Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Austfirði

Austfirðir

Norðaustan 3-8 m/s og lítilsháttar él. Lægir og rofar til síðdegis. Vestan 5-10 og léttskýjað á morgun. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.
Spá gerð: 10.12.2023 09:31. Gildir til: 12.12.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðlæg átt 3-8 m/s, þurrt og bjart veður og frost 4 til 12 stig. Gengur í sunnan 8-13 vestantil er líður á daginn og þykknar upp með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning um kvöldið og hlýnar.

Á miðvikudag:
Sunnan 13-20 m/s og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum.

Á fimmtudag:
Suðvestan 15-23 m/s og él, en þurrt að kalla á Austurlandi, hvassast suðvestantil. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag:
Minnkandi suðvestanátt og él, en síðar vaxandi sunnanátt og rigning.

Á laugardag:
Útlit fyrir vestlæga átt og él, en að mestu bjart austantil.
Spá gerð: 10.12.2023 08:38. Gildir til: 17.12.2023 12:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica