Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Austan 10-18 m/s og rigning með köflum, en talsverð úrkoma suðaustantil og úrkomuminna á Norðausturlandi. Dregur hægt úr rigningu síðdegis og lægir annað kvöld. Hiti 3 til 11 stig.

Á sunnudag (vetrarsólstöður):
Suðaustlæg átt 3-10 og bjart með köflum, en hvassara með Suðurströndinni. Heldur kólnandi.

Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt 5-13 og dálítil væta suðaustantil, en víða bjart um norðan- og vestanvert landið. Þykknar upp um kvöldið með talsverðri úrkomu á Suðurlandi og Austurlandi. Vægt frost á norðanverðu landinu, en hiti allt að 5 stigum sunnan- og austanlands.

Á þriðjudag (Þorláksmessa):
Breytileg átt og dálítil rigning eða slydda, en lengst af þurrt um landið norðanvert. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig seinnipartinn.

Á miðvikudag (aðfangadagur jóla):
Útlit fyrir suðlæga átt, víða strekkingur eða allhvasst, með talsverðri úrkomu í flestum landshlutum, einkum sunnan jökla. Líklega rigning eða slydduél, en líkur á snjókomu um norðvestan- og vestanvert landið. Hiti 3 til 8 stig, en um frostmark norðvestantil.

Á fimmtudag (jóladagur):
Suðvestan 10-18, hvassast vestantil. Bætir í vind með kvöldinu. Snjókoma um landið vestanvert, en dregur úr úrkomu um austanvert landið síðdegis. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 18.12.2025 20:40. Gildir til: 25.12.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica