Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan 5-10, en 10-15 með suðurströndinni. Bjart að mestu vestan- og norðanlands, en skúrir eða rigning með köflum suðaustantil.

Frost víða 0 til 5 stig, en kringum frostmark sunnanlands og hlýnar heldur þar á morgun.

Spá gerð 31.01.2026 18:26

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Málþing í Hofi: Aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga - 30.1.2026

Fimmtudaginn 12. febrúar fer fram málþing í Hofi á Akureyri undir yfirskriftinni Aðlögun sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga – frá áskorunum til aðgerða. Á málþinginu verður meðal annars kynnt fyrsta útgáfa leiðarvísis fyrir sveitarfélög um aðlögun að loftslagsbreytingum og fjallað um verkfæri sem styðja við ákvarðanatöku og aðlögun.

Lesa meira

Aldrei hafa fleiri rauðar viðvaranir verið gefnar út á einu ári og í fyrra - 30.1.2026

Alls voru 327 viðvaranir gefnar út árið 2025, sambærilegur fjöldi og síðustu tvö ár. Aldrei hafa fleiri rauðar viðvaranir verið gefnar út á einu ári, alls nítján talsins, og tengdust þær allar sunnan illviðri dagana 5. og 6. febrúar 2025. Oftast var varað við vindi og hríð, í 268 tilvikum. Flestar viðvaranir voru gefnar út á sunnan og vestanverðu landinu. Rauðar viðvaranir voru gefnar út á öllum spásvæðum nema á Vestfjörðum.

Lesa meira

Íslenskir jöklar rýrnuðu um 15 milljarða tonna 2024-2025 - 29.1.2026

Jökulárið 2024–2025 reyndist jöklum landsins þungt í skauti samkvæmt nýrri samantekt sem unnin var í samstarfi Landsvirkjunar, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnunar Íslands og byggir á greiningu afkomumælinga sem stofnanirnar sinna.

Lesa meira

Tíðarfar ársins 2025 - 28.1.2026

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig sem er 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og hefur aldrei verið hærri. Hiti var vel yfir meðallagi nær alla mánuði ársins. Tíðarfar vorsins var einstaklega gott. Vorið var það hlýjasta sem hefur verið skráð á landsvísu og maí var langhlýjasti maímánuður frá upphafi. Um miðjan maí var 10 daga löng hitabylgja yfir öllu landinu sem er sú mesta sem vitað er um hér á landi í maímánuði. Í heild var árið óvenju hægviðrasamt, illviðri voru fátíð og tíð góð. Það var tiltölulega blautt í byrjun árs en þurrt í árslok. Árið var snjólétt á landinu öllu.

Lesa meira

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 20.1.2026

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram og þrýstingur í kerfinu hækkar er kvikuhlaup úr Svartsengi og eldgos á Sundhnúksgígaröðinni líklegasta sviðsmyndin næstu vikurnar.  

Lesa meira

Saman erum við sterkari - 14.1.2026

Saman erum við sterkari. Kynningarfundur um samstarf HÍ og Veðurstofu Íslands í þágu rannsókna, uppbyggingar rannsóknainnviða og vöktunar náttúruvár. Samstarf stofnananna gegnir mikilvægu hlutverki í að efla vísindalega þekkingu, styrkja viðbúnaðargetu samfélagsins.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hnötturinn skyggður að hálfu nærri Íslandi

Vetrarsólhvörf 2010

Vetrarsólhvörf, eða vetrarsólstöður, eru þegar sól er lægst á lofti á norðurhveli jarðar og dagurinn stystur. Vetrarsólhvörf 2010 eru 21. desember kl. 23:38.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica