Dregur úr vindi norðaustantil síðdegis í dag, en annars breytileg átt 3-10 og víða dálítil él, en snjókoma með köflum suðaustantil fram eftir degi. Þurrt að mestu suðvestantil. Frost víða 0 til 7 stig yfir daginn.
Vaxandi norðaustanátt seint annað kvöld við austurströndina með dálítilli snjókomu eða slyddu. Norðaustan 20-28 suðaustantil um hádegi á morgun, annars 13-20. Dregur úr vindi norðaustantil síðdegis á morgun en 18-25 norðvestan og vestantil annað kvöld. Hiti 2 til 11 stig, mildast sunnantil.
Spá gerð 30.10.2025 04:51
Búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum vegna éljagangs og skafrennings á norðaustanverðu landinu fram undir hádegi í dag, einkum á fjallvegum.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 30.10.2025 04:51
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
| Stærð | Tími | Gæði | Staður |
|---|---|---|---|
| 5,4 | 29. okt. 16:46:25 | Yfirfarinn | 5,6 km ASA af Bárðarbungu |
| 3,2 | 29. okt. 00:41:23 | Yfirfarinn | 4,7 km NNA af Hábungu |
| 2,9 | 29. okt. 18:33:14 | Yfirfarinn | 3,3 km A af Bárðarbungu |
Í dag kl. 16:46 varð skjálfti af stærð 5,4 í Bárðarbunguöskjunni og fylgdu honum nokkrir eftirskjálftar. Engar tilkynningar hafa enn borist um að hann hafi fundist í byggð. Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð þann 27. júlí sl. og þar á undan þann 22. febrúar sl. Í janúar varð skammvinn snörp skjálftahrina í Bárðarbungu þar sem stærsti skjálftinn mældist 4,9 að stærð.
Kl. 00:41 29. október mældist skjálfti af stærð 3,2 í Mýrdalsjökli. Skjálftar af þessari stærðargráðu eru ekki óalgengir í Mýrdalsjökli, síðast var hrina þar 20. október sl. þar sem stærsti skjálfti mældist 4,2 að stærð. Fáeinir eftirskjálftar hafa mælst.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 29. okt. 17:55
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
| Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
|---|
Vísbendingar um lítinn jarðhitaleka í Múlakvísl
Mælst hefur vatnshæðarhækkun í Múlakvísl og handleiðnimæling sýnir 225 míkróS/cm, einnig hefur mælst aukning í H2S gasi við Láguhvola. Mikilvægt að fólk fari varlega vegna gasmengunar nálægt bökkum og upptökum árinnar.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 29. okt. 17:49
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
| Landshluti | fim. 30. okt. | fös. 31. okt. | lau. 01. nóv. |
|---|---|---|---|
|
Suðvesturhornið
|
|
|
|
|
Norðanverðir Vestfirðir
|
|
|
|
|
Tröllaskagi utanverður
|
|
|
|
|
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
|
|
|
|
Austfirðir
|
|
|
|
Óvenjulegt veður í byrjun vikunnar olli metsnjókomu á höfuðborgarsvæðinu og víðar á Suðvesturlandi. Snjódýpt í Reykjavík mældist 40 cm að morgni 29. október, sem er mesta dýpt sem mælst hefur í október frá upphafi mælinga. Veðurfræðingar uppfærðu spár í rauntíma eftir því sem veðrið þróaðist. Næstu daga er spáð bjartviðri suðvestantil en hvassviðri og rigningu austanlands um helgina.
Lesa meira
Um 14
milljónir rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi.
Út frá fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkurnar á nýju kvikuhlaupi
og eldgosi þegar jafn mikið af kviku hefur safnast fyrir undir Svartsengi og
hljóp út í síðasta atburði.
Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og verður óbreytt
til 11. nóvember nema ef virkni breytist.
Morgunmælingar Veðurstofunnar sýna að snjódýptin í Reykjavík mældist 27 sentímetrar þann 28. október 2025. Það er mesta snjódýpt sem mælst hefur í höfuðborginni í október frá upphafi mælinga árið 1921.
Lesa meira
Á þessum degi fyrir fimmtíu árum lögðu konur um allt land niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnu þeirra. Blíðviðrið sem fylgdi kvennaverkfallinu 1975 vakti athygli og gárungar sögðu að Veðurstofan hefði jafnvel hagrætt í veðrinu, enda starfaði ein í framkvæmdanefnd kvennafrídagsins á Veðurstofunni.
Við rifjum nú upp þennan sögulega dag, veðrið sem skapaði stemninguna og minnumst kvennanna á Veðurstofunni sem ruddu brautina á meðal þeirra voru Valborg Bentsdóttir, skrifstofustjóri og jafnréttissinni, Teresía Guðmundsson, fyrsta konan í heiminum til að gegna stöðu veðurstofustjóra, og Adda Bára Sigfúsdóttir, brautryðjandi í veðurfræði og samfélagsmálum.
António Guterres hvatti til hraðari uppbyggingar snemmviðvörunarkerfa um allan heim. Verkefnið Early Warnings for All miðar að því að allir í heiminum hafi aðgang að áreiðanlegum viðvörunum fyrir árið 2027.
Lesa meira