Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðan 10-18 m/s, en 18-25 á Suðausturlandi og Austfjörðum. Snjókoma eða él, en yfirleitt úrkomulítið sunnanlands. Frost 0 til 6 stig.

Norðvestan 13-20 á morgun, en mun hægari um landið vestanvert. Snjókoma fyrir norðan, en bjart með köflum sunnan heiða. Herðir á frosti. Dregur smám saman úr vindi eftir hádegi.
Spá gerð: 12.01.2026 15:04. Gildir til: 14.01.2026 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Lítilsháttar snjókoma norðantil, en lengst af þurrt í öðrum landshlutum. Frost 1 til 10 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 5-10 og él, en þurrt um landið sunnanvert. Áfram svalt.

Á laugardag:
Breytileg átt 3-8 og úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og hlýnar sunnan- og vestanlands með slyddu eða rigningu um kvöldið.

Á sunnudag:
Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið fyrir norðan. Hægari suðlæg átt síðdegis og skúrir eða él. Kólnar heldur.
Spá gerð: 12.01.2026 08:01. Gildir til: 19.01.2026 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Lægð við Færeyjar beinir til okkar stífri norðlægri átt ásamt ofankomu, en yfirleitt er úrkomulítið sunnanlands. Á Suðausturlandi og Austfjörðum hefur verið stormur í dag, auk þess sem slegið hefur í storm í vindstrengjum við fjöll á Suðurlandi og við Faxaflóa. Hríðarveður er á austanverðu landinu og skafrenningur einnig, en þar hefur færð spillst víða í dag. Gular viðvaranir vegna vinds og hríðar eru í gildi á austanverðu landinu fram til morguns. Í kvöld er útlit fyrir að það hvessi á Norðurlandi eystra og bæti í ofankomu; þar tekur einnig gildi gul hríðarviðvörun.

Í fyrramálið verður lægðin fyrir norðaustan land og heldur farin að grynnast. Áttin verður því norðvestlæg, víða 13-20 m/s, en mun hægari vestantil. Áfram er búist við ofankomu á Norðurlandi en yfirleitt þurru veðri syðra. Herðir á frosti. Þegar líður á daginn dregur svo smám saman úr vindi.
Spá gerð: 12.01.2026 15:25. Gildir til: 14.01.2026 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica