Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan 8-13 m/s, en 13-20 norðvestantil og breytileg átt 3-8 austanlands. Rigning, slydda eða snjókoma með köflum á norðanverðu landinu, en annars skúrir eða slydduél.

Norðaustan og austan 5-13 á morgun og skúrir eða él, en 10-18 og slydda eða snjókoma með köflum norðvestantil fram yfir hádegi.

Hiti víða 0 til 7 stig, mildast syðst.

Spá gerð 17.12.2025 15:22

Athugasemd veðurfræðings

Norðaustan hríð á Vestfjörðum framan af morgundegi, sjá viðvörun.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 17.12.2025 15:22

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Snjóflóðaspár birtast nú eingöngu í nýju vefumhverfi Veðurstofunnar:

Snjóflóðasíður á gottvedur.is


Fréttir frá skriðuvakt Veðurstofunnar birtast áfram á vedur.is


Fréttir

Fyrsta aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda samþykkt - 17.12.2025

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur gefið út fyrstu aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Áætlunin markar mikilvægt skref í því að styrkja getu íslensks samfélags til að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga og byggir á bestu vísindalegu þekkingu. Veðurstofa Íslands gegnir lykilhlutverki í mótun og innleiðingu áætlunarinnar, meðal annars með eflingu loftslagsþjónustu og þróun samræmdrar aðferðafræði við viðkvæmni- og áhættumat vegna loftslagsbreytinga.

Lesa meira

Nýjar vefsíður fyrir snjóflóðaspár komnar í loftið - 15.12.2025

Veðurstofan hefur sett nýjar síður fyrir svæðisbundnar snjóflóðaspár í loftið. Nýja síðan er miðlægur vettvangur fyrir allar upplýsingar frá snjóflóðavaktinni, þar sem snjóflóðahætta er sett fram á skýran og aðgengilegan hátt, með kortum, spám og vöktun. Framsetningin á spám og kortum er einnig hönnuð með þarfir farsímanotenda í huga og með bættum og þysjanlegum kortum og fleiri gagnvirkum þekjum.

Lesa meira

Skaftárhlaup í rénun - 11.12.2025

Skaftárhlaup er í rénun og hefur rennsli við Sveinstind farið hægt lækkandi yfir helgina og mælist nú um 76 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) við Sveinstind. Lesa meira

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 10.12.2025

Kvikusöfnun undir Svartsengi er með svipuðu sniði og verið hefur síðustu vikurnar. Í aðdraganda eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni hefur hraði kvikusöfnunar verið breytilegur. Sé litið til síðustu eldgosa sýna líkanreikningar að smám saman hefur dregið úr hraða innflæðis með hverju eldgosi. Hraðinn hefur þó haldist nokkuð stöðugur síðustu tvær vikur. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.

Lesa meira

Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga - 5.12.2025

Mælingar á Hofsjökli í nóvember sýna að leysing var með allra mesta móti sumarið 2025. Ársafkoma jökulsins hefur aðeins einu sinni mælst meira neikvæð frá upphafi mælinga. Hofsjökull fer því enn síminnkandi í hlýju loftslagi líkt og aðrir jöklar landsins. Nýr sigketill kom í ljós á jöklinum og þarf þar að hafa varann á framvegis.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2025 - 2.12.2025

Nóvember var kaldur og þurr um land allt. Að tiltölu var kaldast inn til landsins á Norðausturlandi. Það var óvenjulega þurrt á Suður- og Vesturlandi, þá sérstaklega fyrri hluta mánaðarins. Norðaustlægar áttir voru tíðar í mánuðinum, en vindur var tiltölulega hægur og tíð góð.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

fellibyljabrautir

Fellibyljir 2

Ekki er beint samband milli umfangs og styrks fellibylja. Svokallað auga einkennir sterka fellibylji. Til hægðarauka eru fellibyljir flokkaðir eftir styrk. Saffir-Simpson-kvarðinn er algengastur.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica