Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s.
Súld eða dálítil rigning með köflum sunnan- og suðaustanlands. Stöku skúrir annars staðar, einkum síðdegis. Líkur á þoku við norður- og austurströndina. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins, en mun svalara í þokunni.
Hæg breytileg átt og skúrir á morgun. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 18.07.2025 07:40. Gildir til: 20.07.2025 00:00.
Á sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt. Skýjað og víða skúrir, en þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins.
Á mánudag:
Hæg norðaustlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og smáskúrir í flestum landshlutum. Hiti 12 til 20 stig.
Á þriðjudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og rigning eða súld, en lengst af þurrt vestanlands. Hiti 12 til 20 stig, en svalara á annesjum austanlands.
Á miðvikudag:
Fremur hæg breytileg átt. Víða skýjað og skúrir. Hiti 14 til 20 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu eða skúrum vestanlands en léttskýjað norðaustanlands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.
Spá gerð: 18.07.2025 08:52. Gildir til: 25.07.2025 12:00.
Í dag verður norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Rigning eða súld af og til á sunnanverðu landinu. Bjart með köflum í öðrum landshlutum, en stöku skúrir þar. Auk þess eru líkur á þokubökkum við norður- og austurströndina. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Um helgina gera spár ráð fyrir hægum vindum. Skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti yfirleitt 13 til 20 stig.
Í byrjun næstu viku er útlit fyrir hægar breytilegar áttir. Væta af og til og áfram fremur hlýtt í veðri.
Spá gerð: 18.07.2025 06:14. Gildir til: 19.07.2025 00:00.