Sunnan 3-8 og slydda eða rigning seinnipartinn og snjókoma til fjalla. Vestlægari 5-13 og styttir upp og léttir til í kvöld. Hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun og lítilsháttar él norðantil. Hiti nálægt frostmarki síðdegis, en frost 1 til 5 stig á morgun.
Spá gerð: 25.11.2025 10:01. Gildir til: 27.11.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Gengur í norðaustan 13-20, en stormur eða rok við suðausturströndina. Slydda við suður- og austurströndina, en annars víða snjókoma, en úrkomuminna vestanlands. Hiti kringum frostmark, en hiti 1 til 6 stig suðaustantil.
Á föstudag:
Norðan 8-15 og snjókoma eða él, en þurrt sunnan heiða. Dregur úr ofankomu og vindi seinnipartinn. Frost 1 til 7 stig.
Á laugardag:
Austan 5-10 syðst og snjókoma syðst, annars hægari og þurrt en stöku él við norðausturhornið. Frost 1 til 14 stig, kaldast inn til landsins fyrir norðan.
Á sunnudag:
Útlit fyrir ákveðna austlæga átt og snjókomu með köflum, en slyddu syðst. Heldur hlýnandi.
Á mánudag (fullveldisdagurinn):
Norðaustlæg átt og snjókoma eða él, en þurrt að kalla suðvestan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig.
Spá gerð: 25.11.2025 08:57. Gildir til: 02.12.2025 12:00.