Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Norðurland eystra

Norðurland eystra

Fremur hæg suðlæg átt, en austlægari á morgun. Þurrt og bjart að mestu. Hiti 2 til 6 stig síðdegis, en 5 til 12 stig á morgun. Allvíða má búast við næturfrosti.
Spá gerð: 21.04.2014 06:34. Gildir til: 22.04.2014 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Austlæg átt 8-15 m/s hvassast syðst. Dálítil súld eða rigning með S- og A-ströndinni, en annars víða léttskýjað. Hiti 2 til 12 stig, hlýjst SV-til.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s syðst, en annars 3-8. Skýjað og stöku skúrir S- og A-lands, en annars bjartviðri. Hiti víða 6 til 11 stig.

Á föstudag:
Hæg norðvestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en skúrir á stöku stað. Heldur kólnandi veður, einkum fyrir norðan.

Á laugardag:
Norðlæg átt, svalt í veðri og smá skúrir eða él fyrir norðan, en annars bjartviðri og milt.

Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt með úrkomu víða um land, en fremur svalt í veðri.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðanátt með éljum N- og A-lands og kólnandi veður.
Spá gerð: 21.04.2014 08:45. Gildir til: 28.04.2014 12:00.Aðrir tengdir vefir