Vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað vestantil og hiti kringum frostmark. Bjartviðri austantil á landinu og frost 1 til 11 stig.
Gengur í suðaustan 10-18 á morgun, en hvassara á norðanverðu Snæfellsnesi. Rigning og súld, en hægari og þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti víða 3 til 8 stig seint á morgun. Lægir vestast um kvöldið.
Spá gerð 19.11.2025 21:07
Á morgun og fram úndir kvöld má búast við staðbundnum sunnan stormi á norðanverðu Snæfellsnesi og snörpum vindhviðum sem getur verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 19.11.2025 21:07
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
| Stærð | Tími | Gæði | Staður |
|---|---|---|---|
| 3,6 | 18. nóv. 10:08:54 | Yfirfarinn | 248,5 km NNA af Kolbeinsey |
| 3,2 | 18. nóv. 23:45:09 | 70,0 | 312,5 km SV af Eldeyjarboða á Rneshr. |
| 2,8 | 19. nóv. 04:26:41 | 90,1 | 4,0 km VNV af Reykjanestá |
Dregið hefur úr hrinunni vestur af Reykjanestá sem hófts í gærkvöldi, en yfir 220 skjálftar hafa mælst, sá stærsti M2,8 að stærð.
Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði þar sem það tilheyrir flekaskilunum og varð síðast hrina á þessum slóðum í ágúst sl. og í desember 2024.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 19. nóv. 14:41
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
| Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
|---|
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 18. nóv. 15:07
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
| Landshluti | fim. 20. nóv. | fös. 21. nóv. | lau. 22. nóv. |
|---|---|---|---|
|
Suðvesturhornið
|
|
|
|
|
Norðanverðir Vestfirðir
|
|
|
|
|
Tröllaskagi utanverður
|
|
|
|
|
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
|
|
|
|
Austfirðir
|
|
|
|
Októbermánuður var tvískiptur og bauð bæði upp á hlýja og kalda daga. Fyrri hluti mánaðarins var mjög hlýr en seinni hlutinn var kaldur og talsverður snjór var á norðurhluta landsins. Þann 28. snjóaði óvenjumikið á höfuðborgarsvæðinu. Að morgni þess 28. mældist jafnfallinn snjór í Reykjavík 27 cm og þann 29. mældist snjódýptin 40 cm. Það er langmesta snjódýpt sem mælst hefur í októbermánuði í Reykjavík. Snjórinn olli miklum samgöngutruflunum og umferðaröngþveiti í borginni.
Lesa meira
Veðurstofan hefur sett upp nýja GNSS gervihnattastaðsetningarstöð á Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð. Stöðin er knúin af sól og vindi og mun fylgjast með hreyfingum í lausum jarðlögum til að auka skilning á skriðuvirkni á svæðinu. Uppsetningin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem felur einnig í sér greiningu gervitunglagagna og árlega myndatöku með flygildi.
Lesa meira