Austan 13-18 m/s og víða skúrir eða rigning, en hægari seint í kvöld og nótt. 5-13 á morgun og bjart með köflum. Hiti 2 til 7 stig, en fer kólnandi á morgun.
Spá gerð: 22.01.2026 09:47. Gildir til: 24.01.2026 00:00.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Austanátt, víða 8-15 m/s, en 15-20 syðst. Skúrir eða él suðaustan- og austanlands, annars þurrt að mestu og víða bjart vestan- og norðantil. Hiti 0 til 7 stig, mildast sunnantil, en víða um og undir frostmarki norðantil.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir áframhaldandi austanátt með éljum, en bjart vestanlands. Kólnandi.
Spá gerð: 22.01.2026 20:41. Gildir til: 29.01.2026 12:00.