Breytileg átt 3-10 m/s og víða bjart, en stöku él við ströndina. Frost yfirleitt 0 til 7 stig. Vaxandi austanátt sunnan- og vestantil með kvöldinu og hlýnandi veður.
Austan 18-25 í fyrramálið og rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en hægari um landið austanvert og talsverð úrkoma um tíma á Austfjörðum. Dregur síðan úr vindi, norðaustan og austan 8-15 seinnipartinn á morgun, en hvassviðri og hríð norðvestantil. Hiti víða 0 til 7 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 16.12.2025 15:16. Gildir til: 18.12.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Norðvestan 10-18 m/s, en hægari norðaustan- og austanlands. Skúrir sunnantil, en dálítil snjókoma eða slydda fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Dregur úr vindi seinnipartinn.
Á föstudag:
Austlæg átt 5-13 og skúrir eða él á víð og dreif. Hiti kringum frostmark, en vægt frost í innsveitum.
Á laugardag:
Norðlæg átt og rigning eða snjókoma, einkum um landið sunnanvert. Hlýnar heldur.
Á sunnudag (vetrarsólstöður):
Breytileg átt, bjart með köflum og víða vægt frost.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og bjartviðri, en skúrir á Suður og Vesturlandi. Þykknar upp síðdegis um landið austanvert. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 16.12.2025 08:48. Gildir til: 23.12.2025 12:00.
Bjart hæglætisveður hefur verið víða um land í dag en fremur kalt. Frost yfirleitt á bilinu 0 til 7 stig.
Djúp lægð nálgast landið úr suðvestri og því vaxandi austanátt í kvöld og nótt á Suður- og Vesturlandi með hlýnandi veðri. Skilin ganga hratt yfir suður og vesturhluta landsins á morgun með rigningu eða slyddu, en skúrum síðdegis, þar sem útlit er fyrir storm um tíma í kringum Eyjafjöll í fyrramálið. Skilin staldra svo við yfir norðvesturhluta landsins um hádegi á morgun og eitthvað inn í fimmtudaginn með talsverðri staðbundinni snjókomu þar. Gefin hefur verið út hríðaviðvörun fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra vegna þessa. Einnig mun snjóa víðar á norðanverðu landinu. Útlit er fyrir talsverða rigningu eða skúrir á Austurlandi um og eftir hádegi á morgun. Hiti verður víða á bilinu 0 til 7 stig, mildast syðst.
Seint á fimmtudag heldur lægðin för sinni áfram austur og dregur þá úr vindi norðvestantil.
Spá gerð: 16.12.2025 16:22. Gildir til: 18.12.2025 00:00.