Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðvestan 10-15 m/s austast, annars hægari vindur en heldur vaxandi austanátt vestanlands í kvöld. Víða léttskýjað, en skýjað og él norðaustantil.

Austlæg átt 5-15 á morgun, hvassast syðst. Él á austanverðu landinu, en yfirleitt bjartviðri vestanlands. Frost 0 til 12 stig, minnst við suðaustur- og austurströndina. Gengur í norðaustan 13-18 með snjókomu á Suðausturlandi annað kvöld.

Spá gerð 06.01.2026 15:23

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Snjóflóðaspár birtast nú eingöngu í nýju vefumhverfi Veðurstofunnar:

Snjóflóðasíður á gottvedur.is


Fréttir frá skriðuvakt Veðurstofunnar birtast áfram á vedur.is


Fréttir

Tíðarfar í desember 2025 - 6.1.2026

Desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið. Nýtt desemberhámarkshitamet var sett þegar hiti mældist 19,8 stig á Seyðisfirði seint á aðfangadagskvöld.  

Lesa meira

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 6.1.2026

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.

Lesa meira

Glitský yfir Skagafirði — vetrarlegt háloftafyrirbæri - 5.1.2026

Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, að jafnaði í um 15 - 30 km hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, við sólarlag eða sólarupprás þegar sólin skín upp á skýin þótt annars sé rökkur eða jafnvel myrkur við jörðu. Litadýrðin minnir á perlumóður, það er að segja lagið sem sést innan á sumum skeljum, og víða eru þau því nefnd perlumóðurský. Enska heitið „nacreous clouds“ merkir einmitt perlumóðurský. Lesa meira

Hafís við Ísland – gervitunglamyndir 4. janúar 2026 - 5.1.2026

Vegna tímabundinnar bilunar á upplýsingasíðu Veðurstofunnar um hafís eru nýjustu gögn birt hér í fréttahlutanum. Myndin sýnir samsett ískort unnið úr gervitunglagögnum RADARSAT og SENTINEL-1. Lesa meira

Hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga - 2.1.2026

Árið 2025 var það hlýjasta á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig, 1,1 stigi yfir meðaltali áranna 1991–2020. Ný hitamet féllu víða og árið reyndist það hlýjasta á mörgum veðurstöðvum, meðal annars í Stykkishólmi þar sem hiti hefur verið mældur samfleytt í 180 ár. Lesa meira

Jólaveðrið: Hvassviðri og rigning með gulum og appelsínugulum viðvörunum - 22.12.2025

Sunnanveður er í kortunum fram yfir jólin, með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi og hvössum vindi norðanlands. Hvassasti kaflinn er væntanlegur fyrripart aðfangadags, þegar stormur eða rok getur gengið yfir Vestfirði og Norðurland, og hafa appelsínugular viðvaranir verið gefnar út.

Við slíkan vindstyrk er ekki aðeins hætta á að lausir munir fjúki heldur geta einnig orðið skemmdir á mannvirkjum, til dæmis að þakplötur losni. Hlýr loftmassi getur jafnframt leitt til óvenju mikils hita og ekki er útilokað að desemberhitamet verði slegið.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Eldbólstrar

Afmarkað hitauppstreymi svo sem frá eldgosum, gróðureldum eða stórum iðjuverum myndar oft sérstaka bólstra. Í uppflettibókum hafa þeir fengið heitið pyrocumulus, það útleggst sem eldbólstur. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica