Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Norðurland eystra

Norðurland eystra

Breytileg átt 3-8 og rigning eða slydda, en snjómugga í innsveitum. Norðan og norðvestan 5-13 og slydda seinnipartinn á morgun, en snjókoma til landsins. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 01.05.2016 08:49. Gildir til: 03.05.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðvestan 8-18, hvassast norðvestantil, en norðlægari og heldur hægari um kvöldið á Vestfjörðum. Rigning, slydda eða snjókoma, en þurrt sunnan- og suðaustanlands. Hiti um eða rétt yfir frostmarki um landið norðanvert, en allt að 8 stig á Suðausturlandi.

Á miðvikudag:
Norðan 10-15 og slydda norðvestantil á landinu, en hægari vindur annars staðar og úrkomulítið, einkum sunnantil. Hiti 1 til 9 stig, mildast sunnanlands.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðvestanátt með rigningu, slyddu eða snjókomu norðantil, en bjart syðra. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt, þurrt á landinu og bjart með köflum, en minnkandi norðvestanátt norðaustantil og dálítil él í fyrstu. Hiti 2 til 8 stig.
Spá gerð: 01.05.2016 09:24. Gildir til: 08.05.2016 12:00.Aðrir tengdir vefir