Föstudagskvöldið 27. júlí 2018 rétt um sólarlag mátti sjá myndarlegan regnboga á Suðurlandi, meðal annars í Grímsnesi.
Svo regnbogi sjáist þarf regn að falla í einhverri fjarlægð frá áhorfanda auk þess sem það þarf að vera heiðskírt fyrir ofan og aftan áhorfandann og sólskin skíni bak hans. Regnbogi birtist alltaf andstæðis sólu og miðja hans er í mótsólarpunkti (miðdepli), sem er á sjóndeildarhringi við sólarupprás og sólarlag en annars fyrir neðan hann. Þess vegna er regnboginn því hærri sem sólinn er lægra á lofti.
Lesa meiraÍ þessa grein er safnað ljósmyndum af norðurljósum. Nú þegar má sjá myndir frá 2012 - 2015; teknar í Kópavogi, í Rauðhólum austan Reykjavíkur, í Flatey á Breiðafirði og á Sandskeiði.
Lesa meiraÍsun er nafn á ferli sem breytir skýjadropum í ískristalla og síðan snjó eða slyddu og getur eytt skýi á skammri stundu. Ískristallarnir vaxa það mikið, eða fara að loða svo margir saman, að þeir falla niður úr skýinu í úrkomuslæðu. Slæðan sést best meðan hún er samsett af snjóflyksum, sem síðan bráðna.
Lesa meiraHér verður safnað þeim myndum sem Veðurstofunni berast af sólstólpum.