Sunnan 5-10 m/s á morgun og rigning með köflum, en stöku síðdegisskúrir fyrir austan. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.
Spá gerð: 01.07.2025 21:26. Gildir til: 03.07.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skúrir, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 16 stig.
Á föstudag:
Fremur hæg breytileg átt. Bjart með köflum, en síðdegisskúrir fyrir norðan og dálítil væta suðvestantil um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig.
Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 og dálítil væta sunnan heiða, en síðdegisskúrir norðantil. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Breytileg átt 3-8 og bjart með köflum en víða síðdegisskúrir. Hiti 10 til 16 stig.
Á mánudag:
Norðlæg átt og skýjað með lítilsháttar vætu norðan- og austanlands, en bjart með köflum suðvestantil. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með björtu veðri á Norðausturlandi og hlýnar þar, en þykknar upp vestanlands.
Spá gerð: 01.07.2025 20:29. Gildir til: 08.07.2025 12:00.
Í dag hefur verið hæg norðvestlæg átt á landinu en sums staðar kaldi syðst á landinu. Víða smá skúrir en á Suðausturlandi hafa þær verið heldur kröftugri. Suðvestanlands hefur verið heldur bjartara yfir. HIti frá 5 stigum við sjóinn norðaustanlands upp undir 15 stig á Suðurlandi.
Á Grænlandshafi er hins vegar 1000 mb lægð í myndun sem fer austur og skilin frá henni koma að vesturströndinni á morgun. Þá snýst í sunnan stinningsgolu eða kalda með dálítilli rigningu á Suður- og Vesturlandi, en úrkomuminna norðaustantil á landinu og hlýnar heldur þar.
Spá gerð: 01.07.2025 15:40. Gildir til: 03.07.2025 00:00.