Sunnan 5-10 m/s og rigning með köflum. Hægari á morgun og smáskúrir með hita 10 til 15 stig.
Spá gerð: 02.07.2025 21:36. Gildir til: 04.07.2025 00:00.
Á föstudag:
Hæg breytileg átt eða hafgola. Bjart með köflum, en sums staðar skúrir síðdegis. Hiti yfirleitt 10 til 18 stig, hlýjast inn til landsins.
Á laugardag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir á víð og dreif. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Norðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og víða bjart veður, en stöku skúrir á Norður- og Austurlandi síðdegis. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á mánudag:
Gengur í sunnan 5-13 og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi með súld eða rigningu síðdegis. Hægari vindur og bjartviðri fyrir norðan og austan. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu.
Á þriðjudag:
Sunnanátt með rigningu og súld, en úrkomulítið norðaustantil landinu. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytileg átt og víða vætusamt, en þurrt að kalla austanlands. Kólnar heldur í veðri.
Spá gerð: 02.07.2025 21:12. Gildir til: 09.07.2025 12:00.