Norðan 3-10 m/s, bjart með köflum og vægt frost.
Fremur hæg austanátt í fyrramálið og bjartviðri. Vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun og þykknar upp, 13-18 seint annað kvöld, dálítil rigning af og til og hiti 2 til 6 stig.
Spá gerð: 16.01.2026 21:21. Gildir til: 18.01.2026 00:00.
Norðlæg átt 3-8 m/s í nótt og léttskýjað. Hægt vaxandi austanátt á morgun og þykknar upp. Suðaustan 13-20 og dálítil rigning annað kvöld, hvassast með sjónum. Vægt frost í nótt, en hiti 1 til 6 stig annað kvöld.
Spá gerð: 16.01.2026 21:20. Gildir til: 18.01.2026 00:00.
Austlæg átt 3-8, léttskýjað og frost 0 til 5 stig í nótt. Hægt vaxandi austanátt á morgun og þykknar upp. Suðaustan 13-20 og smá væta annað kvöld, hvassast vestantil. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig annað kvöld.
Spá gerð: 16.01.2026 21:20. Gildir til: 18.01.2026 00:00.
Norðaustan 3-10 og skýjað með köflum, hiti um eða undir frostmarki, en suðaustan 10-18 og hiti 2 til 4 stig annað kvöld.
Spá gerð: 16.01.2026 21:20. Gildir til: 18.01.2026 00:00.
Norðaustan 3-10, dálítil él og hiti um frostmark. Austan 3-8 og léttskýjað í fyrramálið, en suðaustan 8-15 og hiti 1 til 4 stig annað kvöld.
Spá gerð: 16.01.2026 21:20. Gildir til: 18.01.2026 00:00.
Norðlæg átt 3-8 og stöku él, en léttir til í fyrramálið, hiti um frostmark. Gengur í suðaustan 8-15 seint annað kvöld, hiti 1 til 4 stig.
Spá gerð: 16.01.2026 21:20. Gildir til: 18.01.2026 00:00.
Norðlæg átt 3-8 og dálítil slydda eða snjókoma, en léttir til í fyrramálið, frost 0 til 8 stig. Hægviðri á morgun, en suðaustan 5-13 annað kvöld.
Spá gerð: 16.01.2026 21:20. Gildir til: 18.01.2026 00:00.
Breytileg átt 3-8 og dálítil slydda eða snjókoma. Hægviðri og léttir til á morgun. Suðaustan 5-10 annað kvöld. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 16.01.2026 21:20. Gildir til: 18.01.2026 00:00.
Fremur hæg norðvestlæg breytileg átt. Dálítil snjókoma eða rigning, en þurrt sunnantil. Léttir til í fyrramálið. Suðaustan 5-13 annað kvöld og dálítil væta. Hiti um eða yfir frostmarki.
Spá gerð: 16.01.2026 21:20. Gildir til: 18.01.2026 00:00.
Norðaustan 3-10 og léttskýjað, frost 1 til 6 stig. Austan 8-15 síðdegis á morgun og rigning eða slydda, hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 16.01.2026 21:20. Gildir til: 18.01.2026 00:00.
Norðlæg átt 3-10 og dálítil snjómugga, en bjart sunnantil. Hægviðri og léttskýjað á morgun, frost 2 til 9 stig. Suðaustan 13-23 annað kvöld, hvassast vestantil. Rigning eða slydda, en þurrt norðan jökla. Dregur úr frosti.
Spá gerð: 16.01.2026 21:20. Gildir til: 18.01.2026 00:00.
Á sunnudag:
Suðaustan 13-20 m/s, hvassast vestanlands. Rigning eða súld, en lengst af þurrt á Norður- og Norðausturlandi, hiti 2 til 7 stig. Lægir suðvestantil undir kvöld.
Á mánudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt 8-15 og rigning eða slydda, en talsverð úrkoma á suðaustanverðu landinu. Úrkomulítið norðantil. Heldur kólnandi.
Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt 5-13 og él eða skúrir, hita 0 til 5 stig, en yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu með vægu frosti.
Á miðvikudag:
Austlæg átt. Él á Suðvesturlandi framan af degi, en annars yfirleitt þurrt. Snjókoma eða slydda með köflum suðaustantil um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust suðvestanlands.
Á fimmtudag:
Suðaustanátt og skúrir, en dálítil él fyrir norðan. Rigning suðaustanlands undir kvöld. Hiti 0 til 5 stig, en um frostmark norðvestantil.
Á föstudag:
Útlit fyrir austlæga átt. Rigning sunnan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.
Spá gerð: 16.01.2026 20:28. Gildir til: 23.01.2026 12:00.
Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.