Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan 8-15 m/s, en 15-23 við suðurströndina. Skúrir eða slydduél um mest allt land, en styttir upp vestantil undir kvöld.

Stöku skúrir eða él fyrir austan á morgun, en léttskýjað að mestu vestantil. Dregur heldur úr vindi annað kvöld.

Hiti 0 til 6 stig, en um eða undir frostmarki á Norður- og Austurlandi.

Spá gerð 27.01.2026 11:58

Athugasemd veðurfræðings

Hvassir vindstrengir syðst á landinu, t.d. í Mýrdal og Öræfum. Getur verið varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 27.01.2026 11:58

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 20.1.2026

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram og þrýstingur í kerfinu hækkar er kvikuhlaup úr Svartsengi og eldgos á Sundhnúksgígaröðinni líklegasta sviðsmyndin næstu vikurnar.  

Lesa meira

Saman erum við sterkari - 14.1.2026

Saman erum við sterkari. Kynningarfundur um samstarf HÍ og Veðurstofu Íslands í þágu rannsókna, uppbyggingar rannsóknainnviða og vöktunar náttúruvár. Samstarf stofnananna gegnir mikilvægu hlutverki í að efla vísindalega þekkingu, styrkja viðbúnaðargetu samfélagsins.

Lesa meira

Veðursjá á Bjólfi tímabundið óvirk - 13.1.2026

Veðursjá Veðurstofu Íslands á Bjólfi ofan Seyðisfjarðar á Austurlandi er tímabundið óvirk vegna bilunar.

Beðið er eftir varahlutum sem berast undir lok þessarar viku og er því gert ráð fyrir því að hægt verði að gera við stöðina í næstu viku.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2025 - 6.1.2026

Desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið. Nýtt desemberhámarkshitamet var sett þegar hiti mældist 19,8 stig á Seyðisfirði seint á aðfangadagskvöld.  

Lesa meira

Glitský yfir Skagafirði — vetrarlegt háloftafyrirbæri - 5.1.2026

Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, að jafnaði í um 15 - 30 km hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, við sólarlag eða sólarupprás þegar sólin skín upp á skýin þótt annars sé rökkur eða jafnvel myrkur við jörðu. Litadýrðin minnir á perlumóður, það er að segja lagið sem sést innan á sumum skeljum, og víða eru þau því nefnd perlumóðurský. Enska heitið „nacreous clouds“ merkir einmitt perlumóðurský. Lesa meira

Hafís við Ísland – gervitunglamyndir 4. janúar 2026 - 5.1.2026

Vegna tímabundinnar bilunar á upplýsingasíðu Veðurstofunnar um hafís eru nýjustu gögn birt hér í fréttahlutanum. Myndin sýnir samsett ískort unnið úr gervitunglagögnum RADARSAT og SENTINEL-1. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

HaMa_0878

Hrævareldar, haglél og rétt viðbrögð við eldingahættu

Haglél kemur úr skúraflókum en slík ský geta myndað sterkt rafsvið. Áður en rafsvið verður svo sterkt að eldingar myndist getur jónun átt sér stað. Í rökkri sést þá bláleitur logi frá oddmjóum hlutum, sem kallast hrævareldur, en honum fylgir oft suð. Gönguhópur á Eiríksjökli lenti í hagléli og eldingahættu í ágúst 2011. Viðbrögð hópsins voru hárrétt. Full ástæða er að reyna að koma sér úr aðstæðum þar sem rafsvið er öflugt.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica