Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Faxaflóa

Faxaflói

Hægt vaxandi vestlæg átt, 8-13 m/s og skúrir í dag en hægari suðlæg átt í kvöld og úrkomumeira um tíma í nótt. Þurrt að kalla í fyrramálið en vaxandi suðaustanátt síðdegis á morgun. Suðaustan 8-15 og fer að rigna annað kvöld. Hiti 4 til 11 stig.
Spá gerð: 24.05.2018 10:26. Gildir til: 26.05.2018 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt og úrkomulítið, en vestan 5-13 og skúrir síðdegis. Sunnan 5-10 á morgun og þurrt að kalla en vaxandi suðaustanátt og rigning annað kvöld. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 24.05.2018 09:32. Gildir til: 26.05.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Sunnan 10-18 m/s og talsverð eða mikil rigning á sunnan og vestanverðu landinu og hiti 8 til 13 stig, en hægari suðaustlæg átt norðaustanlands, úrkomulítið og hiti 12 til 19 stig. Dregur hægt úr vindi um kvöldið.

Á sunnudag:
Sunnan og suðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðvesturströndinni. Skýjað og rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð um tíma en úrkomulítið austanlands. Hiti 8 til 17 stig hlýjast norðaustanlands.

Á mánudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og fremur hlýtt, en fer að rigna vestantil seint um kvöldið.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt og rigning með köflum um landið vestanvert um morgunin en styttir upp síðdegis. Yfirleitt þurrt og bjart austantil en líkur á síðdegisskúrum. Áfram fremur hlýtt í veðri.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir hæga suðlæga átt, og bjartviðri víða um land en líkur á síðdegisskúrum austantil. Milt í veðri.
Spá gerð: 24.05.2018 08:14. Gildir til: 31.05.2018 12:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica