Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 5-13 m/s á morgun, en 10-18 við suðausturströndina. Dálítil él norðan- og austantil, en léttskýjað um landið suðvestanvert. Frost 0 til 10 stig. Bætir smám saman í vind síðdegis með snjókomu allra austast.
Spá gerð: 10.01.2026 22:00. Gildir til: 12.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðan 10-18 m/s, en 18-23 á Suðausturlandi og Austfjörðum. Víða él, en úrkomulítið sunnanlands. Frost 0 til 6 stig.

Á þriðjudag:
Norðvestan 10-18 austanlands, annars hægari vindur. Bjart með köflum og sums staðar dálítil él. Herðir á frosti.

Á miðvikudag:
Norðaustan og austan 8-15 og skýjað með köflum, en hægari og dálítil él á Norðurlandi. Kalt í veðri, en hlýnar sunnantil um kvöldið með snjókomu eða slyddu.

Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt og slydda eða snjókoma með köflum. Hiti um eða undir frostmarki.

Á föstudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil él, en þurrt að mestu sunnanlands. Heldur kólnandi.

Á laugardag:
Austlæg átt og él á víð og dreif.
Spá gerð: 10.01.2026 20:40. Gildir til: 17.01.2026 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag hefur verið nokkuð rólegt og kalt veður á landinu. Sums staðar hafa verið él, t.d. á Vestfjörðum og við suðurströndina.

Í nótt og framan af morgundegi verður svipað uppi á teningnum, fremur hægur vindur og lítil eða engin úrkoma víðast hvar.

Síðdegis á morgun fara lægðir að grafa sig niður suðaustur af landinu og mun lágþrýstingur fyrir suðaustan og austan land stýra veðrinu hjá okkur á næstunni. Það hvessir semsagt á Suðausturlandi og Austfjörðum annað kvöld og aðfaranótt mánudags og verður væntanlega orðið hvassviðri eða stormur á þeim slóðum sem varir síðan áfram allan mánudaginn. Með fylgir él eða snjókoma á Austfjörðum og einnig ofankoma austantil á Suðausturlandi um tíma. Annars staðar á landinu á mánudaginn má víða búast við norðan strekkingi eða allhvössum vindi. Búast má við éljun nokkuð víða, en sunnanlands ætti að vera úrkomulaust lengst af.
Spá gerð: 10.01.2026 15:33. Gildir til: 12.01.2026 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica