Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s í dag. Rigning eða snjókoma með köflum á austanverðu landinu fram eftir morgni, annars þurrt. Sums staðar skúrir eða él seinnipartinn, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti kringum frostmark.
Skúrir eða él á stöku stað á morgun og bætir aðeins í vind við suðurströndina.
Spá gerð 30.01.2026 03:28
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
| Stærð | Tími | Gæði | Staður |
|---|---|---|---|
| 3,1 | 29. jan. 19:37:08 | Yfirfarinn | 2,5 km V af Geirfugladrangi á Rneshr. |
| 3,0 | 28. jan. 20:27:07 | Yfirfarinn | 3,9 km N af Hábungu |
| 2,5 | 29. jan. 08:58:39 | Yfirfarinn | 5,9 km A af Goðabungu |
kl. 19:37 í gærkvöld, 29. janúar, varð skjálfti af stærð M3.1 um 30km VSV af Reykjanestá. Um 20 jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Hrinur á svæðinu eru algengar.
Þann 28. janúar kl. 20:27 varð jarðskjálfti í Mýrdalsjökli sem mældist 3,0 að stærð. Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð þann 29. október 2025 en sá mældist 3,2 að stærð.
Jarðskjálftahrina hófst við Lambafell, rétt vestur af Þrengslum um kl. 16:30 þann 27. janúar en það hefur dregið talsvert úr henni. Hingað til hafa mælst rúmlega 200 skjálftar, sá stærsti mældist kl. 02:01 og var hann 3,0 að stærð. Tilkynningar hafa borist Veðurstofu að skjálftinn hafi fundist í byggð. Hrinur á svæðinu eru algengar.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 29. jan. 23:45
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
| Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
|---|
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 28. jan. 08:07
Snjóflóðaspár birtast nú eingöngu í nýju vefumhverfi Veðurstofunnar:
Fréttir frá skriðuvakt Veðurstofunnar birtast áfram á vedur.is
Jökulárið 2024–2025 reyndist jöklum landsins þungt í skauti samkvæmt nýrri samantekt sem unnin var í samstarfi Landsvirkjunar, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands og byggir á greiningu afkomumælinga sem stofnanirnar sinna.
Lesa meiraÁrið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Hiti var vel yfir meðallagi nær alla mánuði ársins. Tíðarfar vorsins var einstaklega gott. Vorið var það hlýjasta sem hefur verið skráð á landsvísu og maí var langhlýjasti maímánuður frá upphafi. Um miðjan maí var 10 daga löng hitabylgja yfir öllu landinu sem er sú mesta sem vitað er um hér á landi í maímánuði. Í heild var árið óvenju hægviðrasamt, illviðri voru fátíð og tíð góð. Það var tiltölulega blautt í byrjun árs en þurrt í árslok. Árið var snjólétt á landinu öllu.
Lesa meira
Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram og þrýstingur í kerfinu hækkar er kvikuhlaup úr Svartsengi og eldgos á Sundhnúksgígaröðinni líklegasta sviðsmyndin næstu vikurnar.
Lesa meira
Saman erum við sterkari. Kynningarfundur um samstarf HÍ og Veðurstofu Íslands í þágu rannsókna, uppbyggingar rannsóknainnviða og vöktunar náttúruvár. Samstarf stofnananna gegnir mikilvægu hlutverki í að efla vísindalega þekkingu, styrkja viðbúnaðargetu samfélagsins.
Lesa meira
Beðið er eftir varahlutum sem berast undir lok þessarar viku og er því gert ráð fyrir því að hægt verði að gera við stöðina í næstu viku.
Lesa meiraDesember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið. Nýtt desemberhámarkshitamet var sett þegar hiti mældist 19,8 stig á Seyðisfirði seint á aðfangadagskvöld.
Lesa meira
Glitskýja er stundum getið í eldri heimildum, þar af alloft á 19.öld. Dæmið hér að neðan er hugsanlega elsta athugun á glitskýjum í heiminum.
Lesa meira