Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Breytileg átt 3-10 m/s og víða dálítil él eða snjókoma, en þurrt að mestu suðvestantil.
Vaxandi norðaustanátt seint í kvöld við austurströndina með dálítilli snjókomu eða slyddu, dregur úr frosti.

Gengur í norðaustan 20-28 suðaustantil á morgun, annars 13-20. Snjókoma eða slydda með köflum, en síðar rigning. Talsverð eða mikil úrkoma á austanverðu landinu. Gengur í norðaustan 18-25 norðvestan- og vestantil síðdegis en dregur úr vindi á Suðausturlandi. Hiti 2 til 11 stig, mildast sunnantil.
Spá gerð: 30.10.2025 15:24. Gildir til: 01.11.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Minnkandi norðaustanátt, 5-13 m/s síðdegis, en 13-18 norðvestantil fram á kvöld. Rigning eða slydda með köflum, en snjókoma og skafrenningur á Vestfjörðum. Talsverð rigning austan- og suðaustantil. Hiti 1 til 9 stig, mildast sunnanlands.

Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 og snjókoma norðvestantil, en dregur úr ofankomu síðdegis. Annars hægari með lítilsháttar vætu. Hiti 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á mánudag:
Gengur í austan og norðaustan 8-15. Víða rigning eða slydda, en úrkomuminna norðvestantil. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Suðlæg eða breytileg átt og víða rigning eða slydda, en lengst af þurrt austanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir austlæga átt með éljum eða slydduéljum, en þurrt að mestu norðantil. Hiti í kringum frostmark.
Spá gerð: 30.10.2025 08:13. Gildir til: 06.11.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í kvöld verður suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Dálítil snjókoma á víð dreif og dregur smám saman úr frosti.

Á morgun gengur í norðaustan hvassviðri eða storm. Norðaustan 13-20 m/s, en allt að 28 m/s á suðaustanverðu landinu. Dregur aðeins úr vindi suðaustantil þegar líður á daginn, en hvessir þá norðvestanlands í 18-25 m/s seinnipartinn. Rigning eða slydda um mest allt land, en talsverð eða mikil úrkoma austanlands. Ört hækandi hitastig, 4 til 11 stig um hádegi.

Þetta umhleypingasama veður veldur allskonar leiðindum og vegna þess hafa verið gefnar út viðvaranir vegna vinds, asahláku og úrkomu. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám. Auk þess myndast glerhálka á þjöppuðum snjónum sem er á suðvesturhorninu og getur skapast mikil hætta.
Spá gerð: 30.10.2025 15:22. Gildir til: 01.11.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica