Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt 5-13 m/s í dag. Snjókoma eða él, einkum norðaustantil, en að mestu þurrt sunnan heiða. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.

Norðan 3-10 á morgun. Snjókoma eða slydda um landið norðanvert, en léttir til sunnanlands. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 15.01.2026 09:35. Gildir til: 17.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Breytileg átt 3-8, þurrt að mestu og frost 0 til 5 stig. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og hlýnar sunnan- og vestanlands með dálítilli slyddu eða rigningu undir kvöld.

Á sunnudag:
Suðaustan 10-18 og rigning, en þurrt að kalla norðan- og norðaustanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á mánudag:
Suðaustanátt og rigning eða slydda með köflum, einkum sunnantil. Heldur kólnandi.

Á þriðjudag:
Suðaustanátt með éljum eða skúrum og hiti 0 til 5 stig, en yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu með vægu frosti.

Á miðvikudag:
Austlæg átt, skýjað og sums staðar dálitlar skúrir eða slydduél.
Spá gerð: 15.01.2026 08:06. Gildir til: 22.01.2026 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag er útlit fyrir norðlæga átt á bilinu 5-13 m/s. Þurrt og bjart veður suðvestanlands, snjókoma á norðaustanverðu landinu og él í öðrum landshlutum. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.

Á morgun er áttin áfram norðlæg, en vindur hægari en spáð er í dag. Búast má við snjókomu eða slyddu um landið norðanvert, en þurrt veður sunnantil. Hiti kringum frostmark.

Á laugardag er síðan aðgerðarlítið veður í kortunum framan af degi, fremur hæg breytileg átt og þurrt að mestu á landinu. Seinnipartinn er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og að það fari að hlýna, en líklega fer ekki að rigna að ráði sunnan- og vestanlands fyrr en aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn.
Spá gerð: 15.01.2026 06:44. Gildir til: 16.01.2026 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica