Minnkandi norðvestanátt austanlands í kvöld og nótt, hægur vindur í öðrum landshlutum. Stöku skúrir vestast á landinu, annars þurrt.
Sunnan og suðvestan 5-13 m/s á morgun og rigning eða skúrir, en þurrt austantil fyrir hádegi. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð 04.10.2025 18:15
Norðvestan stormur á Suðausturlandi og Austfjörðum fram á kvöld. Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 04.10.2025 18:15
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
3,3 | 03. okt. 07:39:16 | Yfirfarinn | 3,6 km NNA af Krýsuvík |
3,1 | 03. okt. 23:36:24 | Yfirfarinn | 4,1 km NA af Goðabungu |
3,0 | 04. okt. 14:13:52 | Yfirfarinn | 2,9 km N af Krýsuvík |
Jarðskjálftahrina hófst við Grjótárvatn á Mýrum rétt fyrir kl. 04 2. október. Stærsti skjálftinn sem hefur mælst var 3,5 að stærð.
Skjálfti af stærð 3,3 mældist rétt vestan við Kleifarvatn kl. 07:39 3. október. Minni eftirskjálftavirkni er enn í gangi. Engar tilkynningar hafa borist að skjálftinn hafi fundist í byggð.
Þrír skjálftar af stærð 2,7 og 3,1 mældust í Mýrdalsjökli kl 20:42 og 23:36 í kvöld, 3. október. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst. Skjálftar af þessari stærð eru nokkuð algengir í Mýrdalsjökli.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 04. okt. 00:02
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 02. okt. 15:03
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | Barst ekki | Barst ekki | Barst ekki |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
September var hlýr á landinu öllu. Austan- og suðaustanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Sérlega úrkomusamt var á Austfjörðum og á Ströndum og þar var mánuðurinn víða með blautari septembermánuðum sem vitað er um.
Lesa meiraÁ Umhverfisþingi í gær hlaut Oddur Sigurðsson jarð- og jöklafræðingur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
Oddur hefur í meira en hálfa öld helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu um íslenska jökla, safnað 55.000 ljósmyndum sem varðveittar eru hjá Veðurstofunni og vakið heimsathygli með skjalfestingu á hvarfi Okjökuls. Í ávarpi hans kom meðal annars fram: „Kunnum við að varðveita okkar einstaka land eða verður það innan skamms fyrst og fremst orðið með svipmóti framkvæmdagleði mannsins? Mjög sækir í það horf.“
Orð hans eiga sérstaklega vel við í dag, á degi íslenskrar náttúru.
Evrópska rannsóknarverkefnið MEDiate er komið á lokametrana eftir þriggja ára samstarf 18 aðila frá sjö Evrópulöndum. Verkefnið miðar að því að þróa nýjar aðferðir til áhættustjórnunar vegna náttúruvár og var nýlega haldin vinnustofa á Veðurstofu Íslands með fulltrúum frá íslenskum og breskum þróunarhópum.
Lesa meiraÁgúst var hlýr, þá sérstaklega síðari hluti mánaðarins. Að tiltölu var hlýjast inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli þ. 16. og er það hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst. Talsvert hvassviðri var á sunnan- og vestanverðu landinu um verslunarmannahelgina.
Lesa meiraÚrkoma hefur minnkað á Austfjörðum eftir tvo úrkomusama daga og engar fregnir hafa borist af skriðuföllum. Sjatnað hefur í lækjum og ám og spáð er skúrum næstu daga en ekki samfelldri úrkomu. Með minnkandi vatni í jarðvegi dregur úr skriðuhættu, þótt líkur á skriðuföllum fylgi áfram úrkomu víða um land.
Lesa meiraÚrstreymið efst í austanbylgjunum getur auðveldað uppstreymi, jafnvel dregið upp loft að neðan sem þá kólnar. Sé það loft rakamettað byrjar raki þess að þéttast.
Lesa meira