Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Minnkandi norðvestanátt austanlands í kvöld og nótt, hægur vindur í öðrum landshlutum. Stöku skúrir vestast á landinu, annars þurrt.

Sunnan og suðvestan 5-13 m/s á morgun og rigning eða skúrir, en þurrt austantil fyrir hádegi. Hiti 5 til 10 stig.

Spá gerð 04.10.2025 18:15

Athugasemd veðurfræðings

Norðvestan stormur á Suðausturlandi og Austfjörðum fram á kvöld. Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 04.10.2025 18:15

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tíðarfar í september 2025 - 2.10.2025

September var hlýr á landinu öllu. Austan- og suðaustanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Sérlega úrkomusamt var á Austfjörðum og á Ströndum og þar var mánuðurinn víða með blautari septembermánuðum sem vitað er um. 

Lesa meira
Kvikusofnun_Sundhnukar_Likan_Timasetning_Sept25092025

Komin inn í tímabil þar sem auknar líkur eru á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 25.9.2025

Frá og með 27. september eru auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan hefur því hækkað viðvörunarstig á svæðinu. Tímabilið þar sem auknar líkur eru á  gosi getur varað hátt í þrjá mánuði. Lesa meira

Hugsum okkur ekki aðeins tvisvar um heldur tíu sinnum – Oddur Sigurðsson heiðraður á degi íslenskrar náttúru - 16.9.2025

Á Umhverfisþingi í gær hlaut Oddur Sigurðsson jarð- og jöklafræðingur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Oddur hefur í meira en hálfa öld helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu um íslenska jökla, safnað 55.000 ljósmyndum sem varðveittar eru hjá Veðurstofunni og vakið heimsathygli með skjalfestingu á hvarfi Okjökuls. Í ávarpi hans kom meðal annars fram: „Kunnum við að varðveita okkar einstaka land eða verður það innan skamms fyrst og fremst orðið með svipmóti framkvæmdagleði mannsins? Mjög sækir í það horf.“ 
Orð hans eiga sérstaklega vel við í dag, á degi íslenskrar náttúru.

Lesa meira
Hópur á svölum Veðurstofu Íslands.

MEDiate verkefnið á lokametrunum – alþjóðlegt samstarf um áhættustjórnun náttúruvár - 8.9.2025

Evrópska rannsóknarverkefnið MEDiate er komið á lokametrana eftir þriggja ára samstarf 18 aðila frá sjö Evrópulöndum. Verkefnið miðar að því að þróa nýjar aðferðir til áhættustjórnunar vegna náttúruvár og var nýlega haldin vinnustofa á Veðurstofu Íslands með fulltrúum frá íslenskum og breskum þróunarhópum.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2025 - 3.9.2025

Ágúst var hlýr, þá sérstaklega síðari hluti mánaðarins. Að tiltölu var hlýjast inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli þ. 16. og er það hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst. Talsvert hvassviðri var á sunnan- og vestanverðu landinu um verslunarmannahelgina.

Lesa meira

Minnkandi skriðuhætta og skúrir - 2.9.2025

Úrkoma hefur minnkað á Austfjörðum eftir tvo úrkomusama daga og engar fregnir hafa borist af skriðuföllum. Sjatnað hefur í lækjum og ám og spáð er skúrum næstu daga en ekki samfelldri úrkomu. Með minnkandi vatni í jarðvegi dregur úr skriðuhættu, þótt líkur á skriðuföllum fylgi áfram úrkomu víða um land.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Helene 1988

Fellibyljir 5

Úrstreymið efst í austanbylgjunum getur auðveldað uppstreymi, jafnvel dregið upp loft að neðan sem þá kólnar. Sé það loft rakamettað byrjar raki þess að þéttast.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica