Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 8-15 m/s, hægari norðaustanlands, en 10-18 syðst. Rigning, slydda eða súld með köflum um landið austanvert, og einnig við norðurströndina, en bjart að mestu suðvestanlands.
Hvessir enn frekar allra syðst á morgun.
Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.

Spá gerð 06.12.2025 04:01

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga - 5.12.2025

Mælingar á Hofsjökli í nóvember sýna að leysing sumarsins 2025 var með þeim mestu sem mælst hafa. Ársafkoman reyndist næstneikvæðust frá upphafi mælinga og nýr sigketill kom í ljós á jöklinum sem þarf að hafa varann á framvegis. Hofsjökull fer því enn síminnkandi í hlýju loftslagi líkt og aðrir jöklar landsins. 

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2025 - 2.12.2025

Nóvember var kaldur og þurr um land allt. Að tiltölu var kaldast inn til landsins á Norðausturlandi. Það var óvenjulega þurrt á Suður- og Vesturlandi, þá sérstaklega fyrri hluta mánaðarins. Norðaustlægar áttir voru tíðar í mánuðinum, en vindur var tiltölulega hægur og tíð góð.

Lesa meira

Flutningur á veðurmælireit Veðurstofunnar: Marktækt rof í vindmælingum - 2.12.2025

Veðurstofa Íslands hefur birt skýrslu um samanburð á veðurmælingum í gamla og nýja mælireitnum við Háuhlíð. Niðurstöður sýna að flutningur mælireitsins árið 2017 hefur haft áhrif á nokkrar langtímamæliraðir, einkum vindmælingar, sem mælast hærri í nýja reitnum. Skýrslan fjallar um mun á mælingum, áhrif á veðurmet og nauðsyn leiðréttinga til að tryggja samræmi í gögnum.

Lesa meira

Magn kviku undir Svartsengi heldur áfram að aukast - 25.11.2025


  • Hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu tvær vikur. Áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi næstu vikurnar. Hættumat helst óbreytt til 9. desember, nema breytingar verði á virkninni.

Lesa meira

Framhlaup er hafið í Dyngjujökli - 19.11.2025

Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og líða um 20–30 ár að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Fólki er bent á að gæta sérstakrar varúðar á ferðalögum á Dyngjujökli þar sem sprungumyndun er líkleg á svæðum sem hafa verið greiðfær og ósprungin í 20 ár. Lesa meira

Fjölbreyttur hópur Neyðarkalla á Veðurstofunni - 14.11.2025

Veðurstofan hefur styrkt björgunarsveitir landsins með kaupum á Neyðarkallinum undanfarin ár. Í vikunni bættust tveir nýir kallar í hópinn frá björgunarsveitunum Kofra í Súðavík og Sæbjörgu á Flateyri, í tilefni 30 ára minningar um mannskæð snjóflóð. Afhending fór fram á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði, þar sem starfsfólk tók við köllunum frá formönnum sveitanna. Veðurstofan er stoltur bakhjarl björgunarsveita og þakkar þeim fyrir óeigingjarnt starf. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Lágský við Ísland

Lágský við Ísland

Samskipti lofts annars vegar en lands og sævar hins vegar voru mjög áberandi fyrstu 10 daga júlímánaðar. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica