Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

15-20 m/s sunnantil á morgun, en 13-18 norðvestantil, annars hægari. Snjókoma eða slydda á Ströndum á morgun, en rigning eða súld með köflum um landið austanvert. Hiti 3 til 13 stig, mildast sunnantil.
Spá gerð: 07.11.2025 18:20. Gildir til: 09.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Norðaustan og austan 8-15 m/s, en 13-20 við suðausturströndina. Bætir í vind á Vestfjörðum síðdegis. Úrkomulítið um landið vestanvert, annars rigning eða slydda með köflum. Hiti 0 til 10 stig, mildast sunnantil en svalast í innsveitum norðaustanlands.

Á mánudag:
Norðaustan 8-18, hvassast suðaustan- og norðvestantil. Él eða slydduél norðan- og austanlands og skúrir syðst, annars þurrt að mestu. Kólnar í veðri.

Á þriðjudag:
Norðan- og norðaustan 5-13. Dálítil él norðan- og austanlands, en annars þurrt. Frystir um allt land.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustlæg átt og kalt í veðri. Lítilsháttar él norðaustantil, en bjart sunnan- og vestanlands.

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en skýjað austanlands. Áfram kalt í veðri.
Spá gerð: 07.11.2025 20:28. Gildir til: 14.11.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Óvenju lítil breyting verður í veðri næstu daga þar sem útlit er fyrir áframhaldandi hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði suður í hafi. Þetta veldur hvössum vindstrengjum meðfram nánast allri Suðausturströndinni og norðvestantil næstu daga hjá okkur, en annars staðar verður vindur hægari.

Útlit er fyrir 15-20 m/s sunnantil á morgun, en 13-18 norðvestantil, annars hægari, og svipað er í kortunum fyrir sunnudag. Þá mun einnig bæta í úrkomu austantil, einkum á Norðausturlandi og Austfjörðum á morgun, en þar verður vætusamt í formi rigningar eða súldar fram yfir helgina. Þurrt verður að mestu vestanmegin á landinu, en líklega snjókoma eða slydda norður á Ströndum á morgun og dálitlar skúrir suðvestan til á sunnudag.

Við fáum yfir okkur örlítið hlýrra loft í kvöld og á morgun, þar sem hiti getur farið upp í allt að 12 til 13 stig sunnantil fram á sunnudag.
Spá gerð: 07.11.2025 16:28. Gildir til: 09.11.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica