Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Hæg breytileg átt, víða bjart veður og vægt frost, en norðan 5-10 m/s og stöku él norðaustantil fram undir hádegi. Gegnur í austan og suðaustan 8-15 m/s í kvöld með snjókomu eða slyddu, en síðar rigning við suðurströndina og hlýnar heldur. Hvessir syðst á landinu undir miðnætti, 13-18 m/s þar um tíma í nótt.
Norðaustan 3-10 á morgun og dálítil slydda eða snjókoma í flestum landshlutum. Hiti víða 0 til 3 stig.
Spá gerð: 25.10.2025 07:38. Gildir til: 27.10.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Austlæg átt, 3-10 m/s og rigning eða slydda með köflum sunnanlands með hita nærri frostmarki. Lítilsháttar él á við og dreif í öðrum landshlutum og vægt frost.

Á þriðjudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum, en hægara og bjart með köflum norðan- og austanlands. Frost víða 0 til 5 stig, en frostlaust með suðvesturströndinni.

Á miðvikudag:
Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og dálítil éljum í flestum landshlutum. Frost víða 0 til 5 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með dálitlum éljum á norðanverðu landinu, en bjart með köflum sunnan heiða. Áfram svalt í veðri.
Spá gerð: 25.10.2025 08:10. Gildir til: 01.11.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Dagurinn heilsar með hægum vindi, björtu veðri og frosti víðast hvar, undantekningin er að það má búast við stöku éljum á norðaustanverðu landinu fram að hádegi og einnig er ákveðin norðanátt með austurströndinni.

Í nótt barst lægð inn á Grænlandshaf og hún ásamt úrkomusvæði sínu nálagst okkur í dag. Það þykknar því upp síðdegis, suðaustan og austan 5-13 m/s í kvöld og snjókoma eða slydda, síðar rigning við suðurströndina. Hlýnar heldur í veðri. Hvessir syðst á landinu í nótt, en þá er lægðarmiðjunni spáð skammt suður af Reykjanesi.

Áðurnefnd lægð stjórnar veðrinu áfram hjá okkur á morgun, miðjan verður á hægferð til suðausturs fyrir sunnan land. Þá má búast við norðaustanátt á landinu, víða gola eða kaldi og skýjað og dálítil slydda eða snjókoma gæti stungið sér niður í flestum landshlutum. Hiti yfirleitt á bilinu 0 til 3 stig.
Spá gerð: 25.10.2025 06:14. Gildir til: 26.10.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica