Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðvestan og vestan 3-10 m/s, hvassast syðst. Víða skýjað með köflum og dálitlar skúrir, en að mestu bjart suðvestantil. Hiti 7 til 14 stig.
Sunnan 5-10 á morgun og rigning með köflum, en stöku skúrir fyrir austan. Hlýnar heldur.

Spá gerð 01.07.2025 09:53

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Áframhaldandi landris í Svartsengi - 1.7.2025

Uppfært 1. júlí 2025 

Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Um 10 smáskjálftar mælast að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík. Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.

Ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.


Lesa meira

Háskóli Íslands flytur ofurtölvu í húsnæði Veðurstofunnar - 27.6.2025

Háskóli Íslands hefur tekið í notkun nýjan tölvusal með ofurtölvum og gagnageymslum í húsnæði Veðurstofu Íslands. Þetta er hluti af IREI (Icelandic Research e-Infrastructure) sem styður rannsóknir háskóla og rannsóknastofnana um allt land.

Samrekstur tölvusalsins styrkir samstarf Háskóla Íslands og Veðurstofunnar og eflir innviði fyrir rannsóknir, loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Áhersla er lögð á að þessir innviðir séu forsenda nákvæmra spáa, viðvarana og rannsókna, sérstaklega vegna loftslagsbreytinga, eldgosa, jarðskjálfta og flóða.

Lesa meira

Vetrarafkoma Hofsjökuls mældist óvenju rýr - 16.6.2025

Fjórir starfsmenn Veðurstofu Íslands mældu vetrarafkomu Hofsjökuls í árlegum vorleiðangri dagana 4.–8. maí síðastliðinn. Mældir voru 20 punktar á ísasviðum Sátujökuls, Þjórsárjökuls, Blágnípujökuls og Blautukvíslarjökuls (sjá myndir 1 og 2), sem samtals ná yfir rúman helming af flatarmáli Hofsjökuls. Á hverjum punkti var borað í gegnum snjólag vetrarins, eðlisþyngd og hitastig snævarins mæld og lagskipting skráð. Einnig var snjósjá notuð til að mæla samfelld snjóþykktarsnið milli mælipunktanna. Lesa meira

Tíðarfar í maí 2025 - 3.6.2025

Óvenjuleg hlýindi voru á landinu öllu í maí. Á landsvísu var þetta hlýjasti maímánuður frá upphafi mælinga. Mesta hitabylgja sem vitað er um hér á landi í maímánuði stóð yfir dagana 13. til 22. og sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir maímánuð á flestum veðurstöðvum landsins. Tíð var einmuna góð í mánuðinum, það var sólríkt, hægviðrasamt og allur gróður var óvenjulega snemma á ferð. Töluverðir vatnavextir voru í ám á Norðurlandi í byrjun mánaðar vegna leysinga í hlýindunum. 

Lesa meira

Norræna vatnafræðiráðstefnan haldin í Reykjavík - 3.6.2025

„Við getum ekki lengur hugsað um vatn sem sjálfsagðan hlut… Með þessum orðum setti Hildigunnur H. H. Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofu Íslands, Norrænu vatnafræðiráðstefnuna 2025 sem hófst í dag í Reykjavík. 

Lesa meira

Hitabylgjan 13. til 22. maí 2025 - 23.5.2025

Dagana 13. til 22. maí 2025 var óvenjuleg hitabylgja á landinu sem orsakaðist af langvarandi hæð við Færeyjar sem færðist síðan smám saman yfir Ísland. Hæðin beindi hlýju lofti úr suðri til landsins dögum saman. Þrátt fyrir að dæmi séu til um svipuð veðurskilyrði, er hitabylgjan þessa daga óvenjuleg og það er merkilegt hversu snemma árs hún átti sér stað, hversu lengi hún stóð og hversu útbreidd hún varð.


Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Sól í skýjum og ljósblettur utar

Baugar og hjásólir

Gíll eða aukasól er ljósblettur sem fer á undan (sést vestan við) sól og myndast við ljósbrot sólargeislanna. Samsvarandi ljósblettur sem fer á eftir sól (austan við hana) heitir úlfur. Sagt er að sól sé í úlfakreppu. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica