Suðaustan 5-10 m/s, en hægari inn til landsins. Léttskýjað, en líkur á þoku við sjávarsíðuna. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast í uppsveitum.
Spá gerð: 16.05.2025 20:54. Gildir til: 18.05.2025 00:00.
Á sunnudag:
Hægviðri og bjart, en víða þokuloft við ströndina. Hiti 13 til 24 stig yfir daginn, hlýjast fyrir norðan.
Á mánudag og þriðjudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og léttskýjað, en líkur á þoku við sjóinn. Hiti 12 til 23 stig, en svalara á annesjum.
Á miðvikudag:
Suðaustan 5-10 m/s og dálítil væta af og til vestanlands, en bjart með köflum norðaustantil. Bætir í úrkomu og vind um kvöldið. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á fimmtudag:
Ákveðin suðaustan- og síðar suðvestanátt og rigning, en lengst af þurrt norðaustanlands. Kólnar heldur í veðri.
Á föstudag:
Sunnanátt og rigning, en úrkomuminna vestantil.
Spá gerð: 16.05.2025 20:07. Gildir til: 23.05.2025 12:00.