Hægviðri eða hafgola í dag og víða bjartviðri, en sum staðar þokubakkar við norðurströndina og líkur á skúrum sunnantil í kvöld.
Suðaustan 5-13 m/s á morgun, hvassast á Snæfellsnesi. Skýjað að mestu og einhverjir skúrir sunnan- og vestanlands, en yfirleitt bjart á Norðaustur- og Austurlandi.
Hiti 14 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands, en svalara þar sem þokan nær að komast inn á land.
Spá gerð: 15.07.2025 07:27. Gildir til: 17.07.2025 00:00.
Á fimmtudag:
Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og víða skúrir, en úrkomulítið fyrir austan. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á föstudag:
Norðaustan 3-8 m/s, skýjað með köflum og dálítil væta seinnpartinn, einkum sunnantil. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands.
Á laugardag og sunnudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað að mestu og víða skúrir, einkum inn til landsins síðdegis. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Útlit fyrir austlæga átt, útkomulítið og áfram hlýtt í veðri.
Spá gerð: 15.07.2025 07:57. Gildir til: 22.07.2025 12:00.
Víðáttumikil lægð vestur af Írlandi og hæðir norðaustur og vestur af landinu stýra veðrinu í dag. Útlit er fyrir fremur hægan vind eða hafgolu og víða bjart veður, en líkur á þokubökkum við norðurströndina. Hlýjast verður á Norðausturlandi, þar hiti náð að 28 stigum í dag, en hiti getur einnig farið yfir 20 stig víða inn til landsins. Svalast verður í þokulofti við norðurströndina í dag.
Á morgun þykknar upp sunnan- og vestanlands með dálitlum skúrum. Áttin verður suðaustlæg, víða gola eða kaldi og áfram bjart veður norðaustanlands og hlýtt þar.
Spá gerð: 15.07.2025 06:39. Gildir til: 16.07.2025 00:00.