Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 8-15 m/s, en heldur hvassara á Snæfellsnesi. Dálítil rigning eða súld, en að mestu léttskýjað norðaustantil.
Suðaustan 3-10 á morgun og lítilsháttar væta eða stöku skúrir, en bjart með köflum norðaustanlands.
Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Spá gerð: 25.05.2024 04:58. Gildir til: 26.05.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag og þriðjudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Líkur á þokumóðu við ströndina. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast inn til landsins.

Á miðvikudag:
Norðvestlæg átt, 3-10 m/s, hvassast við suðurströndina. Allvíða rigning, en bjart með köflum á Austfjörðum og á Suðausturlandi. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast suðaustanlands.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt með vætu sunnan- og vestantil, en annars þurrt. Hiti 7 til 13 stig.

Á föstudag:
Útlit fyrir breytilega átt og þurrt víðast hvar en vaxandi suðlæga átt með rigningu á vesturhelmingi landsins undir kvöld. Heldur svalara.
Spá gerð: 25.05.2024 08:18. Gildir til: 01.06.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægð gærdagsins mjakast vestur til Grænlands og í leiðinni fjarlægast skilin landið. Núna í morgunsárið er enn nokkuð hvasst vestanlands en annars er vindur yfirleitt á bilinu 5-10 m/s. Skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítilsháttar væta suðaustanlands og að mestu léttskýjað norðaustantil. Lægðin bar með sér hlýtt loft og því er von á háum hitatölum, einkum þar sem sólar nýtur og ekki loku fyrir það skotið að hiti fara uppí 20 stig á Norðurlandi eystra.

Á morgun er síðan útlit fyrir fremur hæga suðaustanátt með lítilsháttar vætu eða stöku skúrum og hita á bilinu 8 til 16 stig en áfram bjart og hiti að 20 stigum norðaustanlands.
Spá gerð: 25.05.2024 06:48. Gildir til: 26.05.2024 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica