Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestanátt, víða 3-10 m/s, en 8-13 á norðanverðu Snæfellsnesi og við suðausturströndina í dag. Skýjað og sums staðar smáskúrir, en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustan- og austanlands.

Súld eða dálítil rigning á vestanverðu landinu á morgun og skúrir norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið á Suðausturlandi. Heldur svalara.
Spá gerð: 09.07.2025 07:26. Gildir til: 11.07.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil væta með köflum, að bjartviðri norðaustan- og austanlands, en fer að rigna þar um kvöldið. Hiti 11 til 18 stig.

Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt og súld, en að mestu þurrt norðantil. Fer að rigna á suðausturlandi um kvöldið. Hiti 12 til 20 stig.

Á sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt, skýjað og sums staðar dálítil væta, en yfirleitt bjart á Austurlandi. Fremur hlýtt.

Á mánudag og þriðjudag:
Norðaustan- og norðanátt, bjartviðri og hlýtt í veðri, en svalara í þokulofti við austurströndina.
Spá gerð: 09.07.2025 08:12. Gildir til: 16.07.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Það er nærri kyrrstæð lægð fyrir vestan land og því suðvestlæg átt hjá okkur, gola eða kaldi en heldur hvassara á norðanverðu Snæfellsnesi og við suðausturströndina í dag. Yfirleitt þurrt og nokkuð bjart veður á Norður- og Austurlandi, annars skýjað og sums staðar dálitlar skúrir. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.

Á morgun er spáð mildu veðri áfram og vætu með köflum víða um land, þó síst á Suðausturlandi.
Spá gerð: 09.07.2025 06:30. Gildir til: 10.07.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica