Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 10-18 m/s og dálítil væta, en hægari og þurrt að kalla norðan- og austanlands.

Suðaustan 5-13 á morgun, en 13-20 á Suðvestur- og Vesturlandi fram eftir morgni. Rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast norðantil.

Spá gerð 08.11.2024 21:24

Athugasemd veðurfræðings

Sunnan hvassviðri eða stormur á norðanverðu Snæfellsnesi í fyrramálið. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Sjá viðvörun.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 08.11.2024 21:24

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Tveir gígar

Lítíl skjálftavirkni hefur mælst við Sundhnúksgígaröðina síðan á mánudag - 8.11.2024

Uppfært 8. nóvember kl. 14:00

Aðfararnótt mánudagsins 4. nóvember mældist skammvinn jarðskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni. Síðan þá hefur jarðskjálftavirkni þar verið lítil og eingöngu fimm smáskjálftar mælst eftir hrinuna. Þó er líklegt að mikið hvassviðri síðustu daga hafi haft áhrif á getu jarðskjálftakerfisins til að nema allra smæstu skjálftana á svæðinu.

Lesa meira

Helgi Björnsson jöklafræðingur var gerður að heiðursfélaga í Alþjóðlega jöklarannsóknafélaginu - 4.11.2024

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið hefur gert Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga í samtökunum fyrir ævistarf sitt við jöklarannsóknir. 

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið er samstarfsvettvangur jöklafræðinga um heim allan og þar starfa flestir íslenskir jöklafræðingar sem m.a. vinna við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2024 - 1.11.2024

Október var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.

Lesa meira
Stefan_GG_1

Loftslagsrannsóknir benda til þess að líkur á breytingum á hringrás hafstrauma Atlantshafsins hafi verið stórlega vanmetnar - 19.10.2024

Núverandi losun gróðurhúsalofttegunda eykur hnattræna hlýnun en gæti leitt til óafturkræfra breytinga á hafstraumum sem hefðu staðbundna kólnun umhverfis Norður Atlantshafið í för með sér. Í ljósi mögulegra stórfelldra breytinga á hafhringrás í Norður Atlantshafi skrifaði hópur 44 vísindamanna frá 15 löndum bréf til Norrænu ráðherranefndarinnar, en afleiðingar þessara breytinga í hafstraumum myndu líklega bitna af mestum þunga á Norðurlöndum. 

Lesa meira

Tíðarfar í september 2024 - 3.10.2024

September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelmingi landsins.

Lesa meira

Nýr jarðskjálftamælir í Hítárdal - 3.10.2024

Nýr jarðskjálftamælir var settur upp nú í lok september í Hítárdal um 5 km NV við Grjótárvatn. Síðan í maí 2021 hafa af og til mælst jarðskjálftar við Grjótárvatn á Vesturlandi. Alls hafa mælst um 360 jarðskjálftar síðan vorið 2021 en mest mældust um 20 skjálftar í mánuði þangað til í ágúst 2024 en þá mældust tæplega 80 skjálftar á svæðinu.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

tveir regnbogar rísa upp frá sama stað

Speglaðir regnbogar

Regnbogar sem skarast hafa mismunandi miðpunkta sem hægt að útskýra með tilvist tveggja ljósgjafa. Algengasta ástæðan er sú, að sólarljósið speglast af sléttu yfirborði vatns og myndar þannig speglaðan ljósgjafa fyrir neðan sjóndeildarhringinn. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica