Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austan 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Súld eða rigning með köflum, en úrkomulítið á Norður- og Vesturlandi. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast norðan- og vestantil.

Austan og suðaustan 5-13 á morgun en hægari annað kvöld. Skýjað með köflum og sums staðar dálitlir skúrir, en súld eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 26.08.2025 15:15. Gildir til: 28.08.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Súld suðaustan- og austantil, annars þurrt að kalla, en líkur á skúrum síðdegis. Hiti 9 til 19 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á föstudag:
Snýst norðaustan 3-10 og fer að rigna, en úrkomulítið um landið vestanvert. Hiti 8 til 17 stig, mildast suðvestanlands.

Á laugardag og sunnudag:
Norðan og norðaustan 5-13 og súld eða rigning með köflum, en þurrt að mestu um landið suðvestanvert. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Norðlæg átt og væta með köflum, en þurrt og milt sunnanlands.
Spá gerð: 26.08.2025 08:26. Gildir til: 02.09.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Víðáttumikil lægð suður af landinu beinir nú til okkar hlýrri austlægri átt, víða kaldi eða strekkingur, en allhvass eða hvass vindur á Suður- og Suðausturlandi þar sem gular viðvaranir eru í gildi fram á kvöld. Austanáttinni fylgir súld eða rigning suðaustan- og austanlands, en á Norður- og Vesturlandi er víðast hvar úrkomulítið.

Mikil staðbundin úrkoma í fjalllendinu við Mýrdalsjökul hefur valdið talsverðum vatnavöxtum að Fjallabaki og þar er búið að loka flestum vegum. Á morgun dregur úr vætunni á þeim slóðum.

Annars verður áfram austlæg átt á landinu á morgun, mun hægari vindur en í dag og víða líkur á dálitlum skúrum, en súldarloft við suðaustur- og austurströndina. Áfram hlýtt í veðri.
Spá gerð: 26.08.2025 15:52. Gildir til: 28.08.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica