Veðurhorfur á landinu

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 8-10 m/s, en lægir í kvöld. Dálítil rigning eða súld og hiti 4 til 9 stig. Suðvestan 3-8 og smáskúrir í nótt og á morgun og hiti 1 til 5 stig.
Spá gerð: 20.11.2025 14:45. Gildir til: 22.11.2025 00:00.

Suðurland

Gengur í suðaustan 8-15 m/s með slyddu, síðar rigningu eða súld, en lægir í kvöld. Hiti 1 til 8 stig. Hæg vestlæg eða breytileg átt og skúrir eða slydduél á morgun og hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 20.11.2025 09:21. Gildir til: 22.11.2025 00:00.

Faxaflói

Gengur í suðaustan 8-15 m/s með slyddu, síðar rigningu eða súld, en lægir í kvöld. Hiti 1 til 8 stig. Hæg vestlæg eða breytileg átt og skúrir eða slydduél á morgun og hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 20.11.2025 09:21. Gildir til: 22.11.2025 00:00.

Breiðafjörður

Gengur í suðaustan 13-20 m/s með rigningu, hvassast á Snæfellsnesi, en snýst í suðvestan 3-10 með skúrum í kvöld og áfram á morgun. Hiti 3 til 8 stig í dag, en kólnar heldur á morgun.
Spá gerð: 20.11.2025 09:21. Gildir til: 22.11.2025 00:00.

Vestfirðir

Gengur í suðaustan 8-15 m/s, hvassast syðst og fer að rigna, en snýst í suðvestan 5-10 í kvöld. Hiti 2 til 7 stig. Rofar til í nótt, en suðvestan 3-10 og skúrir á morgun og heldur svalara.
Spá gerð: 20.11.2025 09:21. Gildir til: 22.11.2025 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Sunnan 5-13 m/s, skýjað og dálítil rigningu seinnipartinn. Suðvestan 5-10 og skúrir eða slydduél á morgun. Hiti 1 til 7 stig.
Spá gerð: 20.11.2025 09:21. Gildir til: 22.11.2025 00:00.

Norðurland eystra

Suðlæg átt, 5-13 m/s og þykknar upp, sums staðar dálítil rigning eða slydda í kvöld. Hlýnar smám saman og hiti 0 til 5 stig með kvöldinu. Suðvestan 3-10 og stöku él á morgun og heldur svalara.
Spá gerð: 20.11.2025 09:21. Gildir til: 22.11.2025 00:00.

Austurland að Glettingi

Suðlæg átt, 5-13 m/s og þykknar upp, sums staðar dálítil rigning eða slydda í kvöld. Hlýnar smám saman og hiti 0 til 5 stig með kvöldinu. Suðvestan 3-10 og stöku él á morgun og heldur svalara.
Spá gerð: 20.11.2025 09:21. Gildir til: 22.11.2025 00:00.

Austfirðir

Suðvestan 3-10 m/s og þykknar smám saman upp og fer að rigna syðst í kvöld. Norðvestan 5-10 og dálítil slydda eða rigning á morgun, einkum norðantil. Lægir og rofar til annað kvöld. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 20.11.2025 09:21. Gildir til: 22.11.2025 00:00.

Suðausturland

Gengur í suðaustan 5-10 m/s með dálítilli slyddu, fyrst vestantil, en síðar rigningu eða súld. Hlýnandi veður og hiti 1 til 6 stig með kvöldinu. Vestan 3-10 og skýjað með köflum á morgun, en stöku slydduél vestast. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 20.11.2025 09:21. Gildir til: 22.11.2025 00:00.

Miðhálendið

Gengur í sunnan og suðaustan 10-18 m/s með snjókomu í fyrstu, síðar slyddu eða rigningu, en úrkomulítið norðan Vatnajökuls fram á nótt. Hlýnandi veður, hiti 0 til 5 stig í kvöld. Suðvestan 3-10 á morgun, stöku él og frost víð 0 til 5 stig.
Spá gerð: 20.11.2025 09:21. Gildir til: 22.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á þriðjudag:
Gengur í sunnan - og suðaustankalda með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en þurrt að kalla og kringum frostmark eystra.

Á miðvikudag:
Líkur á norðanátt með éljum á norðanverðu landinu, en vestlægari og úrkomulítið syðra. Hiti við frostmark.
Spá gerð: 20.11.2025 07:57. Gildir til: 27.11.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica