Suðvestan 8-13 m/s og rigning eða súld. Úrkomuminna í fyrramálið, en aftur rigning seint á morgun. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 28.05.2023 09:38. Gildir til: 30.05.2023 00:00.
Á þriðjudag:
Suðvestan 10-18 m/s og dálítil væta, en bjartviðri austanlands, hvassast með suðaustuströndinni. Dregur úr vindi eftir hádegi. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skýjað með köflum, en léttir til er líður á daginn. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á fimmtudag og föstudag:
Vestan 5-10 m/s. Skýjað og þurrt að kalla á vestanverðu landinu, en yfirleitt léttskýjað austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast austurhelming landsins.
Á laugardag:
Suðvestanátt og skýjað með lítilsháttar vætu af og til, en bjarviðri austantil. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 28.05.2023 07:59. Gildir til: 04.06.2023 12:00.