Norðaustan 8-15 og rigning, hvassast nyrst. Dregur úr vindi og úrkomu á morgun og birtir til seinnipartinn. Hiti 5 til 10 stig, en 8 til 12 stig á morgun.
Spá gerð: 13.09.2025 10:55. Gildir til: 15.09.2025 00:00.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt, 5-13 m/s og smásúld austanlands og á annesjum norðanlands, en yfirleitt bjartara vestanlands og stöku skúrir síðdegis. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast vestanlands.
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustlæg átt, 5-13, skýjað og dálítil væta norðaustantil, en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands og þurrt að mestu. Kólnar smám saman í veðri.
Á föstudag:
Útlit fyrir vaxandi norðaustlæga átt, strekkingur eða allhvöss og fer að rigna suðaustantil undir kvöld.
Spá gerð: 13.09.2025 08:37. Gildir til: 20.09.2025 12:00.