Sunnan 5-10 m/s og skúrir, en léttskýjað um landið norðaustanvert.
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun og skúrir á víð og dreif. Hiti 9 til 18 stig, mildast norðaustanlands.
Spá gerð 03.08.2025 22:01
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
3,1 | 02. ágú. 03:09:20 | Yfirfarinn | 13,5 km NA af Grímsey |
2,7 | 02. ágú. 15:20:55 | 90,0 | 22,6 km ASA af Grímsey |
2,6 | 02. ágú. 03:19:39 | Yfirfarinn | 1,9 km NNV af Krýsuvík |
Í gærnótt kl. 03:09 varð skjálfti 3,1 að stærð NA af Grímsey, honum hefur fylgt smá eftirskjálftavirkni. Skjálftar eru algengir á svæðinu, 14. júlí sl. mældist skjálfti af stærð 3,9.
Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni NA af Stóra Skógfelli um kl 03:54 16. júlí. Eldgosið heldur áfram en dregið hefur úr virkni og óróa. Megin virknin er bundin við einn gíg um miðbik sprungunnar sem opnaðist 16. júlí.
Sjá nánar.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 03. ágú. 09:19
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Búist er við vatnavöxtum víða um land um helgina, sérstaklega kringum jökla á Suður- og Suðausturlandi. Aðgát skal höfð við vöð, sem geta orðið ófær án mikils fyrirvara.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 02. ágú. 13:54
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | Barst ekki | Barst ekki | Barst ekki |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Júlí var óvenjulega hlýr, sérstaklega á Norðaustur og Austurlandi. Á landsvísu var þetta hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. Mjög hlýtt var þ. 14. þegar hiti mældist 20 stig eða meiri á um 70% allra veðurstöðva. Hæstur mældist hitinn 29,5 stig á Hjarðarlandi í Biskupstungum, sem er á meðal hæstu hitatölum sem þekkjast hér á landi. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Töluverð gosmóða lá yfir stórum hluta landsins um miðjan mánuð vegna eldgossins á Reykjanesi og hægviðris.
Lesa meiraUppfært 1. ágúst
Nýtt hættumatskort vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaga hefur verið gefið út sem gildir til 5. ágúst. Eldgosið heldur áfram af fremur stöðugum krafti þótt dregið hafi úr strókavirkni gossins. Lífshættulegt er að ganga á nýstorknuðu hrauni þar sem yfirborð skorpu getur brostið án fyrirvara og glóandi hraun leynst beint undir. Hætta er við hraunjaðra þar sem þunnfljótandi hrauntungur geta skyndilega runnið fram.
Ört dýpkandi lægð nálgast úr suðvestri og mun stýra veðrinu um Verslunarmannahelgina. Gul viðvörun vegna vinds verður í gildi á Suðurlandi og miðhálendinu frá föstudagskvöldi fram á aðfaranótt laugardags. Hvöss suðaustanátt, allt að 18 m/s, og talsverð úrkoma sunnan- og suðaustantil geta skapað varasamar aðstæður fyrir létt ökutæki og tjöld. Hætta er einnig á grjóthruni og skriðum við brattar hlíðar, einkum sunnan-og vestanlands. Á laugardag og sunnudag dregur smám saman úr vindi austantil, en áfram verður rigning og skúrir á víð og dreif, með bjartara veðri norðaustantil. Ferðafólk er hvatt til að fylgjast með viðvörunum á vedur.is og færð á umferdin.is, og tilkynna grjóthrun eða skriður til skriðuvaktar Veðurstofunnar.
Lesa meiraVatnshæð og rafleiðni hafa farið lækkandi síðasta sólahring og nálgast nú eðlileg gildi í vöktunarmæli Veðurstofunnar í Skálm við þjóðveg. Jarðskjálftamælar á jökulskerjum í Mýrdalsjökli sýna einnig greinilega lækkun í óróa síðasta sólahring. Á vefmyndavél á Rjúpnafelli sést að töluvert hefur dregið úr vatnsmagni í Leirá Syðri frá því í gær. Þessi gögn gefa því til kynna að jökulhlaupinu sé að ljúka.
Miklar þrumur og eldingar hófust klukkan 7:41 við Húsafell og breiddust hratt yfir norðvesturhluta landsins og Vestfirði. Klukkan 10:30 höfðu mælst yfir 400 eldingar.
Óskar Jakob Sigurðsson helgaði nær allt sitt líf veðurathugunum og mengunarmælingum á Stórhöfða. Hann hóf störf árið 1952 og vann af trúmennsku og þrautseigju í yfir sex áratugi við erfiðar aðstæður þar sem stormar voru tíðir og strangir. Óskar hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og við minnumst hans með þökk og virðingu.
Lesa meira