Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðvestan 5-13 m/s og skúrir, en yfirleitt bjart á Norðaustur- og Austurlandi.

Sunnan og suðvestan 5-10 á morgun. Áfram skúrir, en yfirleitt léttskýjað norðaustan- og austanlands.

Hiti 8 til 20 stig að deginum, hlýjast norðaustantil.
Spá gerð: 23.06.2024 21:58. Gildir til: 25.06.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðvestan 5-13 m/s og skúrir. Yfirleitt bjart norðaustan- og austantil en líkur á stöku síðdegisskúrum þar. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8, skúrir á víð og dreif og hiti 8 til 15 stig, svalast norðvestantil. Þykknar upp og fer að rigna sunnan- og austantil seinnipartinn.

Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt 5-10 og rigning, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.

Á föstudag:
Norðvestanátt og bjart með köflum en skýjað og sums staðar rigning fyrir norðan. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Útlit fyrir vestlæga átt. Bjart með köflum en skýjað með dálítilli vætu suðvestantil um kvöldið. Hiti 11 til 16 stig.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt. Rigning um sunnan- og vestanvert landið en bjart norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig.
Spá gerð: 23.06.2024 20:06. Gildir til: 30.06.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Úrkomusvæði næturinnar og morgunsins er á komið norður af landinu og við er tekin suðvestanátt með skúrum en byrjað er að létta til um norðvestanvert landið. Hiti frá 6 stigum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra upp í 20 stig austanlands.

Útlit fyrir svipað veður fram í miðja vikuna, suðvestlæga átt og skúrir en yfirleitt léttskýjað norðaustan og austanlands. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Spá gerð: 23.06.2024 15:50. Gildir til: 24.06.2024 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica