Hægviðri í kvöld. Suðvestan 3-10 og slydda eða snjókoma í fyrramálið og síðan él, en styttir upp seinnipartinn. Suðaustan 3-8 annað kvöld. Hiti um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 07.02.2025 18:22. Gildir til: 09.02.2025 00:00.
Á sunnudag:
Sunnan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Súld eða rigning með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig síðdegis.
Á mánudag:
Sunnan 5-13, en heldur hvassari vestast á landinu. Dálítil væta, en þurrt að kalla a Norðurlandi. Hiti 2 til 6 stig.
Á þriðjudag:
Austlæg átt 5-13. Bjart að mestu og hiti nálægt frostmarki fyrir norðan, en lítilsháttar rigning eða súld og allt að 5 stig hiti á sunnanverðu landinu.
Á miðvikudag:
Austanátt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost á norðvestanverðu landinu.
Á fimmtudag:
Austanátt og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma á Vestfjörðum. Þurrt að mestu norðaustanlands. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust sunnan- og vestanlands.
Á föstudag:
Útlit fyrir austlæga eða breytilega átt. Bjart með köflum, en dálítil él á suðaustanverðu landinu. Kólnandi veður.
Spá gerð: 07.02.2025 20:41. Gildir til: 14.02.2025 12:00.