Hæg suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og smá skúrir á víð og dreif og hiti 0 til 5 stig. Útlit fyrir norðaustan 5-10 m/s með rigningu suðaustantil í kvöld, en hæga norðanátt og dálítil él nyrst og kólnar heldur.
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s á morgun. Skúrir eða él um tíma í flestum landshlutum og hiti kringum frostmark. Útlit fyri lítilsháttar snjókomu eða slyddu við norðurströndina seint annað kvöld.
Spá gerð: 13.12.2025 07:40. Gildir til: 15.12.2025 00:00.
Á sunnudag:
Breytileg átt 3-8 m/s. Skúrir eða él um tíma í flestum landshlutum. Hiti um eða undir frostmarki.
Á mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Dálítil él, en bjartviðri um landið suðvestanvert. Frost 0 til 5 stig.
Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en stöku él við ströndina. Frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Vaxandi austanátt sunnanlands um kvöldið.
Á miðvikudag:
Hvöss austanátt og rigning eða slydda með köflum, talsverð úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hlýnandi veður.
Á fimmtudag:
Austlæg átt og rigning eða skúrir, en hvöss norðaustanátt og slydda á Vestfjörðum. Hiti víða 1 til 5 stig.
Á föstudag:
Norðanátt með rigningu eða slyddu, en snjókomu á heiðum og í innsveitum. Úrkomulítið sunnan heiða. Hti 0 til 4 stig.
Spá gerð: 12.12.2025 21:33. Gildir til: 19.12.2025 12:00.
Það var djúp lægð suður af landi sem stjórnaði veðrinu hjá okkur í gær og fyrradag. Hún olli m.a. hvössum vindi nokkuð víða og einnig þrumuveðri á sunnanverðu landinu. Miðja lægðarinnar fór yfir landið í nótt og grynntist hún nokkuð hratt og missti mátt sinn. Það lægir semsagt hjá okkur í dag og einnig styttir upp að lang mestu leyti. Hitinn þokast smám saman niðurávið.
Í kvöld fer næsta lægð nokkuð hratt til norðurs fyrir austan land. Hún veldur hvassviðri hjá frændum okkar í Færeyjum og stormi þar aðfaranótt sunnudags, en hún veldur litlum áhrifum hjá okkur.
Á sunnudag er útlit fyrir breytilega vindátt á Íslandi, vindhraði yfirleitt vel innan við 10 m/s. Þó verður á einhverjum tímapunkti vart við úrkomu í flestum landshlutum, ýmist skúrir eða él og hitinn kringum frostmarkið.
Spá gerð: 13.12.2025 06:45. Gildir til: 14.12.2025 00:00.