Austlæg átt 3-8 á morgun og bjart að mestu. Frost víða 0 til 5 stig.
Spá gerð: 30.01.2026 21:51. Gildir til: 01.02.2026 00:00.
Fremur hæg austlæg átt. Líkur á stöku skúrum eða éljum í fyrramálið, en bjartviðri þegar kemur fram á morgundaginn. Hiti kringum frostmark.
Spá gerð: 30.01.2026 21:53. Gildir til: 01.02.2026 00:00.
Á sunnudag:
Austan 3-10 m/s, en 10-15 með suðurströndinni. Bjart að mestu vestan- og norðanlands, en dálitlir skúrir suðaustantil. Hiti 0 til 7 stig sunnanlands, annars frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.
Á mánudag og þriðjudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-8. Dálítil rigning eða snjókoma austanlands, en víða bjart í öðrum landshlutum. Frost 1 til 6 stig, en hiti að 5 stigum með suður- og austurströndinni.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Fremur hæg austlæg átt og stöku él austantil, en yfirleitt þurrt og bjart vestanlands. Frost víða 0 til 5 stig.
Á föstudag:
Norðaustlæg átt. Lítilsháttar él norðaustantil, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 30.01.2026 21:33. Gildir til: 06.02.2026 12:00.