Vestan og norðvestan 8-15 m/s á austanverðu landinu, 13-18 um tíma austan Öræfa i kvöld og nótt og dálítil él. Annars hægari norðlæg átt og léttskýjað að mestu, en stöku él við norðurströndina.
Þykknar víða upp á morgun og dálítil él á víð og dreif, einkum norðantil, en yfirleitt bjart sunnan heiða.
Frost 2 til 12 stig í dag, kaldast inn til landsins, hlýnar heldur með norður og -vesturströndinni á morgun.
Spá gerð: 03.01.2026 09:20. Gildir til: 05.01.2026 00:00.
Á mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, en 8-15 norðvestantil. Dálítil snjókoma eða él víða um land, en léttir smám saman til suðvestanlands. Frost 0 til 6 stig framan af degi, en kólnar síðan.
Á þriðjudag:
Fremur hæg norðlæg átt, en strekkingur með austurströndinni. Bjart með köflum, en dálítil él norðaustantil. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp um kvöldið. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á miðvikudag:
Ákveðin suðaustanátt og snjókoma eða slydda syðst á landinu, en annars dálítil él. Hiti nærri frostmarki við suðurströndina, en annars talsvert frost.
Á fimmtudag:
Norðaustlæg eða breytilega átt, snjókoma eða slydda með köflum og svalt í veðri.
Á föstudag:
Útlit fyrir hæga norðaustlæga átt og dáliltlum éljum víða um land, en snjókomu við suðurströndina og kólnandi veður.
Spá gerð: 03.01.2026 08:02. Gildir til: 10.01.2026 12:00.