Hægviðri og léttskýjað, en norðaustan 3-8 undir kvöld á morgun. Hiit um eða undir frostmarki.
Spá gerð: 31.12.2025 21:27. Gildir til: 02.01.2026 00:00.
Á föstudag:
Norðvestan 10-18 m/s og stöku él austantil, en dregur úr vindi síðdegis. Annars mun hægari og yfirleitt bjart. Frost 1 til 10 stig yfir daginn, kaldast inn til landsins.
Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 og bjart að mestu. Skýjað á norðanverðu landinu, en lengst af þurrt. Frost 4 til 14 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.
Á sunnudag:
Breytileg átt 3-8 og skýjað með köflum, en þurrt að kalla. Yfirleitt bjart sunnanlands. Áfram kalt í veðri.
Á mánudag:
Austlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku él á víð og dreif. Frost 0 til 12 stig yfir daginn, kaldast inn til landsins.
Á þriðjudag:
Breytileg átt og skýjað með köflum. Él á norðanverðu landinu, en þurrt að mestu sunnanlands. Dregur heldur úr frosti.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með snjókomu og hlýnandi veðri.
Spá gerð: 31.12.2025 20:42. Gildir til: 07.01.2026 12:00.