Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en dálítil él á stöku stað við norður- og vesturströndina. Frost víða 0 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt vestanlands seint í kvöld.
Suðlæg átt 5-13 m/s á morgun og rigning, slydda eða snjókoma með köflum. Fyrst vestanlands en austanlands eftir hádegi. Hægari vestlæg átt og dálitlar skúrir eða slydduél á vestanverðu landinu eftir hádegi. Hlýnandi, hiti um eða yfir frostmarki síðdegis á morgun.
Spá gerð: 24.11.2025 07:48. Gildir til: 26.11.2025 00:00.
Á miðvikudag:
Breytileg átt 3-10 og él eða slydduél, en úrkomulítið um landið suðaustanvert. Hiti um eða undir frostmarki. Vaxandi austanátt við suðurströndina um kvöldið.
Á fimmtudag:
Norðaustan 10-18, en stormur við suðausturströndina. Snjókoma eða slydda, en úrkomuminna á Norður- og Vesturlandi. Frostlaust með suðurströndinni, en annars 0 til 7 stiga frost.
Á föstudag:
Norðan 10-15 en hægari síðdegis. Snjókoma eða él, en þurrt að mestu sunnan heiða. Frost 0 til 6 stig.
Á laugardag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil él á víð og dreif. Frost 2 til 14 stig.
Á sunnudag:
Austlæg átt, 10-18 m/s og slydda eða snjókoma með köflum. Hlýnar í veðri.
Spá gerð: 24.11.2025 09:44. Gildir til: 01.12.2025 12:00.
Eins og undanfarna daga verður veður með rólegasta móti á landinu í dag, hæg breytileg átt og bjart með köflum, en dálítil él á stöku stað við norður- og vesturströndina. Frost víða 0 til 8 stig.
Hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp vestanlands í kvöld.
Á morgun ganga skil austur yfir landið. Þeim fylgir úrkoma með köflum um allt land, ýmist rigning, slydda eða snjókoma en vindur verður ekki tiltakanlega mikill. Þó má búast við snörpum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi um tíma í fyrramálið.
Hlýnar í veðri, hiti um eða yfir frostmarki seinnipartinn, og þá mun hafa dregið talsvert úr úrkomunni á vestanverðu landinu.
Á miðvikudag er svo útlit fyrir breytilega átt með éljum eða slydduéljum, en lengst af þurru veðri um landið suðaustanvert.
Spá gerð: 24.11.2025 06:39. Gildir til: 25.11.2025 00:00.