Hæg norðlæg eða breytileg átt og stöku él, hiti um eða undir frostmarki. Bjartviðri í kvöld og kólnar. Suðlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun og dálítil snjókoma eða slydda. Hiti kringum frostmark, en snýst í norðaustanátt síðdegis og kólnar.
Spá gerð: 23.10.2025 09:57. Gildir til: 25.10.2025 00:00.
Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él við suður- og austurströndina. Hiti um eða undir frostmarki. Gengur í suðaustan 5-13 um kvöldið með rigningu eða snjókomu á Suður- og Vesturlandi.
Á sunnudag:
Norðaustan og austan 5-13, en 10-18 syðst fram eftir degi. Snjókoma með köflum og vægt frost, en slydda eða rigning sunnantil með hita 0 til 5 stig.
Á mánudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 og víða líkur á éljum. Vægt frost.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg eða breytileg átt og snjókoma eða slydda með köflum.
Spá gerð: 23.10.2025 08:08. Gildir til: 30.10.2025 12:00.