Vestan og suðvestan 3-8 og léttskýjað, en 5-13 á morgun. Hvessir heldur austan Öræfa annað kvöld. Hiti 14 til 20 stig.
Spá gerð: 05.07.2025 21:27. Gildir til: 07.07.2025 00:00.
Á mánudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað framan af degi. Gengur síðan í sunnan 5-13 m/s sunnan- og vestanlands og þykknar upp, hvessir heldur og fer að rigna þar undir kvöld. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt 5-10 og dálítil rigning eða súld, en þurrt að kalla fyrir austan. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.
Á miðvikudag:
Suðvestan 5-10 og rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið austanlands. Styttir upp síðdegis, hiti 11 til 22 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið á austanverðu landinu. Hiti 11 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á föstudag:
Breytileg átt og víða rigning, einkum síðdegis. Styttir upp sunnan- og austantil. Hiti 10 tli 16 stig.
Á laugardag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt. Rigning sunnan- og vestanlands, en bjart á Norðausturlandi. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 05.07.2025 20:46. Gildir til: 12.07.2025 12:00.