Gengur í suðaustan 10-18 m/s, en hvassara á norðanverðu Snæfellsnesi. Rigning og súld, en hægari og þurrt norðaustanlands. Hlýnar í veðri og hiti víða 3 til 8 stig seinnipartinn. Lægir vestantil í kvöld og nótt.
Vestlæg eða breytileg átt á morgun, 3-10 m/ og skúrir eða jafnvel slydduél í flestum landshlutum. Hiti 0 til 6 stig, mildast við ströndina.
Spá gerð: 20.11.2025 07:33. Gildir til: 22.11.2025 00:00.
Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku él. Frost 0 til 12 stig, kaldast inn til landsins.
Á þriðjudag:
Gengur í sunnan - og suðaustankalda með rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en þurrt að kalla og kringum frostmark eystra.
Á miðvikudag:
Líkur á norðanátt með éljum á norðanverðu landinu, en vestlægari og úrkomulítið syðra. Hiti við frostmark.
Spá gerð: 20.11.2025 07:57. Gildir til: 27.11.2025 12:00.
Í dag kemur lægð upp Grænlandssund og skil hennar fara yfir landið. Gera spár ráð fyrir að skilin komi fyrst upp að landinu kringum hádegi allra vestast.
Þetta er frekar hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi en á norðanverðu Snæfellsnesi gæti slegið í storm um tíma og þar verða líklegast sterkustu hviðurnar líka. Í kvöld lægir hratt þegar skilin fara yfir, vindur verður vestlægari og úrkoman færist yfir í skúri. Þegar best lætur gæti hiti farið í 8 til 10 stig, en víðast hvar má búast við 3 til 8 stiga hita. Á Norðaustur- og Austurlandi verður hægari vindur og þurrt og hlánar þar ekki fyrr en seint í kvöld.
Veðrið virðist síðan ætla að róast fljótt aftur. Á morgun og sérstaklega um helgina er útlit fyrir hæga breytilega átt víðast hvar. Væntanlega verður vart við smávegis úrkomu í flestum landshlutum og það kólnar smám saman og inn til landsins getur frost farið niðurfyrir 10 stiga frost eftir morgundaginn.
Spá gerð: 20.11.2025 06:40. Gildir til: 21.11.2025 00:00.