Suðaustan 5-15 m/s sunnan- og vestanlands, hvassast syðst en 8-18 seint á morgun, hvassast undir Eyjafjöllum. Skýjað á þessum slóðum og sums staðar dálítil væta, bætir í úrkomu seinnipartinn á morgun. Hægari vindur og víða bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 13 til 23 stig, hlýjast norðaustantil.
Spá gerð 22.08.2025 18:20
Annað kvöld verður allhvass vindur með snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum. Vegfarendur með ökutæki sem viðkvæm eru fyrir vindi gæti sérstaklega vel að aðstæðum.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 22.08.2025 18:20
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
2,7 | 21. ágú. 22:03:05 | Yfirfarinn | 4,8 km NA af Bárðarbungu |
2,4 | 22. ágú. 02:52:01 | Yfirfarinn | 3,5 km A af Keili |
2,2 | 20. ágú. 20:40:45 | Yfirfarinn | 5,8 km VSV af Bláfjallaskála |
1,9 | 21. ágú. 02:55:32 | Yfirfarinn | 27,8 km N af Borgarnesi |
1,8 | 20. ágú. 21:48:50 | Yfirfarinn | 5,9 km VSV af Bláfjallaskála |
1,7 | 21. ágú. 16:45:40 | Yfirfarinn | 2,8 km ASA af Goðabungu |
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Hafrafellslón við Langjökul
Jökulhlaup er hafið úr jaðarlóni í vesturjaðri Langjökuls. Hlaupið rennur í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Vatnsstaða lónsins hefur aldrei verið hærri og því ekki hægt að útiloka að hlaupið nú verði umfangsmeira en það í ágúst 2020. Óvissa er um þróun hlaupsins. Íbúum á svæðinu er bent á að huga að mögulegum áhrifum á eignir og búfénað við bakka Hvítár. Sólarhringsvakt VÍ fylgist náið með svæðinu. Sjá nánar í nýjustu frétt Veðurstofunnar.
Leirá syðri við Mýrdalsjökul
Jarðhitaleki í Leirá syðri og Skálm er í rénun.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 22. ágú. 12:37
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | Barst ekki | Barst ekki | Barst ekki |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Jökulhlaup er hafið úr Hafrafellslóni við Langjökul. Vatn rennur nú úr lóninu í Svartá og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Vatnsstaða í lóninu er hærri en áður hefur mælst og því ekki útilokað að hlaupið verði stærra en árið 2020. Íbúum á svæðinu er bent á að huga að eignum og búfénaði við bakka Hvítár. Enn er þó mikil óvissa um þróun hlaupsins og hversu hratt það nær hámarksrennsli.
Lesa meiraSnarpur skjálfti M3,8 varð við Brennisteinsfjöll í gær og fannst á höfuðborgarsvæðinu. Innistæða er fyrir stærri skjálfum á svæðinu, en óvíst hvenær þeir verða næst. Í Krýsuvík mælist hröð aflögun jarðskorpunnar og við Svartsengi heldur landris áfram með svipuðum hraða og fyrir síðasta gos. Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir til 2. september.
Lesa meiraSkaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni hvarf 5.-6. ágúst 2025 og hefur aðeins tvisvar áður horfið fyrr á ári en það var árið 1941 og 2010 og hvarf hann þá bæði árin í júlí. Hlýindakafli í maí, snjóléttur vetur og þurrt, bjart sumar flýttu bráðnun.
Fylgst hefur verið með skaflinum frá 19. öld og hann er talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfarið á höfuðborgarsvæðinu. Páll Bergþórsson, fyrrverandi forstjóri Veðurstofunnar, var helsti sérfræðingurinn um skaflinn í áratugi og skráði bæði mældar og munnlegar heimildir. Árni Sigurðsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofunni, heldur nú utan um mælingar og sögulegar upplýsingar.
Lesa meiraUppfært 5. ágúst
Eldgosinu sem hófst 16. júlí á Sundhnúksgígaröðinni er nú formlega lokið og nýtt hættumatskort hefur verið gefið út. Þrátt fyrir goslok eru áfram lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna óstöðugs hrauns og mögulegrar gasmengunar. Landris er hafið á ný og kvikustreymi undir Svartsengi heldur áfram.
Lesa meiraJúlí var óvenjulega hlýr, sérstaklega á Norðaustur og Austurlandi. Á landsvísu var þetta hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. Mjög hlýtt var þ. 14. þegar hiti mældist 20 stig eða meiri á um 70% allra veðurstöðva. Hæstur mældist hitinn 29,5 stig á Hjarðarlandi í Biskupstungum, sem er á meðal hæstu hitatölum sem þekkjast hér á landi. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Töluverð gosmóða lá yfir stórum hluta landsins um miðjan mánuð vegna eldgossins á Reykjanesi og hægviðris.
Lesa meiraÖrt dýpkandi lægð nálgast úr suðvestri og mun stýra veðrinu um Verslunarmannahelgina. Gul viðvörun vegna vinds verður í gildi á Suðurlandi og miðhálendinu frá föstudagskvöldi fram á aðfaranótt laugardags. Hvöss suðaustanátt, allt að 18 m/s, og talsverð úrkoma sunnan- og suðaustantil geta skapað varasamar aðstæður fyrir létt ökutæki og tjöld. Hætta er einnig á grjóthruni og skriðum við brattar hlíðar, einkum sunnan-og vestanlands. Á laugardag og sunnudag dregur smám saman úr vindi austantil, en áfram verður rigning og skúrir á víð og dreif, með bjartara veðri norðaustantil. Ferðafólk er hvatt til að fylgjast með viðvörunum á vedur.is og færð á umferdin.is, og tilkynna grjóthrun eða skriður til skriðuvaktar Veðurstofunnar.
Lesa meiraFyrstu mælingar á ósoni á Íslandi voru gerðar á Veðurstofu Íslands í Reykjavík 1952-1955 og 1957 hófust mælingar sem standa enn.
Lesa meira