Suðvestan 5-13 m/s og víða skúrir eða slydduél og hiti 2 til 7 stig, en hægari austlæg átt norðantil og slydda eða snjókoma með köflum og hiti kringum frostmark.
Suðvestan 5-13 í dag og víða skúrir, en lengst af þurrt á Norður- og Austurlandi. Sunnan 3-10 í kvöld og súld syðst. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast austast.
Spá gerð: 25.03.2025 00:07. Gildir til: 26.03.2025 00:00.
Á miðvikudag:
Gengur í austan og norðaustan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu norðantil og hita 0 til 5 stig, en suðlæg átt, 8-15 og rigning með köflum S- og V-lands með hita 2 til 7 stig. Snýst í suðvestan 13-18 syðst á landinu um kvöldið og hvessir heldur á Vestfjörðum.
Á fimmtudag:
Norðaustan 10-18 m/s, hvassast á Vestfjörðum, en mun hægari sunnan heiða. Víða snjókoma með köflum og vægt frost, en skúrir eða él sunnantil með hita 0 til 6 stig.
Á föstudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s, en austlægari syðst. Allvíða él og frost 0 til 8 stig, minnst syðst.
Á laugardag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og él við suðurströndina, en annars úrkomulítið. Áfram svalt í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir að gangi í hvassa suðaustátt með slyddu, en síðan rigningu sunnan- og vestantil og hlýnar í veðri.
Á mánudag:
Líklega suðvestlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið eystra og milt veður.
Spá gerð: 24.03.2025 19:55. Gildir til: 31.03.2025 12:00.