Norðaustan 15-23 m/s, en 20-28 vestan Öræfa og snjókoma með köflum eða skafrenningur. Dregur úr vindi seinni partinn og styttir upp, 13-20 seint í kvöld, en 10-18 á morgun. Dregur frekar úr vindi þegar líður á morgundaginn. Hiti um frostmark að deginum.
Spá gerð: 22.03.2023 09:50. Gildir til: 24.03.2023 00:00.
Á föstudag:
Norðaustan 8-15 m/s og él, en lengst af léttskýjað syðra. Frost 2 til 10 stig, en hiti í kringum frostmark með suðurströndinni.
Á laugardag:
Norðaustan 5-13 m/s og smá él með norðurströndinni og jafnvel syðst um tíma, annars víða léttskýjað. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins.
Á sunnudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en 8-15 m/s suðvestantil þegar líður á daginn með snjókomu. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt 3-10 m/s, skýjað með köflum og úrkomulítið, en að mestu bjart Vestanlands. Áfram kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu syðst á landinu og áfram talsverðu frosti.
Spá gerð: 22.03.2023 08:58. Gildir til: 29.03.2023 12:00.