Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Norðurland eystra

Norðurland eystra

Suðlæg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum. Suðvestan 8-15 m/s eftir hádegi á morgun og skúrir en rigning á annesjum. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig en frystir annað kvöld
Spá gerð: 25.10.2016 21:46. Gildir til: 27.10.2016 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 8-15 m/s en heldur hægari norðan jökla. Skúrir eða él í flestum landshlutum, en úrkomulítið á Suðausturlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast um landið sunnanvert.

Á föstudag:
Suðvestan 8-13 m/s með éljum en hægari og léttskýjað austanlands. Minnkandi úrkoma og léttir til um landið vestanvert síðdegis. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Hæg austlæg átt og úrkomulítið en útlit fyrir vaxandi austan og norðaustanátt með rigningu um landið sunnanvert síðdegis. Hlýnar heldur í veðri.

Á sunnudag:
Útlit fyrir nokkuð hvassa norðaustanátt og úrkomu um allt land, rigningu sunnantil, en slyddu eða rigningu norðanlands. Lægir og dregur úr úrkomu um kvöldið.

Á mánudag:
Lítur út fyrir allhvassa norðanátt og slyddu eða snjókomu norðvestan- og norðanlands en bjartviði annars staðar.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðaustanátt, bjartviðri og frost í flestum landshlutum.
Spá gerð: 25.10.2016 21:04. Gildir til: 01.11.2016 12:00.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica