Norðaustan 5-10 m/s og bjartviðri, en þykknar upp í nótt, suðaustan 8-15 og fer að snjóa undir morgun. Snýst í norðvestan 8-15 seinnipartinn á morgun og snjóar áfram austantil, dálítil él, en rofar til um kvöldið. Hiti kringum frostmark yfir daginn, en frost 2 til 7 stig að næturlagi.
Spá gerð: 25.03.2023 09:26. Gildir til: 27.03.2023 00:00.
Á mánudag:
Norðlæg átt, víða 8-13 m/s, en 13-18 á Suðausturlandi. Snjókoma austanlands í fyrstu, síðar dálítil él, einnig á Norðurlandi. Yfirleitt léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst.
Á þriðjudag:
Austan 5-13 m/s, en 13-18 við suðurströndina. Dálítil él víða á landinu, en úrkomulaust á kalla á Vesturlandi. Frost víða 1 til 10 stig, en frostlaust syðst.
Á miðvikudag:
Austanátt, víða 10-15 m/s, en hvassara syðst. Dálítil snjókoma eða rigning sunnan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost fyrir norðan.
Á fimmtudag:
Ákveðin austlæg átt og snjókoma eða slydda með köflum, en dálítil rigning syðra. Hlýnandi veður.
Á föstudag:
Útlit fyrir hæga austlæga átt, og skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta, en milt veður.
Spá gerð: 25.03.2023 08:06. Gildir til: 01.04.2023 12:00.