Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil og 15-20 syðst á landinu, annars hægari vindur. Dálítil rigning eða slydda, en að mestu þurrt á Vesturlandi.
Austan og norðaustan 10-18 á morgun, en 18-25 við suðurströndina, hvassast í Öræfum. Rigning eða slydda öðru hverju, einkum austantil.
Hiti 2 til 8 stig, mildast við suðurströndina.
Spá gerð: 08.12.2025 10:54. Gildir til: 10.12.2025 00:00.
Á miðvikudag:
Norðaustan 10-18 m/s og él, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 6 stig, en nærri frostmarki norðantil.
Á fimmtudag:
Vaxandi austanátt framan af degi, en breytileg átt síðdegis, hvassviðri eða stormur. Rigning eða snjókoma, talsverð úrkoma sunnan- og austantil seinnipartinn. Hiti 0 til 8 stig.
Á föstudag:
Austan og norðaustanátt 8-15. Rigning eða slydda sunnan- og austantil, en él fyrir norðan og úrkomulítið á vestanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Austlæg eða breytileg átt. Snjókoma með köflum norðvestantil, en annars stöku él. Hiti um eða undir frostmarki.
Á sunnudag:
Norðaustanátt og snjókoma eða slydda í flestum landshlutum. Heldur hlýrra.
Spá gerð: 08.12.2025 08:32. Gildir til: 15.12.2025 12:00.
Hæðin yfir Grænlandi heldur velli eins og undanfarna daga og lægðir langt suður í hafi halda fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu.
Strekkings vindur norðvestantil og hvassviðri syðst á landinu, en hægari annars staðar. Rigning eða slydda, einkum á Austfjörðum en þurrt og allvíða bjartviðri vestanlands.
Svipaður vindur á morgun, en líkur á að úrkoma verði heldur meiri og má reikna með einhverjum dropum á vesturhelmingi landsins en úrkomusamast verður við austurströndina.
Hitastigið verður á svipuðum nótum áfram, þar sem vindur stendur af landi, eins og sunnan- og vestantil má reikna með að hiti verði 4 til 8 stig nokkuð víða, á meðan áveðurs verður hitastigið 1 til 5 stig.
Spá gerð: 08.12.2025 06:37. Gildir til: 09.12.2025 00:00.