Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu eða slyddu vestanlands, en hægari og úrkomulítið austantil. Snýst í vestan og suðvestan 3-8 um hádegi með smáskúrum, en slydda norðan- og austanlands. Slydduél annað kvöld, en norðvestan strekkingur og léttir til eystra.
Hlýnar í veðri, hiti víða 0 til 5 stig eftir hádegi á morgun.

Spá gerð 24.11.2025 22:10

Athugasemd veðurfræðings

Suðaustan hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi með snörpum vindhviðum um tíma í nótt.
Á stöku stað á suðvestanverðu landinu í fyrramálið er möguleiki á frostrigningu sem getur valdið flughálku.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 24.11.2025 22:10

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Framhlaup er hafið í Dyngjujökli - 19.11.2025

Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og líða um 20–30 ár að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Fólki er bent á að gæta sérstakrar varúðar á ferðalögum á Dyngjujökli þar sem sprungumyndun er líkleg á svæðum sem hafa verið greiðfær og ósprungin í 20 ár. Lesa meira

Fjölbreyttur hópur Neyðarkalla á Veðurstofunni - 14.11.2025

Veðurstofan hefur styrkt björgunarsveitir landsins með kaupum á Neyðarkallinum undanfarin ár. Í vikunni bættust tveir nýir kallar í hópinn frá björgunarsveitunum Kofra í Súðavík og Sæbjörgu á Flateyri, í tilefni 30 ára minningar um mannskæð snjóflóð. Afhending fór fram á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði, þar sem starfsfólk tók við köllunum frá formönnum sveitanna. Veðurstofan er stoltur bakhjarl björgunarsveita og þakkar þeim fyrir óeigingjarnt starf. Lesa meira

Haustið er undirbúningstími snjóflóðavaktarinnar - 11.11.2025

Haustið er undirbúningstími hjá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Tryggja þarf að sjálfvirkir snjómælar, sem mæla snjódýpt og hitastig, séu tilbúnir fyrir veturinn. Í ár hefur viðhaldsverkefnið verið umfangsmikið þar sem skipta þurfti út mörgum mælum sem nýttu eldri fjarskiptakerfi. Með fréttinni fylgja myndir frá krefjandi aðstæðum í fjallshlíðum. Lesa meira

Óbreytt hættumat á Reykjanesskaga - 11.11.2025

Hættumat á Reykjanesskaga helst óbreytt til 25. nóvember. Aflögun undir Svartsengi heldur áfram, þó hægar, og óvissa er um næsta atburð. Jarðskjálftavirkni við Grindavík er lítil og í Krýsuvík hefur dregið verulega úr skjálftum. Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi kvikusöfnun, en hraði innstreymis minnkar. Lesa meira

Tíðarfar í október 2025 - 4.11.2025

Októbermánuður var tvískiptur og bauð bæði upp á hlýja og kalda daga. Fyrri hluti mánaðarins var mjög hlýr en seinni hlutinn var kaldur og talsverður snjór var á norðurhluta landsins. Þann 28. snjóaði óvenjumikið á höfuðborgarsvæðinu. Að morgni þess 28. mældist jafnfallinn snjór í Reykjavík 27 cm og þann 29. mældist snjódýptin 40 cm. Það er langmesta snjódýpt sem mælst hefur í októbermánuði í Reykjavík. Snjórinn  olli miklum samgöngutruflunum og umferðaröngþveiti í borginni.

Lesa meira

GNSS-stöð sett upp á Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð með aðstoð Landhelgisgæslunnar - 30.10.2025

Veðurstofan hefur sett upp nýja GNSS gervihnattastaðsetningarstöð á Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð. Stöðin er knúin af sól og vindi og mun fylgjast með hreyfingum í lausum jarðlögum til að auka skilning á skriðuvirkni á svæðinu. Uppsetningin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem felur einnig í sér greiningu gervitunglagagna og árlega myndatöku með flygildi.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Þyrlar og sveipir

Rykþyrlar eru algengir á hlýjum dögum á sendnu undirlendi og í kjölfar Eyjafjallajökulsgossins mátti sjá stóra öskuþyrla á Markarfljótsaurum sem þyrluðu öskunni hátt á loft. Í þessari grein má fræðast um þyrla og sveipi af ýmsu tagi, bæði á Íslandi og annars staðar. Veðurstofan þiggur ljósmyndir af slíkum fyrirbærum hérlendis.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica