Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðaustan 3-8 m/s, en 5-13 eftir hádegi. Þurrt að kalla og hiti kringum frostmark. Hvassara um tíma undir Esjunni í kvöld og nótt.
Norðan 5-10 á morgun og bjartviðri, frost 1 til 5 stig. Lægir síðdegis og herðir á frosti.
Spá gerð: 27.11.2025 09:46. Gildir til: 29.11.2025 00:00.

Suðurland

Norðaustan 10-15 m/s og þurrt að mestu, en 18-23 og rigning eða slydda undir Eyjafjöllum fram á síðdegið. Styttir upp og lægir í kvöld. 5-10 á morgun og þurrt að mestu, en strekkingur eða allhvasst syðst. Hiti 0 til 5 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 27.11.2025 11:29. Gildir til: 29.11.2025 00:00.

Faxaflói

Norðaustan 10-18 og þurrt að mestu. Norðan 8-13 á morgun, en hægari síðdegis. Hiti um og undir frostmarki.
Spá gerð: 27.11.2025 11:29. Gildir til: 29.11.2025 00:00.

Breiðafjörður

Norðaustan 13-18 og lítilsháttar él. 5-10 á morgun og bjartviðri, en hægari síðdegis. Frost 2 til 6 stig.
Spá gerð: 27.11.2025 11:29. Gildir til: 29.11.2025 00:00.

Vestfirðir

Norðaustan 13-18 og lítilsháttar él. 5-10 á morgun og bjartviðri, en hægari síðdegis. Frost 2 til 6 stig.
Spá gerð: 27.11.2025 11:29. Gildir til: 29.11.2025 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Norðaustan 10-18 á morgun, hvassast og dálítil él á annesjum og Ströndum, en þurrt að kalla í innsveitum. Norðan 5-10 á morgun og dálítil él, en hægari síðdegis og léttir til. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 27.11.2025 11:29. Gildir til: 29.11.2025 00:00.

Norðurland eystra

Norðaustan 8-15 og snjókoma með köflum. Norðan 8-13 á morgun, hægari síðdegis. Léttir til annað kvöld. Frost 1 til 6 stig.
Spá gerð: 27.11.2025 11:29. Gildir til: 29.11.2025 00:00.

Austurland að Glettingi

Norðaustan 8-15 og snjókoma með köflum. Norðan 10-15 á morgun, en 13-18 um tíma í fyrramálið. Dregur úr vindi annað kvöld og léttir til. Frost 1 til 6 stig.
Spá gerð: 27.11.2025 11:29. Gildir til: 29.11.2025 00:00.

Austfirðir

Vaxandi norðaustanátt, 13-18 eftir hádegi og snjókoma með köflum. Dregur úr vindi norðantil annað kvöld og léttir til. Hiti um frostmark.
Spá gerð: 27.11.2025 11:29. Gildir til: 29.11.2025 00:00.

Suðausturland

Norðaustan 15-25 m/s, hvassast í Öræfum og snarpar hviður þar. Snjókoma eða slydda með köflum. 15-20 austan Öræfa á morgun, en annars 8-15. Bjart að mestu og hiti um eða yfir frostmarki.
Spá gerð: 27.11.2025 11:29. Gildir til: 29.11.2025 00:00.

Miðhálendið

Norðaustan 15-25, hvassast suðaustantil. Snjókoma með köflum, en úrkomulítið vestast. 8-15 á morgun og dálítil él norðantil, en hægari annað kvöld og léttir til. Frost 3 til 9 stig.
Spá gerð: 27.11.2025 11:29. Gildir til: 29.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 m/s, en 8-13 um tíma austantil. Víða bjart í veðri og talsvert frost. Strekkingur og snjókoma með köflum á Suðausturlandi og Suðurlandi eftir hádegi, en líkur á slyddu eða rigningu syðst.

Á sunnudag:
Gengur í austan 8-13, en 13-18 með suðurströndinni. Snjókoma eða slydda með köflum, en úrkomulítið vestan- og norðanlands. Frostlaust syðst á landinu, annars frost 0 til 8 stig.

Á mánudag (fullveldisdagurinn):
Austan og norðaustan 8-15. Él á austanverðu landinu, slydda eða rigning sunnanlands, en þurrt að kalla á Vestur- og Norðurlandi. Hiti 0 til 4 stig við ströndina, mildast syðst.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með dálitlum éljum norðaustan- og austanlands, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Frost víða 0 til 4 stig.
Spá gerð: 27.11.2025 08:28. Gildir til: 04.12.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica