Hægt vaxandi sunnanátt, skýjað og sums staðar dálítil snjókoma í nótt, vægt frost. Sunnan 8-15 m/s með slyddu, en síðar rigningu á morgun, hvassast vestast. Hiti 2 til 6 stig.
Spá gerð: 08.02.2025 21:11. Gildir til: 10.02.2025 00:00.
Á mánudag:
Sunnan og suðvestan 10-18 m/s. Rigning eða súld með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn. Hiti 4 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Austlæg átt 5-13. Lítilsháttar rigning eða súld og 5 stiga hiti á sunnanverðu landinu, en bjart og hiti nálægt frostmarki fyrir norðan.
Á miðvikudag:
Vaxandi austan- og suðaustanátt, 13-18 seinnipartinn. Rigning eða súld með köflum, einkum suðaustantil, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig, en um frostmark norðanlands.
Á fimmtudag og föstudag:
Ákveðin austan- og suðaustanátt. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 1 til 6 stig, en nálægt frostmarki norðan- og austantil.
Á laugardag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt. Dálítil væta sunnan- og vestanlands, hiti 1 til 6 stig, en annars þurrt að mestu og hiti í kringum frostmark.
Spá gerð: 08.02.2025 20:18. Gildir til: 15.02.2025 12:00.