Norðaustan 8-15 og dálítil rigning eða slydda, hiti 0 til 4 stig. Gengur í austan 13-20 á morgun, rigning með köflum og hlýnar, en dregur úr vindi og styttir upp undir kvöld.
Spá gerð: 10.12.2025 09:49. Gildir til: 12.12.2025 00:00.
Á föstudag:
Suðaustan og austan 10-18 m/s og rigning eða skúrir, en úrkomulítið norðan- og norðvestantil. Dregur úr vindi vestanlands eftir hádegi. Hiti 2 til 9 stig.
Á laugardag:
Breytileg átt 8-15 og skúrir eða slydduél, en dregur úr vindi og úrkomu með morgninum. Kólnar í veðri. Gengur í norðaustan strekking um kvöldið og fer að rigna suðaustanlands.
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt 8-15 og slydda eða rigning með köflum, en kólnar með snjókomu norðanlands. Hiti um eða rétt yfir frostmarki síðdegis.
Á mánudag og þriðjudag:
Breytileg átt og él á víð og dreif. Svalt í veðri.
Spá gerð: 10.12.2025 08:30. Gildir til: 17.12.2025 12:00.