Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 8-15 m/s, hægari norðaustanlands, en 10-18 syðst. Rigning, slydda eða súld með köflum um landið austanvert, og einnig við norðurströndina, en bjart að mestu suðvestanlands.
Hvessir enn frekar allra syðst á morgun.
Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 06.12.2025 04:01. Gildir til: 07.12.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan 8-15 m/s, en 13-20 syðst. Rigning eða slydda með köflum á austanverðu landinu, úrkomuminna á Vestfjörðum, en lengst af þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 0 til 7 stig.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðaustan og austan 8-15, en hvassari syðst. Slydda eða rigning með köflum, en þurrt að mestu um landið vestanvert. Heldur svalara.

Á fimmtudag:
Austlæg átt og rigning eða snjókoma með köflum, en úrkominna um landið norðanvert fram eftir degi. Lægir syðst seinnipartinn.

Á föstudag:
Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt með dálítilli vætu syðst, en annars þurrt. Fremur milt í veðri.
Spá gerð: 05.12.2025 20:14. Gildir til: 12.12.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Eins og undanfarna daga beina hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði suður í hafi til okkar norðaustlægri átt, víða kaldi eða strekkingur í dag. Það hefur verið lítilsháttar úrkoma á austanverðu landinu og við norðurströndina, ýmist rigning, slydda, snjókoma eða þokusúld, en suðvestanlands létti til þegar leið á daginn. Hiti víða 0 til 7 stig, en svalara á Norðaustur- og Austurlandi.

Það er litlar breytingar að sjá til morguns, en þó hlýnar heldur fyrir austan.

Á sunnudag er svo útlit fyrir sömu þrálátu norðaustanáttina, en þá bætir heldur í vind, einkum syðst á landinu.
Spá gerð: 05.12.2025 15:38. Gildir til: 07.12.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica