Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Sunnan 8-15 austantil á morgun, en annars hægari. Bætir í vind suðaustantil um tíma annað kvöld. Væta með köflum víða um land, en dregur úr úrkomu norðaustanlands síðdegis. Hiti 7 til 14 stig.
Spá gerð: 30.09.2025 22:16. Gildir til: 02.10.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Sunnan 3-10 m/s og skúrir, en yfirleitt þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu. Hiti 6 til 13 stig.

Á föstudag:
Fremur hæg austlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 5 til 10 stig. Vaxandi norðanátt um kvöldið.

Á laugardag:
Norðan og norðvestan 8-15, en hægari norðvestantil. Dálítil rigning um tíma, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Lægir um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, mildast syðst.

Á sunnudag:
Snýst í suðaustanátt og fer að rigna, en þurrt norðaustanlands. Hlýnar heldur norðantil.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu eða skúrum.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðvestlæga átt og rigningu eða skúrir en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestantil.
Spá gerð: 30.09.2025 21:34. Gildir til: 07.10.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag hefur verið sunnanátt, víða kaldi eða stinningskaldi. Rigning eða skúrir, en norðaustantil stytti upp um hádegi. Þar varð líka hlýjast, hiti komst í 14 til 15 stig á nokkrum stöðvum.

Á morgun er útlit fyrir minni vind en í dag, nema austanlands, þar mun væntanlega blása af svipuðum styrk og í dag. Vætusamt um mest allt land og áfram milt veður.

Á fimmtudag er spáð sunnan golu eða kalda með skúrum, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi.
Spá gerð: 30.09.2025 15:18. Gildir til: 02.10.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica