Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Vaxandi austanátt og hlýnar í veðri.

Austan 13-20 m/s í fyrramálið og rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en hægari um landið austanvert og talsverð úrkoma um tíma á Austfjörðum. Dregur síðan úr vindi, norðaustan og austan 8-15 seinnipartinn á morgun, en hvassviðri og hríð norðvestantil. Hiti víða 0 til 7 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 16.12.2025 22:03. Gildir til: 18.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 m/s, en hægari norðaustan- og austanlands. Lítilsháttar snjókoma eða slydda norðantil, annars skúrir eða él. Hiti nálægt frostmarki, en að 7 stigum við suðurströndina.

Á föstudag:
Suðaustan og austan 8-13, rigning eða slydda með köflum og hiti 1 til 7 stig. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, úrkomulítið og hiti um eða undir frostmarki. Bætir í vind um kvöldið.

Á laugardag:
Austan 10-18 og rigning með köflum, en talsverð úrkoma suðaustantil. Hægari og úrkomuminna síðdegis. Hiti 1 til 8 stig.

Á sunnudag (vetrarsólstöður):
Suðaustlæg átt og dálítil væta suðaustanlands, annars bjart með köflum. Heldur kólnandi.

Á mánudag og þriðjudag (Þorláksmessa):
Mild suðaustlæg átt og dálítil rigning, en lengst af þurrt um landið norðanvert.
Spá gerð: 16.12.2025 20:37. Gildir til: 23.12.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Bjart hæglætisveður hefur verið víða um land í dag en fremur kalt. Frost yfirleitt á bilinu 0 til 7 stig.

Djúp lægð nálgast landið úr suðvestri og því vaxandi austanátt í kvöld og nótt á Suður- og Vesturlandi með hlýnandi veðri. Skilin ganga hratt yfir suður og vesturhluta landsins á morgun með rigningu eða slyddu, en skúrum síðdegis, þar sem útlit er fyrir storm um tíma í kringum Eyjafjöll í fyrramálið. Skilin staldra svo við yfir norðvesturhluta landsins um hádegi á morgun og eitthvað inn í fimmtudaginn með talsverðri staðbundinni snjókomu þar. Gefin hefur verið út hríðaviðvörun fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra vegna þessa. Einnig mun snjóa víðar á norðanverðu landinu. Útlit er fyrir talsverða rigningu eða skúrir á Austurlandi um og eftir hádegi á morgun. Hiti verður víða á bilinu 0 til 7 stig, mildast syðst.

Seint á fimmtudag heldur lægðin för sinni áfram austur og dregur þá úr vindi norðvestantil.
Spá gerð: 16.12.2025 16:22. Gildir til: 18.12.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica