Suðaustan 10-18 m/s og skúrir, en 8-15 í fyrramálið. Lægir seinnipartinn á morgun. Hiti 4 til 8 stig.
Spá gerð: 11.12.2025 15:47. Gildir til: 13.12.2025 00:00.
Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt og stöku skúrir eða slydduél, en suðvestan strekkingur austanlands fram eftir morgni. Kólnandi, hiti um eða rétt yfir frostmarki seinnipartinn. Norðan 5-13 m/s um kvöldið með rigningu suðaustantil.
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir eða él, en lengst af þurrt austanlands. Hiti 0 til 5 stig, en frystir inn til landsins.
Á mánudag:
Austlæg átt og skúrir eða él við suðurströndina, annars þurrt að mestu. Hiti um eða undir frostmarki.
Á þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt og dálítil él, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Austlæg átt og rigning, slydda eða snjókoma með köflum.
Spá gerð: 11.12.2025 08:38. Gildir til: 18.12.2025 12:00.