Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Suðaustan 8-15 m/s og skúrir eða él, hægari þurrt á Norðurlandi. Hiti víða 0 til 6 stig.
Snýst í hægari austanátt á morgun, rigning eða slydda á austanverðu landinu seinnipartinn og styttir þá upp vestantil.
Spá gerð: 19.01.2026 15:34. Gildir til: 21.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Gengur í austan 8-15 m/s. Væta með köflum, en úrkomulítið á Norður- og Vesturlandi. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst. Samfelld rigning suðaustan- og austantil undir kvöld.

Á fimmtudag:
Austan 10-18 og rigning, en lengst af úrkomulítið á Norður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á föstudag og laugardag:
Austan 5-13, en 13-18 syðst. Dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu um landið vestanvert. Kólnar í veðri.

Á sunnudag:
Norðaustan- og austanátt og él, en þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Fremur svalt.
Spá gerð: 19.01.2026 08:36. Gildir til: 26.01.2026 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í gær og í dag þokuðust skil norðaustur yfir landið með ákveðinni suðaustanátt og vætusömu veðri. Nú síðdegis fjarlægast þau og það birtir til á Norður- og Norðausturlandi, en sunnan strekkingur og skúrir eða él fylgja krappri smálægð við vesturströndina.


Á morgun snýst í fremur rólega austanátt, áfram skúrir eða él, en þurrt að mestu fyrir norðan. Síðdegis gengur úrkomusvæði inn yfir austur hluta landsins með rigningu eða slyddu en þá styttir upp vestantil. Hiti víða 0 til 6 stig.
Spá gerð: 19.01.2026 16:16. Gildir til: 21.01.2026 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica