• Viðvörun

    Hraungos í Holuhrauni.
  • Viðvörun

    Í kvöld og nótt er gert ráð fyrir norðaustlægri átt fremur hægri í neðstu lögum andrúmsloftsins og þá færist mengunin til suðvesturs, og markast þá af Hofsjökli í vestri og Tungnárjökli í suðri.
    Meira

Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Norðurland eystra

Norðurland eystra

Hægviðri og léttskýjað, en austan 5-8 m/s og skýjað í fyrramálið en dálítil úrkoma síðdegis. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 16.09.2014 21:30. Gildir til: 18.09.2014 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil rigning með köflum, en úrkomulítið NV-til. Hiti 8 til 13 stig.

Á föstudag:
Breytileg og síðar vestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast S-til um kvöldið. Skýjað og víða dálítil úrkoma. Hiti svipaður.

Á laugardag:
Vestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast á annesjum N-til og skýjað með köflum en snýst í suðaustanátt SV-til og þykknar upp SV-til um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig.

Á sunnudag:
Gengur í sunnan- og suðvestan hvassviðri með talsverðri rigningu, einkum S-til en hægari suðlæg átt og þurrt norðaustanlands fram undir kvöld. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Suðvestanátt með vætu um landið vestanvert, en annars þurrt Milt í veðri.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir ákveðna sunnan- og suðvestanátt með mildu og vætusömu veðri, einkum S- og V-til.
Spá gerð: 16.09.2014 20:15. Gildir til: 23.09.2014 12:00.Aðrir tengdir vefir