Hæg breytileg átt og bjart með köflum, frost 0 til 5 stig. Suðvestan 5-10 í kvöld og þykknar upp með dálítilli snjókomu eða slyddu. Lægir á morgun og styttir upp, hiti um eða yfir frostmarki.
Spá gerð: 18.11.2025 09:54. Gildir til: 20.11.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Gengur í suðaustan 10-18 m/s með rigningu eða slyddu, en hægari og þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýnandi, hiti 2 til 9 stig seinnipartinn.
Á föstudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir eða slydduél, en styttir upp á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Hæg breytileg átt og líkur á stöku éljum, einkum við ströndina. Frost víða 0 til 5 stig.
Á sunnudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil snjókoma við suður- og austurströndina, annars þurrt að mestu. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Norðlæg átt og él, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Áfram svalt.
Spá gerð: 18.11.2025 08:30. Gildir til: 25.11.2025 12:00.