Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Hæg breytileg átt á morgun og bjart með köflum, en lítilsháttar él á norðvestanverðu landinu og einnig á Austfjörðum. Frost víða 0 til 8 stig.
Spá gerð: 22.11.2025 18:10. Gildir til: 24.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Hæg breytileg átt. Bjart með köflum, en sums staðar dálítil él, einkum við ströndina. Frost 0 til 7 stig.

Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Snjókoma eða slydda með köflum og hiti um eða undir frostmarki, en rigning um tíma við suður- og vesturströndina með hita yfir frostmarki.

Á miðvikudag:
Austan og norðaustan 5-13 og víða dálítil snjókoma, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi. Vægt frost. Bætir í vind um kvöldið.

Á fimmtudag:
Allhvöss eða hvöss norðaustanátt, jafnvel stormur með suðausturströndinni. Þurrt að kalla á Vesturlandi, annars víða snjókoma eða slydda, einkum á austanverðu landinu. Hiti um og undir frostmarki.

Á föstudag:
Norðanátt með éljum, en úrkomulaust sunnan heiða. Frost 2 til 8 stig.
Spá gerð: 22.11.2025 09:30. Gildir til: 29.11.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag hefur kraftlítil lægð verið stödd ekki langt vest-suð-vestur af Reykjanesi. Hún hefur ýtt stöku skúrum eða éljum upp að sunnanverðu landinu. Norðantil hefur verið þurrt að mestu, þó hefur þar sums staðar þokuloft verið viðloðandi, eins og til dæmis í Eyjafirði.

Á morgun hefur lægðin fjarlægst og er úr sögunni. Vindur verður með hægasta móti. Víða verður þurrt veður og þokkalega bjart, en búast má við lítilsháttar éljum norðvestantil og einnig á Austfjörðum allt suður að Höfn. Á morgun verður frost um allt land á bilinu 0 til 7 stig. Það er skemmst frá því að segja að veðurútlit mándagsins er svipað og á morgun.
Spá gerð: 22.11.2025 15:50. Gildir til: 24.11.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica