Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Vaxandi norðanátt í kvöld, 10-18 m/s í nótt og á morgun, en 18-25 á Suðausturlandi og Austfjörðum. Snjókoma austanlands fram á morgun, annars víða él, en úrkomulítið sunnanlands. Frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 11.01.2026 15:15. Gildir til: 13.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðvestan 10-18 m/s austanlands, annars hægari vindur. Bjart með köflum, en sums staðar dálítil él um landið vestan- og norðanvert. Frost 3 til 12 stig.

Á miðvikudag:
Breytileg átt 5-13. Svolítil snjókoma norðantil á landinu, en úrkomulaust í öðrum landshlutum. Frost 1 til 10 stig.

Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 5-13. Þurrt að mestu á Vesturlandi, annars snjókoma eða slydda með köflum og síðar rigning við austurströndina. Hlýnandi veður.

Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt. Snjókoma eða slydda með köflum norðantil á landinu, annars úrkomulítið. Frost 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Útlit fyrir hægt vaxandi suðaustanátt með dálítilli snjókomu sunnan- og vestanlands, síðar rigning eða slydda á þeim slóðum. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður.
Spá gerð: 11.01.2026 08:55. Gildir til: 18.01.2026 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Það eru dýpkandi lægðir suðaustur og austur af landinu sem stýra veðrinu hjá okkur á næstunni. Það er því útlit fyrir vaxandi norðanátt í kvöld. Víða strekkingur eða allhvass vindur í nótt og allan morgundaginn, en á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við hvassviðri eða stormi og líka einnig um tíma í vindstrengjum á Suðurlandi. Búast má við snjókomu austanlands í kvöld, nótt og framan af morgundegi. Að öðru leyti verður víða viðloðandi éljagangur. Þurrt sunnan heiða í nótt og fram eftir degi á morgun, en búast má við að dálítið af éljum nái að slæðast suður yfir heiðar eftir hádegi á morgun. Áfram frost um mestallt land, en vægara en verið hefur undanfarið.

Eins og áður sagði gera spár ráð fyrir að styrkur norðanáttarinnar haldi velli á morgun. Annað kvöld fer smám saman að draga úr vindi.

Enn allhvöss norðvestanátt austanlands framan af þriðjudegi, en annars staðar skaplegt veður á landinu á þeim degi og lítil úrkoma heilt yfir. Herðir aftur á frostinu.
Spá gerð: 11.01.2026 15:34. Gildir til: 13.01.2026 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica