Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél og snjóél til fjalla, en þurrt norðaustantil.
Vestlægari, hægari og úrkomuminna síðdegis á morgun.
Hiti 2 tl 12 stig, mildast á Austurlandi.
Spá gerð: 09.05.2025 04:00. Gildir til: 10.05.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Vestlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él eða skúrir, en yfirleitt bjartviðri austanlands. Hiti 3 til 12 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á sunnudag:
Suðvestan 3-10 m/s, skýjað með köflum og þurrt að mestu, en léttskýjað eystra. Hiti 7 til 13 stig yfir daginn.

Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Fremur hægar suðlægar áttir og skýjað með köflum við suðvesturströndina, en annars víða léttskýjað eða bjartviðri. Hlýtt í veðri, einkum fyrir norðan og austan.
Spá gerð: 08.05.2025 20:06. Gildir til: 15.05.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Minnkandi hæð yfir Skotlandi og dýpandi lægð milli Íslands og Grænlands gefur strekkings suðvestanátt á landinu. Skúradembur í mörgum landshlutum, en yfirelitt þurrt og bjart norðaustanlands með kólnadi veðri. Í nótt og á morgun er orðið það svalt að úrkoma verður víða á fomri slyddu- eða snjóélja á fjallvegum, einkum norðvestantil, en skúra við sjávarsíðuna.

Svipað veðurlag helst síðan allan morgundaginn til kvölds og gera má ráð fyrir versnandi aksturskilyrðum á Faxaflóa, Vesturlandi, Vestfjörðum, Ströndum og Norðvesturlandi, þar sem dimm él ganga yfir með tilheyrandi krapi og hálkublettum, einkum á fjallvegum. Ökumenn, sem komnir eru á sumahjólbarða, eru því hvattir til að fresta ferðalögum milli landshluta, ef mögulegt er, meðan veðrið gengur yfir. Gular veðurviðvaranir eru í gildi eftir miðnætti og fram á annað kvöld (föstudag).

Fer heldur að hægja á vindi og éljum annað kvöld og nótt, en um helgina dregur smám saman úr vindi og úrkomu og hiti fer að þokast upp á við á ný.
Spá gerð: 08.05.2025 15:38. Gildir til: 10.05.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica