Vestan 5-13 á morgun, skýjað og sums staðar dálítil væta. Hiti 2 til 7 stig. Hægari vindur og kólnar síðdegis, hiti kringum frostmark annað kvöld.
Spá gerð: 27.12.2025 21:33. Gildir til: 29.12.2025 00:00.
Á þriðjudag:
Vestan og suðvestan 5-13 m/s, en hægari sunnan heiða.
Skýjað vestantil og sums staðar dálítil væta, hiti 1 til 6 stig. Bjart með köflum og svalara á austanverðu landinu. Hvessir seinnipartinn, vestan 10-18 um kvöldið.
Á miðvikudag (gamlársdagur):
Norðvestan 10-18, hvassast við austurströndina, en lægir vestantil seinnipartinn. Dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi, en styttir upp í öðrum landshlutum. Kólnandi veður.
Á fimmtudag (nýársdagur):
Norðlæg átt 8-15 og yfirleitt þurrt, en él norðan- og austanlands. Frost 0 til 10 stig.
Á föstudag:
Norðanátt og él, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Útlit fyrir norðlæga átt og él í flestum landshlutum, kalt í veðri.
Spá gerð: 28.12.2025 08:10. Gildir til: 04.01.2026 12:00.