Textaspá - Yfirlit

Hugleiðingar veðurfræðings

Nú í morgunsárið er lægðardrag austur af landinu og enn eimir eftir af éljagangi næturinnar á Norðaustur- og Austurlandi.
í dag fjarlægist dragið og áttin verður suðvestlæg, víða gola eða kaldi og smáskúrir á víð og dreif, en það léttir til um landið norðaustanvert. Hiti yfirleitt 5 til 11 stig yfir daginn.
Seint í dag bætir smám saman í vind á norðvesturhluta landsins.

Á morgun sækir hlýrra loft að landinu. Áttin verður þó áfram suðvestlæg, víða 8-15 m/s, hvassast á Norðurlandi. Þurrt og bjart veður um landið norðaustan- og austanvert, annars skýjað og sums staðar dálítil væta, en léttir til norðvestanlands yfir daginn. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.

Í framhaldinu er svo útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með talsverðum hlýindum, einkum um landið norðaustanvert.
Spá gerð: 11.05.2025 06:48. Gildir til: 12.05.2025 00:00.

Veðuryfirlit

Skammt A af landinu er 1002 mb lægðardrag á NA-leið, en 1000 km S af Hvarfi er 1028 mb hæð sem mjakast A.
Samantekt gerð: 11.05.2025 00:38.

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 3-10 m/s í dag, en 8-13 á norðvestanverðu landinu síðdegis. Skýjað með köflum og stöku smáskúrir, en léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 11 stig yfir daginn.

Suðvestan 8-15 á morgun, hvassast á Norðurlandi. Bjartviðri um landið norðaustan- og austanvert, annars skýjað og sums staðar lítilsháttar væta, en léttir til norðvestanlands yfir daginn. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.
Spá gerð: 11.05.2025 04:36. Gildir til: 12.05.2025 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Snýst í suðvestan 3-8 m/s, skýjað með köflum og stöku smáskúrir.
Suðvestan 5-10 á morgun, skýjað og dálítil súld. Hiti
5 til 10 stig.
Spá gerð: 11.05.2025 04:41. Gildir til: 12.05.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Suðvestan 8-15 m/s og víða bjartviðri, hvassast á Norðurlandi. Skýjað suðvestan- og vestantil og sums staðar lítilsháttar væta, en léttir til norðvestanlands yfir daginn. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á þriðjudag:
Sunnan og suðvestan 3-10 og bjartviðri, en 8-15 norðvestanlands og sums staðar dálítil væta þar fram eftir degi. Hiti víða 10 til 18 stig yfir daginn.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt 3-10 og léttskýjað, en þykknar upp vestantil. Hiti 9 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á fimmtudag:
Sunnan 5-13. Dálítil væta og hiti 8 til 14 stig, en léttskýjað norðaustanlands með hita að 20 stigum.

Á föstudag og laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á þokulofti við sjávarsíðuna. Áfram hlýtt víðast hvar.
Spá gerð: 10.05.2025 20:55. Gildir til: 17.05.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica