Sunnan 5-10 m/s á morgun og rigning með köflum, en stöku síðdegisskúrir fyrir austan. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi.
Spá gerð 01.07.2025 21:26
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
3,5 | 30. jún. 21:22:38 | Yfirfarinn | 2,0 km NA af Bárðarbungu |
3,0 | 30. jún. 09:14:24 | Yfirfarinn | 6,8 km NNA af Hábungu |
2,6 | 30. jún. 23:20:44 | Yfirfarinn | 8,3 km N af Hábungu |
Í gærkvöld kl. 21:22 varð skjálfti í Bárðarbungu sem mældist 3,5 að stærð. Síðast varð skjálfti af sömu stærð þann 5. maí síðastliðinn.
Í gær kl. 09:15 varð skjálfti í Mýrdalsjökli af stærð M3,0. Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð þann 19. nóvember 2024.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 01. júl. 07:17
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Aukin rafleiðni mælist nú í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi en vatnshæð hefur ekki hækkað. Tilkynningar hafa borist Veðurstofu um brennisteinslykt á svæðinu. Fólk er beðið um að sýna aðgát við upptök árinnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 01. júl. 14:03
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | Barst ekki | Barst ekki | Barst ekki |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært 1. júlí 2025
Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Um 10 smáskjálftar mælast að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík. Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.
Ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.
Háskóli Íslands hefur tekið í notkun nýjan tölvusal með ofurtölvum og gagnageymslum í húsnæði Veðurstofu Íslands. Þetta er hluti af IREI (Icelandic Research e-Infrastructure) sem styður rannsóknir háskóla og rannsóknastofnana um allt land.
Samrekstur tölvusalsins styrkir samstarf Háskóla Íslands og Veðurstofunnar og eflir innviði fyrir rannsóknir, loftslagsmál, náttúruvá og alþjóðlegt vísindasamstarf. Áhersla er lögð á að þessir innviðir séu forsenda nákvæmra spáa, viðvarana og rannsókna, sérstaklega vegna loftslagsbreytinga, eldgosa, jarðskjálfta og flóða.
Lesa meiraÓvenjuleg hlýindi voru á landinu öllu í maí. Á landsvísu var þetta hlýjasti maímánuður frá upphafi mælinga. Mesta hitabylgja sem vitað er um hér á landi í maímánuði stóð yfir dagana 13. til 22. og sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir maímánuð á flestum veðurstöðvum landsins. Tíð var einmuna góð í mánuðinum, það var sólríkt, hægviðrasamt og allur gróður var óvenjulega snemma á ferð. Töluverðir vatnavextir voru í ám á Norðurlandi í byrjun mánaðar vegna leysinga í hlýindunum.
Lesa meira„Við getum ekki lengur hugsað um vatn sem sjálfsagðan hlut…“ Með þessum orðum setti Hildigunnur H. H. Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofu Íslands, Norrænu vatnafræðiráðstefnuna 2025 sem hófst í dag í Reykjavík.
Lesa meiraDagana 13. til 22. maí 2025 var óvenjuleg hitabylgja á landinu sem orsakaðist af langvarandi hæð við Færeyjar sem færðist síðan smám saman yfir Ísland. Hæðin beindi hlýju lofti úr suðri til landsins dögum saman. Þrátt fyrir að dæmi séu til um svipuð veðurskilyrði, er hitabylgjan þessa daga óvenjuleg og það er merkilegt hversu snemma árs hún átti sér stað, hversu lengi hún stóð og hversu útbreidd hún varð.
Magn ósons í háloftunum yfir Reykjavík hefur verið mælt daglega og nær óslitið síðan 1957. Það sýnir framsýni þáverandi yfirmanna Veðurstofunnar að taka þátt rannsóknum á ósonlaginu áður en grunsemdir um ósoneyðingu vegna mengunar af mannavöldum tóku að vakna.
Lesa meira