Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Vestlæg átt 10-18 m/s norðantil í nótt og í fyrramálið með éljagangi og skafrenningi, hvassast á annesjum norðaustantil, en dregur úr vindi síðdegis á morgun. Annars breytileg átt 3-10 og víða dálítil él, en snjókoma með köflum suðaustantil fram eftir degi. Þurrt að mestu suðvestantil. Frost víða 0 til 7 stig yfir daginn.
Vaxandi norðaustanátt seint annað kvöld við austurströndina með dálítilli snjókomu eða slyddu.
Spá gerð: 29.10.2025 22:16. Gildir til: 31.10.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Gengur í norðaustan 13-20 m/s, en 20-28 suðaustanlands fram eftir degi. Bætir í vind norðvestast síðdegis. Rigning eða slydda með köflum, en talsverð rigning austantil og á Ströndum. Hlýnandi veður, hiti 2 til 8 stig seinnipartinn.

Á laugardag:
Austan og norðaustan 8-15, en hvassviðri norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum, snjókoma og skafrenningur á Vestfjörðum, en talsverð rigning suðvestantil. Hiti 1 til 9 stig, mildast sunnanlands.

Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 norðvestantil, en annars hægari. Víða snjókoma eða slydda, einkum á norðvestanverðu landinu. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á mánudag:
Norðaustlæg átt og víða rigning eða slydda en snjókoma norðvestantil. Hiti 1-8 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðlæga eða breytileg átt og víða rigning eða slydda, einkum sunnantil. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með slyddu eða snjókomu, en þurrt að mestu austantil. Heldur svalara.
Spá gerð: 29.10.2025 20:52. Gildir til: 05.11.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í kvöld verður vestlæg átt 10-18 m/s á norðanverðu landinu með éljum og skafrenningi. Búast má við lélegum skyggni og efiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum. Hægari og lengst af þurrt í öðrum landshlutum, en dálítil snjókoma austast í fyrstu. Kólnar víða í kvöld og nótt.

Dregur hægt úr vindi á morgun, en áfram éljagangur fyrir norðan. Bjart að mestu sunnan heiða, en dálítil snjókoma af og til suðaustanlands. Frost 0 til 7 stig yfir daginn.

Á föstudag gengur í norðaustan 13-20, en allt að 25 m/s á Suðausturlandi. Snjókoma og slydda víða um land, en síðar einnig rigning. Útlit fyrir talsverða úrkomu á austan- og suðaustanverðu landinu. Þar sem snjóað hefur síðustu daga má búast við töluverðri hláku og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum.
Spá gerð: 29.10.2025 14:57. Gildir til: 31.10.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica