Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austlæg átt 3-10 m/s, en 10-15 syðst. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil él eða skúrir. Rigning af og til sunnanlands undir kvöld.

Austan og norðaustan 5-13 á morgun, hvassast norðvestantil, en 13-18 við suðurströndina. Styttir upp, en léttir til á vestanverðu landinu.

Hiti yfirleitt á bilinu 2 til 6 stig yfir daginn.
Spá gerð: 05.11.2025 07:33. Gildir til: 07.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Austan og norðaustan 5-13, allhvasst norðvestantil, en 15-20 meðfram suðurströndinni. Bjart með köflum og þurrt að mestu, en skýjað austantil og dálítil él um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Norðaustan 8-15, hvassast norðvestantil og með suðurströndinni. Víða rigning eða slydda norðan- og austantil en annars úrkomulítið. Hlýnar í veðri, hiti 0 til 8 stig um kvöldið, mildast sunnanlands.

Á sunnudag og mánudag:
Norðaustanátt og rigning með köflum, talsverð úrkoma á suðaustanverðu landinu, en þurrt að mestu suðvestan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Norðan- og norðustanátt og rigning eða snjókoma norðan- og austantil. Kólnar í veðri.
Spá gerð: 05.11.2025 08:12. Gildir til: 12.11.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægðar halda sig suður af landinu næstu daga og austlægar áttir verða ríkjandi.

Í dag verður austan 5-10 m/s, en 10-15 syðst eftir hádegi. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil él eða skúrir. Rigning með köflum sunnanlands undir kvöld. Hiti 2 til 6 stig.

Á morgun verður austan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum og við suðurströndina. Léttir til á vestanverðu landinu, skýjað en þurrt fyrir austan. Hiti breytist lítið.

Á föstudag verður austan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast úti við sjóinn syðst á landinu. Skýjað austanlands og við suðurströndina, en úrkomulítið. Annars bjart að mestu. Kólnar ívið í veðri, hiti 0 til 5 stig yfir daginn.

Yfir helgi gera spár ráð fyrir áframhaldandi austlægum áttum. Frekar vætusamt á sunnan- og austanverðu landinu, en lengst af þurrt norðan- og norðvestantil. Hlýnar aftur í veðri einkum sunnanlands. Hiti 3 til 10 stig á sunnudag.
Spá gerð: 05.11.2025 04:26. Gildir til: 06.11.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica