Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum, en léttir til í nótt. Stöku él annað kvöld. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 15.11.2025 09:40. Gildir til: 17.11.2025 00:00.
Á mánudag:
Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, en vestlægari syðst. Snjókoma eða slydda á austanverðu landinu framan af degi, annars víða él, en léttir til á vesturhluta landsins seinnipartinn. Hiti nærri frostmarki að deginum, en kólnar síðan heldur.
Á þriðjudag:
Norðlæg átt, 8-15 m/s og dálítil él austanlands, en yfirleitt mun hægara og bjart í öðrum landshlutum. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á miðvikudag:
Hæg breytileg átt, víða bjartviðri og talsvert frost, en þykknar smám saman upp á vestanverðu landinu og hlýnar þar.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir sunnan- og suðaustanstrekking með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu víða um land, en einkum þó syðra. Hlýnandi veður.
Á föstudag:
Líklega breytilegar áttir, víða dálítil rigning eða slydda, en síðar snjókomu og heldur kólnadi veður.
Spá gerð: 15.11.2025 09:43. Gildir til: 22.11.2025 12:00.