Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austan 8-18 m/s, hvassast syðst. Dálitlar skúrir eða él um landið suðaustan- og austanvert, annars bjart að mestu. Hiti 0 til 7 stig, en svalara norðanlands á morgun.
Spá gerð: 23.01.2026 15:18. Gildir til: 25.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Austan 5-13 m/s, en 10-18 við suðurströndina. Skúrir eða él suðaustan- og austantil, annars bjart með köflum. Hiti 0 til 7 stig, en um eða undir frostmarki á Norður- og Austurlandi.

Á mánudag og þriðjudag:
Austan og norðaustan 8-15, en 15-20 syðst. Él eða slydduél um landið austanvert og á Vestfjörðum, annars þurrt að mestu. Heldur kólnandi.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt og él, en yfirleitt þurrt og bjart vestanlands. Hiti um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 23.01.2026 08:50. Gildir til: 30.01.2026 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Hæð fyrir norðan land og lægðasvæði suður í hafi beina til okkar austlægri átt, víða kaldi eða strekkingur í dag en allhvasst syðst á landinu. Austanáttinni fylgja dálitlar skúrir eða él um landið suðaustan- og austanvert, en á vesturhelmingi landsins er bjart að mestu. Hiti 0 til 7 stig.

Það er svo litlar breytingar að sjá um helgina, en þó frystir allvíða á Norður- og Austurlandi.
Spá gerð: 23.01.2026 15:36. Gildir til: 25.01.2026 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica