Gengur í sunnan 10-18 m/s með samfelldri rigningu vestantil, dálítil væta á Suðausturlandi, en annars léttskýjað. Hiti 6 til 13 stig. Suðvestlægari í nótt og kólnar talsvert um land allt, víða rigning eða slydda um tíma, en snjókoma til fjalla.
Vestan og suðvestan 10-18 á morgun og lítilsháttar él, hvassast norðantil. Slydda eða rigning austanlands í fyrstu, en léttir síðan til þar. Úrkomulaust að kalla seinnipartinn og dregur úr vindi. Hiti víða 0 til 4 stig.
Spá gerð: 25.12.2025 18:06. Gildir til: 27.12.2025 00:00.
Á laugardag:
Vaxandi suðvestanátt norðanlands, 10-18 m/s þar seinnipartinn, en annars mun hægari vindur. Skýjað vestantil, sums staðar dálítil væta og hiti 0 til 6 stig, en léttskýjað og svalara um landið austanvert.
Á sunnudag:
Suðvestan og vestan 5-13 m/s, skýjað að emstu og dálítil væta á stöku stað, en bjart með köflum austantil. Hiti víða 0 til 6 stig.
Á mánudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en líkur á stöku skúrum eða éljum norðan- og vestantil. Heldur kólnandi veður.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt og skýjað með köflum, en dálítil él á víð og dreif. Hiti nærri frostmark.
Á miðvikudag (gamlársdagur):
Útlit fyrir ákveðna vestan- og síðan norðvestanátt og víða dálitla úrkomu, en þurrviðri suðaustanlands. Fremur svalt í veðri.
Spá gerð: 25.12.2025 07:55. Gildir til: 01.01.2026 12:00.
Suðlæg átt, kaldi eða strekkingur og súld eða dálítil rigning með köflum og milt veður, en léttskýjað norðaustanlands. Enn er hætta á grjóthruni og skriðum og eru ferðalangar því beðnir að fara gætilega í bröttu fjallendi.
Kuldaskil nálgast úr vestri, en bætir þá heldur í vind í kvöld og úrkoman þéttist vestanlands. Skilin ganga austur yfir land í nótt og kólnar snögglega í kjölfarið, rigning eða slydda víða um land um tíma og snjókoma til fjalla.
Vestan og suðvestanstrekkingur eða allhvasst á morgun og lítilsháttar él, en slydda eða rigning austast framan af morgni með hita nærri frostmarki. Rofar til seinnipartinn og dregur smám saman úr vindi.
Útlit fyrir suðvestlæg átt um helgina, dáliltar skúrir eða él víð og dreif og hlýnar aftur.
Spá gerð: 25.12.2025 15:46. Gildir til: 27.12.2025 00:00.