Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Suðurland

Suðurland

Gengur í norðan 8-15 m/s á morgun og hvassara austast annað kvöld. Bjartviðri og frost 2 til 10 stig.
Spá gerð: 29.02.2024 21:51. Gildir til: 02.03.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða léttskýjað, en norðan 8-13 og lítilsháttar él við austurströndina fram eftir degi. Frost 2 til 12 stig, mest í innsveitum fyrir norðan.

Á sunnudag:
Austan 3-8 á vestanverðu landinu, bjartviðri og minnkandi frost. Gengur í austan 8-13 austantil með slyddu, en síðar rigningu og hita yfir frostmarki.

Á mánudag:
Austan 5-13 með rigningu eða slyddu, en snjókomu inn til landsins. Þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Á þriðjudag:
Austan og suðaustan 5-13 og rigning eða slydda með köflum, en þurrt á norðanverðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Stíf suðaustanátt og dálítil væta um landið suðaustanvert, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag:
Suðaustanátt og rigning, en úrkomulítið norðantil á landinu. Hiti svipaður.
Spá gerð: 29.02.2024 21:32. Gildir til: 07.03.2024 12:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica