Norðaustan 3-10 m/s og bjart með köflum, frost 0 til 8 stig. Stöku él syðst eftir hádegi á morgun og bætir heldur í vind.
Spá gerð: 09.01.2026 21:47. Gildir til: 11.01.2026 00:00.
Á sunnudag:
Norðaustan og austan 5-13 m/s, en 13-18 við suðausturströndina. Víða dálítil él, en bjart að mestu um landið suðvestanvert. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Bætir heldur í vind um kvöldið.
Á mánudag:
Norðan 8-15, en 15-23 á Suðausturlandi og Austfjörðum. Víða él, en yfirleitt þurrt sunnanlands. Frost 0 til 8 stig.
Á þriðjudag:
Minnkandi norðan- og norðvestanátt og bjart með köflum, en snjókoma austanlands fram eftir degi. Herðir á frosti.
Á miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en dálítil él suðaustantil. Kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Norðaustan- og austanátt og hlýnar með snjókomu eða slyddu, en úrkomulítið á Suðvestur- og Vesturlandi.
Á föstudag:
Norðlæg átt og él, en þurrt að mestu sunnan heiða.
Spá gerð: 09.01.2026 20:39. Gildir til: 16.01.2026 12:00.