmist rigning eða slydda. Þá er útlit fyrir snjókomu á heiðum og til fjalla á Norður- og Austurlandi og ferðalangar ættu að hafa það í huga, t.d. þeir sem þurfa um fjallvegi Austfjarða, eða yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Á mánudag, annan í hvítasunnu er spáð minnkandi sunnanátt með lítilsháttar vætu í flestum landshlutum og mildara veðri.
Spá gerð: 18.05.2024 06:40. Gildir til: 19.05.2024 00:00.

Veðuryfirlit

Um 250 km NA af Langanesi er 1008 mb lægð sem fer ANA, en yfir Grænlandi er 1030 mb hæð. 500 km SA af Hvarfi er heldur vaxandi 1010 mb lægð á NA-leið.
Samantekt gerð: 18.05.2024 08:08.

Veðurlýsing


Samantekt gerð: 24.04.2024 09:49.

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt 5-13 m/s í dag. Dálítil él um landið norðanvert og hiti 0 til 5 stig. Bjart með köflum sunnantil með hita að 13 stigum.

Gengur í austan 8-15 m/s á morgun, en 18-23 syðst. Lengst af rigning á sunnanverðu landinu. Rigning eða slydda á norðurhelmingi landsins seinnipartinn og snjókoma á heiðum og til fjalla. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðra.
Spá gerð: 18.05.2024 03:35. Gildir til: 19.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðvestan 3-8 m/s og bjart með köflum í dag, en norðaustan 5-10 í kvöld. Hiti 5 til 9 stig. Gengur í austan 8-15 á morgun, en hvassara á Kjalarnesi. Rigning og hiti 3 til 6 stig.
Spá gerð: 18.05.2024 03:40. Gildir til: 19.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Gengur í austan 8-15 m/s, en 15-23 syðst á landinu eftir hádegi. Lengst af rigning á sunnanverðu landinu. Rigning eða slydda á norðurhelmingi landsins seinnipartinn og snjókoma á heiðum og til fjalla. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

Á mánudag (annar í hvítasunnu):
Suðlæg átt 3-10, en austan 8-15 við norðurströndina fram eftir morgni. Rigning með köflum víða um land, en úrkomulítið vestanlands síðdegis. Hiti 3 til 10 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt og dálítil væta með köflum. Hiti 5 til 12 stig.

Á fimmtudag:
Sunnanátt og rigning vestantil, en þurrt um landið austanvert. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Austlæg átt, úrkomulítið og milt veður.
Spá gerð: 17.05.2024 20:00. Gildir til: 24.05.2024 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica