Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt sunnantil og úrkomulaust að mestu. Norðaustan 5-13 m/s á Vestfjörðum og á annesjum norðanlands og rigning eða slydda, en snjókoma til fjalla. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.

Á mánudag:
Norðaustan 5-10 m/s, en 10-15 norðvestantil og við suðausturströndina. Él á Vestfjörðum. Rigning með suðurströndinni eftir hádegi en sunnantil á landinu um kvöldið. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag:
Norðaustan 5-13 m/s. Rigning með köflum sunnan-og austanlands en snjókoma inn til landsins. Úrkomulítið norðvestantil. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Stöku él norðanlands, en rigning allra syðst. Hiti 0 til 5 stig, hlýjast syðst.

Á fimmtudag:
Austan- og norðaustanátt, 5-10 m/s. Úrkomulaust að mestu. Vægt frost inn til landsins en 1 hiti til 7 stig úti við sjóinn.
Spá gerð: 31.10.2025 09:10. Gildir til: 07.11.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica