Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél og snjóél til fjalla, en þurrt norðaustantil.
Vestlægari, hægari og úrkomuminna síðdegis á morgun.
Hiti 1 til 12 stig, mildast á Austurlandi.
Spá gerð 09.05.2025 07:47
Til morguns er spáð slyddu- eða snjóéljum á vesturhelmingi landsins, einkum til fjalla. Búast því má við krapa eða hálku, einkum á fjallvegum.
Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 09.05.2025 07:47
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
3,7 | 08. maí 06:06:17 | Yfirfarinn | 28,2 km N af Borgarnesi |
3,5 | 07. maí 21:27:28 | Yfirfarinn | 179,5 km NNA af Kolbeinsey |
3,1 | 07. maí 21:20:29 | Yfirfarinn | 176,7 km NNA af Kolbeinsey |
Skjálfti 3,71 að stærð mældist við Grjótárvatn í Borgarfirði núna kl. 06:17. Þetta er með stærstu skjálftum sem mælst hafa síðan virkni hófst árið 2021, en þann 15. apríl sl. varð skjálfti 3,72 að stærð á sama svæði.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 08. maí 06:46
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Vegna úrkomu og leysinga hefur vatnshæð hækkað í ám á stærstum hluta landsins. Áframhaldandi úrkomu er spáð í dag og næstu daga og því má gera ráð fyrir meiri hækkun vatnshæðar í ám og lækjum á þessum svæðum. Sýna ætti aðgát við farvegi og vöð geta orðið erfið yfirferðar.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 07. maí 20:30
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | fim. 08. maí | fös. 09. maí | lau. 10. maí |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært 6. maí
Aflögunargögn (GPS) sýna skýr merki um áframhaldandi landris í Svartsengi en dregið hefur úr hraða þess undanfarnar vikur. Vísindamenn hafa lagt mat á hvenær líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi muni aukast. Í því mati er gert ráð fyrir að sama magn af kviku þurfi að safnast undir Svartsengi og í fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Miðað við að hraði landris sem mælst hefur síðustu vikur haldist óbreyttur má gera megi ráð fyrir að líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi fari að aukast þegar nálgast haustið. Ef hraði á landrisi og þar með kvikusöfnunar undir Svartsengi breytist hefur það áhrif á þetta mat.
Lesa meiraApríl var óvenjulega hlýr á landinu öllu, sérstaklega fyrstu tíu dagar mánaðarins. Á landsvísu var þetta 5. hlýjasti aprílmánuður frá upphafi mælinga. Tíð var góð, það var hægviðrasamt og tiltölulega þurrt um stóran hluta landsins. Gróður tók vel við sér.
Lesa meiraUm 80 manns tóku þátt á fyrsta fundi í ICEWATERverkefninu, sem haldinn var dagana 24. og 25. mars 2025 í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Fundurinn markaði upphaf þessa metnaðarfulla verkefnis, sem miðar að því að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Lesa meiraUppfært 8. apríl kl. 15:10
Aflögunargögn sýna skýrt merki um að landris haldi áfram undir Svartsengi. Landris mælist nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Það gæti skýrst af því hversu mikið rúmmál kviku fór úr kerfinu í þessum síðasta atburði.
Hins vegar er enn of snemmt að segja til um áframhaldandi þróun á hraða kvikusöfnunarinnar. Reynsla frá fyrri atburðum sýnir þó að hraði kvikusöfnunar minnkar yfirleitt eftir því sem líður á kvikusöfnunartímabilið milli gosa. Bíða þarf í allavega viku, mögulega nokkrar vikur, til að segja til um hvort og þá hversu mikið hraði kvikusöfnunar mun breytast.
Lesa meiraÞann 1. apríl 2025 voru gerðar smávægilegar en gagnlegar breytingar á útvarpslestri veðurfrétta frá Veðurstofu Íslands á RÁS 1. Tímasetningar veðurfregna haldast óbreyttar, en innihaldið hefur verið tilsniðið til að veita hlustendum betri og markvissari þjónustu.
Lesa meiraMars var hlýr og hægviðrasamur um allt land. Úrkomulítið var norðaustanlands en úrkomusamara á vestanverðu landinu. Nokkuð sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hvassviðri í upphafi og lok mánaðar ollu vandræðum. Veðrinu þ. 3. og 4. fylgdu sjávarflóð á suðvesturhorni landsins, en þ.30 varð mikið þrumuveður á sunnanverðu landinu.
Lesa meiraEinstaka sinnum þegar úrkoma fellur úr skýjum nær hún ekki til jarðar heldur gufar upp á leiðinni. Þetta fyrirbæri sést stundum vel og kallast þá úrkomuslæður. Ástæður fyrir uppgufuninni geta verið margvíslegar, t.d. getur lágt rakastig eða hærra hitastig loftsins í lægri hæðum stuðlað að uppgufun. Einnig getur rísandi loft hindrað úrkomuna í að ná til jarðar.