Austan 8-15 m/s og væta með köflum, en að mestu þurrt norðan- og vestanlands. Hiti 1 til 8 stig. Bætir í vind í kvöld, einkum sunnantil, með samfelldri rigningu suðaustan- og austantil.
Austan 13-20 m/s og rigning á morgun, einkum suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið á Norðurlandi.
Spá gerð: 21.01.2026 15:02. Gildir til: 23.01.2026 00:00.
Á föstudag:
Víða 8-15 m/s, en 13-20 sunnan- og suðvestantil. Skúrir eða él suðaustan- og austanlands, annars þurrt að mestu. Heldur kólnandi.
Á laugardag og sunnudag:
Austanátt og skúrir eða él sunnantil og á Austfjörðum, en bjart með köflum norðan heiða. Áfram strekkingur eða allhvasst með Suðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost á Norður- og Austurlandi.
Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir svipað veður áfram.
Spá gerð: 21.01.2026 08:24. Gildir til: 28.01.2026 12:00.
Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu stýrir nú veðrinu hjá okkur og veldur þrálátri og vætusamri, en fremur hlýrri, austanátt næstu daga, einkum sunnan- og austantil.
Í dag hefur víða verið 8-15 m/s og rigning, slydda eða él um sunnan- og austanvert landið, en hvassari vindstrengir við Suðurströndina.
Heldur hvassara verður svo um allt land á morgun, en þó einkum syðst og á austanverðu Norðvesturlandi, og bætir þar í úrkomu með samfelldri rigningu.
Á fimmtudag verður áfram svipað veður, en á föstudag dregur svo hægt úr vindi og úrkomu og kólnar heldur.
Spá gerð: 21.01.2026 16:34. Gildir til: 23.01.2026 00:00.