Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir höfuðborgarsvæðið

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Hæg breytileg átt og þykknar upp. Frost 2 til 7 stig í fyrstu, en hlýnar síðan, hiti kringum frostmark og líkur á smá éljum seint í kvöld. Gengur í norðaustan 3-10 seint á morgun, léttir til og kólnar.
Spá gerð: 04.01.2026 09:24. Gildir til: 06.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Fremur hæg norðlæg átt, en strekkingur með austurströndinni. Él norðaustantil, en annars bjart með köflum. Vaxandi austan- og suðaustanátt suðvestantil með kvöldinu og þykknar upp. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á miðvikudag:
Ákveðin austlæg átt og snjókoma eða slydda syðst á landinu, en dálítil él í öðrum landshlutum. Hiti nærri frostmarki við suðurströndina, en annars talsvert frost.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Útlit fyrir norðlægar eða norðaustlægar áttir og snjókomu með köflum eða él, einkum fyrir austan, en úrkomulaust að kalla á Vesturlandi. Áfram svalt í veðri.
Spá gerð: 04.01.2026 08:01. Gildir til: 11.01.2026 12:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica