Sunnan og suðvestan 15-25 m/s, hvassast í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Talsverð eða mikil rigning á vestanverðu landinu, en þurrt að kalla austantil. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi.
Sunnan 10-18 m/s á morgun og áfram rigning eða súld, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Vestlægari norðvestantil annað kvöld og bætir í rigningu vestanlands. Áfram hlýtt í veðri.
Spá gerð 24.12.2025 09:48
Búast má við þrálátu sunnanhvassviðri eða -stormi, en dregur smám saman úr vindi þegar líður á jóladag. Talsverð eða mikil rigning vestanlands í dag.
Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 24.12.2025 09:48
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
| Stærð | Tími | Gæði | Staður |
|---|---|---|---|
| 2,6 | 23. des. 23:50:57 | Yfirfarinn | 10,1 km A af Hamrinum |
| 1,8 | 23. des. 10:20:59 | Yfirfarinn | 10,8 km SSV af Siglufirði |
| 1,5 | 23. des. 22:23:52 | Yfirfarinn | 2,9 km V af Raufarhólshelli |
| 1,4 | 22. des. 10:16:36 | Yfirfarinn | 0,9 km ASA af Hvannadalshnjúk |
| 1,2 | 22. des. 12:33:16 | Yfirfarinn | 4,4 km N af Hábungu |
| 1,1 | 23. des. 11:31:53 | Yfirfarinn | 26,3 km SSV af Grímsfjalli |
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
| Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
|---|
Veðurspá gerir ráð fyrir sunnanstormi næstu daga þar sem spáð er hlýindum, leysingum og talsverðri rigningu. Samfara hlýindum og mikilli úrkomu er hætt við vatnavöxtum í ám og lækjum og má ekki útiloka vatnsflóð í kringum vatnsfarvegi, einkum á Suður- og Vesturlandi. Einnig er varað sérstaklega við skriðuhættum. Sjá frétt hér: Líkur á skriðuföllum yfir rauð jól.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 24. des. 07:18
Snjóflóðaspár birtast nú eingöngu í nýju vefumhverfi Veðurstofunnar:
Fréttir frá skriðuvakt Veðurstofunnar birtast áfram á vedur.is
Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.
Lesa meira
Sunnanveður er í kortunum fram yfir jólin, með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi og hvössum vindi norðanlands. Hvassasti kaflinn er væntanlegur fyrripart aðfangadags, þegar stormur eða rok getur gengið yfir Vestfirði og Norðurland, og hafa appelsínugular viðvaranir verið gefnar út.
Við slíkan vindstyrk er ekki aðeins hætta á að lausir munir fjúki heldur geta einnig orðið skemmdir á mannvirkjum, til dæmis að þakplötur losni. Hlýr loftmassi getur jafnframt leitt til óvenju mikils hita og ekki er útilokað að desemberhitamet verði slegið.
Lesa meira
Þann 24. nóvember barst Veðurstofu Íslands ljósmynd af skriðu sem hafði nýlega fallið ofarlega í Innra-Hólafjalli ofan Eskifjarðar. Í ljósi þess að hiti hafði verið vel undir frostmarki í fjallahæð og talsvert hafði snjóað síðustu vikur þótti þessi skriða óvenjuleg. Út frá drónamyndum hefur verið áætlað að heildarrúmmál skriðuefnisins sé um 130.000 m³ og að úthlaupslengd skriðunnar sé um 450 m.
Lesa meira
Surtseyjarfélagið hefur nú gefið út ritið Surtsey Research 16. Í ritinu eru níu greinar eftir 24 höfunda frá sex þjóðlöndum. Þar á meðal eru starfsmenn Veðurstofu Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar og Grasagarðsins.
Lesa meira
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur gefið út fyrstu aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Áætlunin markar mikilvægt skref í því að styrkja getu íslensks samfélags til að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga og byggir á bestu vísindalegu þekkingu. Veðurstofa Íslands gegnir lykilhlutverki í mótun og innleiðingu áætlunarinnar, meðal annars með eflingu loftslagsþjónustu og þróun samræmdrar aðferðafræði við viðkvæmni- og áhættumat vegna loftslagsbreytinga.
Lesa meira
Veðurstofan hefur sett nýjar síður fyrir svæðisbundnar snjóflóðaspár í loftið. Nýja síðan er miðlægur vettvangur fyrir allar upplýsingar frá snjóflóðavaktinni, þar sem snjóflóðahætta er sett fram á skýran og aðgengilegan hátt, með kortum, spám og vöktun. Framsetningin á spám og kortum er einnig hönnuð með þarfir farsímanotenda í huga og með bættum og þysjanlegum kortum og fleiri gagnvirkum þekjum.
Lesa meiraÍsun er nafn á ferli sem breytir skýjadropum í ískristalla og síðan snjó eða slyddu og getur eytt skýi á skammri stundu. Ískristallarnir vaxa það mikið, eða fara að loða svo margir saman, að þeir falla niður úr skýinu í úrkomuslæðu. Slæðan sést best meðan hún er samsett af snjóflyksum, sem síðan bráðna.
Lesa meira