Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, en 8-13 austast á landinu. Víða léttskýjað, en dálítil él um landið norðaustanvert. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Þykknar upp og líkur á éljum við vesturströndina í kvöld.

Vestlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil snjókoma eða slydda, en víða bjart austantil. Áfram kalt, en hlýnar við vesturströndina.
Spá gerð: 18.11.2025 08:09. Gildir til: 20.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Gengur í suðaustan 10-18 m/s með rigningu eða slyddu, en hægari og þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýnandi, hiti 2 til 9 stig seinnipartinn.

Á föstudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir eða slydduél, en styttir upp á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt og líkur á stöku éljum, einkum við ströndina. Frost víða 0 til 5 stig.

Á sunnudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil snjókoma við suður- og austurströndina, annars þurrt að mestu. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Norðlæg átt og él, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Áfram svalt.
Spá gerð: 18.11.2025 08:30. Gildir til: 25.11.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag er hæg norðlæg eða breytileg átt í vændum, en það blæs aðeins austast á landinu, norðan 8-13 m/s þar. Víða léttskýjað og fallegt vetrarveður. Búast má við éljum í norðausturfjórðungi landsins. Frost um allt land, sem gæti náð tveggja stafa tölu inn til landsins í kvöld og nótt.

Á morgun er vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s í kortunum. Þokkalega myndarlegur skýjabakki hylur væntanlega vesturhelming landsins að mestu og sums staðar dálítil snjókoma eða slydda úr bakkanum. Austantil á landinu bjart veður að mestu. Það hlýnar rétt uppfyrir frostmark við vesturströndina, en í innsveitum norðaustanlands verður væntanlega um 10 stiga frost.

Á fimmtudag á síðan að ganga í suðaustan strekking með rigningu og hlýnar í veðri. Hægari vindur og þurrt um landið norðaustanvert.
Spá gerð: 18.11.2025 06:44. Gildir til: 19.11.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica