Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðaustlæg átt, 10-18 m/s, hvassast við suðvesturströndina og á Vestfjörðum. Rigning sunnan- og vestanlands, jafnvel talsverð suðaustanlands, en annars úrkomulítið. Hlýnandi.
Dregur úr úrkomu vestanlands í dag og dregur úr vindi seinnipartinn. Hiti 2 til 10 stig í dag.
Spá gerð: 20.12.2025 00:59. Gildir til: 21.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag (vetrarsólstöður):
Suðaustan 5-13 m/s, hvassast við suðvesturströndina. Bjart með köflum fyrir norðan, en smáskúrir sunnan heiða. Hiti 0 til 9 stig, svalast í innsveitum.

Á mánudag:
Suðaustan 8-15, hvassast við suðvesturströndina. Skúrir, einkum síðdegis, en yfirleitt úrkomulítið, en skýjað með köflum fyrir norðan. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag (Þorláksmessa):
Suðvestlæg átt, 5-13 og dálítil rigning eða slydda af og til, kólnar um tíma. Vaxandi sunnanátt um kvöldið og hlýnar aftur með rigningu vestantil.

Á miðvikudag (aðfangadagur jóla):
Útlit fyrir hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu, en úrkomuminna norðaustanlands. Hiti 5 til 12 stig.

Á fimmtudag (jóladagur):
Snýst smám saman í suðvestanátt með éljum, en stíf sunnanátt með rigningu austast. Kólnar í veðri.

Á föstudag (annar í jólum):
Ákveðin vestlæg átt með éljum, en þurrt austanlands. Hiti nálægt frostmarki.
Spá gerð: 19.12.2025 20:47. Gildir til: 26.12.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Skil frá lægð suðvestur í hafi ganga inn á landið í kvöld. Þá gengur í austan og suðaustan 10-18 m/s með rigningu og hlýnar í veðri, hvassast við suðvesturströndina. Yfirleitt hægari vindur og þurrt að kalla á Norðausturlandi í kvöld.

Á morgun verður austlæg átt, 8-15 og rigning með köflum, en samfelldari úrkoma á Suðausturlandi og Austfjörðum og hvassari vindstrengir syðst á landinu. Dregur smám saman úr vindi þegar líður á daginn og styttir upp um landið norðan- og vestanvert undir kvöld. Hiti 2 til 10 stig að deginum, mildast syðst.
Spá gerð: 19.12.2025 15:08. Gildir til: 21.12.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica