Fremur hæg austlæg átt og léttskýjað. Frost 0 til 10 stig.
Spá gerð: 08.12.2023 21:57. Gildir til: 10.12.2023 00:00.
Austan gola og léttskýjað. Frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 09.12.2023 00:54. Gildir til: 10.12.2023 00:00.
Á sunnudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum, en skýjað og lítilsháttar él austanlands. Hiti frá frostmarki syðst á landinu, niður í 15 stiga frost í innsveitum á Norðurlandi.
Á mánudag:
Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil él við ströndina. Áfram kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt 3-8, en 8-13 vestast seinnipartinn. Þurrt og bjart veður á austanveðru landinu. Þykknar upp vestanlands með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning þar um kvöldið og hlýnar.
Á miðvikudag:
Stíf sunnanátt og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlnads. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum.
Á fimmtudag:
Ákveðin suðvestanátt og él, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti um eða yfir frostmarki.
Á föstudag:
Útlit fyrir sunnanátt með rigningu og hlýnar um tíma.
Spá gerð: 08.12.2023 21:43. Gildir til: 15.12.2023 12:00.