Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt 3-10 m/s og bjart að mestu, en skýjað á Norður- og Austurlandi og stöku él. Hiti yfir daginn frá 1 stigi norðaustanlands, að 13 stigum á Suðurlandi. Bætir heldur í vind í kvöld.

Norðan og norðaustan 5-13 á morgun og dálítil slydda eða snjókoma norðaustan- og austanlands, en þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi.
Spá gerð: 26.04.2024 10:13. Gildir til: 28.04.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Austan 5-10 m/s, en 10-15 syðst. Stöku skúrir, en víða þurrt og bjart á Norðvestur- og Vesturlandi. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast suðvestantil.

Á mánudag og þriðjudag:
Norðaustan og norðan 3-10. Skýjað og úrkomulítið, en bjart með köflum um landið sunnanvert. Hiti 2 til 10 stig að deginum, svalast norðaustanlands.

Á miðvikudag:
Suðvestlæg átt og lítilsháttar rigning vestanlands, annars bjart að mestu. Hiti 4 til 10 stig.

Á fimmtudag:
Vestan- og suðvestanátt og víða þurrt og bjart. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 26.04.2024 08:34. Gildir til: 03.05.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Það er tilbreytingarlítið veðrið hjá okkur næstu daga. Áttin er norðlæg og það er fremur kalt á Norður- og Austurlandi í þungbúnu veðri. Sunnan heiða er bjartara um að litast og yfir daginn yljar sólin þannig að hitinn verður viðunandi.

Í dag hljóðar spáin uppá norðlæga átt 3-10 m/s og léttskýjað veður nokkuð víða, en skýjað á Norður- og Austurlandi og þokuloft á köflum. Hiti yfir daginn frá 1 stigi norðaustanlands, að 13 stigum á Suðurlandi.

Bætir heldur í vind í kvöld og nótt, norðan 5-13 á morgun og dálítil snjókoma eða slydda norðaustan- og austanlands, en bjartviðri á suðvestanverðu landinu. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 26.04.2024 06:46. Gildir til: 27.04.2024 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica