• Viðvörun

    Mikilli úrkomu er spáð á á SA-landi, syðst á Austfjörðum og Ströndum fram yfir hádegi. Því má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum á svæðinu.

Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Faxaflóa

Faxaflói

Sunnan 10-15 og rigning. Suðaustan og síðar austan 5-13 á morgun og rigning með köflum. Hiti 6 til 12 stig.
Spá gerð: 20.09.2017 21:18. Gildir til: 22.09.2017 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 8-13 fram eftir morgni, síðan austan 5-10. Rigning eða skúrir, hiti 6 til 11 stig.
Spá gerð: 21.09.2017 04:49. Gildir til: 22.09.2017 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustan 3-8 m/s, en 8-13 við SV-ströndina. Bjart með köflum á NA-verðu landinu, annars rigning eða skúrir, einkum sunnan heiða. Hiti 7 til 13 stig.

Á laugardag:
Austan og suðaustan hvassviðri eða stormur og talsverð rigning, en mikil úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 8 til 15 stig.

Á sunnudag:
Allhvöss sunnanátt með rigningu og síðar skúrum, en léttskýjað NA-lands. Fer að lægja síðdegis. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi.

Á mánudag:
Suðaustanátt og skúrir S-til á landinu, en víða léttskýjað norðan heiða. Hiti 7 til 13 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðaustanátt með rigningu og mildu veðri, en þurrt á N- og NA-landi.
Spá gerð: 20.09.2017 20:23. Gildir til: 27.09.2017 12:00.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica