Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Hægt vaxandi suðaustanátt í dag, skýjað en úrkomulítið og hlýnandi, en víða bjart á Norður- og Austurlandi og kalt. Suðaustan 13-20 m/s og dálítil rigning sunnan- og vestanlands í kvöld, en annars hægari og þurrt. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost norðaustanlands.

Suðaustan 10-18 á morgun og rigning, en úrkomulítið norðantil. Hiti 2 til 8 stig.

Spá gerð 17.01.2026 10:52

Athugasemd veðurfræðings

Hvöss suðaustanátt vestast á landinu í kvöld og á morgun. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 17.01.2026 10:52

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Saman erum við sterkari - 14.1.2026

Saman erum við sterkari. Kynningarfundur um samstarf HÍ og Veðurstofu Íslands í þágu rannsókna, uppbyggingar rannsóknainnviða og vöktunar náttúruvár. Samstarf stofnananna gegnir mikilvægu hlutverki í að efla vísindalega þekkingu, styrkja viðbúnaðargetu samfélagsins.

Lesa meira

Veðursjá á Bjólfi tímabundið óvirk - 13.1.2026

Veðursjá Veðurstofu Íslands á Bjólfi ofan Seyðisfjarðar á Austurlandi er tímabundið óvirk vegna bilunar.

Beðið er eftir varahlutum sem berast undir lok þessarar viku og er því gert ráð fyrir því að hægt verði að gera við stöðina í næstu viku.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2025 - 6.1.2026

Desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið. Nýtt desemberhámarkshitamet var sett þegar hiti mældist 19,8 stig á Seyðisfirði seint á aðfangadagskvöld.  

Lesa meira

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 6.1.2026

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.

Lesa meira

Glitský yfir Skagafirði — vetrarlegt háloftafyrirbæri - 5.1.2026

Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, að jafnaði í um 15 - 30 km hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, við sólarlag eða sólarupprás þegar sólin skín upp á skýin þótt annars sé rökkur eða jafnvel myrkur við jörðu. Litadýrðin minnir á perlumóður, það er að segja lagið sem sést innan á sumum skeljum, og víða eru þau því nefnd perlumóðurský. Enska heitið „nacreous clouds“ merkir einmitt perlumóðurský. Lesa meira

Hafís við Ísland – gervitunglamyndir 4. janúar 2026 - 5.1.2026

Vegna tímabundinnar bilunar á upplýsingasíðu Veðurstofunnar um hafís eru nýjustu gögn birt hér í fréttahlutanum. Myndin sýnir samsett ískort unnið úr gervitunglagögnum RADARSAT og SENTINEL-1. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hvít og grá ský á dökkbláum himni

Grá eða hvít ský?

Ský endurkasta hluta af því ljósi sem á þau fellur, ljósið kemur ýmist beint frá sólu eða er endurkast frá himni, jörð eða öðrum skýjum. Ský, sem sólarljósið skín á, virðast oftast hvít, en önnur virðast grá. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica