Vestlæg átt 5-10 m/s í dag og skúrir, einkum norðanlands. Bjartviðri um landið suðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Spá gerð: 14.08.2025 00:57. Gildir til: 15.08.2025 00:00.
Á föstudag:
Suðvestan 5-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum á norðvesturfjórðungi landsins eftir hádegi. Víða súld eða rigning, en þurrt á austanverðu landinu þangað til síðdegis. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á laugardag:
Suðvestan 5-13, en 13-18 norðvestantil á landinu. Súld á vestanverðu landinu, en styttir upp að mestu síðdegis. Hiti 12 til 16 stig. Víða bjart veður í öðrum landshlutum með hita 18 til 25 stig, áfram hlýjast austanlands.
Á sunnudag:
Suðvestan 5-13 og dálítil væta, en bjartviðri á austanverðu landinu. Lægir um kvöldið. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á mánudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu, en úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg átt, skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Hiti 10 til 16 stig, mildast á Suðvesturlandi.
Spá gerð: 13.08.2025 21:34. Gildir til: 20.08.2025 12:00.