Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðan 8-15 m/s, hvassast austantil. Skúrir eða él á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu sunnanlands. Hiti 2 til 9 stig að deginum, mildast syðst, en víða líkur á næturfrosti.
Spá gerð 18.09.2025 03:49

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Hugsum okkur ekki aðeins tvisvar um heldur tíu sinnum – Oddur Sigurðsson heiðraður á degi íslenskrar náttúru - 16.9.2025

Á Umhverfisþingi í gær hlaut Oddur Sigurðsson jarð- og jöklafræðingur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Oddur hefur í meira en hálfa öld helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu um íslenska jökla, safnað 55.000 ljósmyndum sem varðveittar eru hjá Veðurstofunni og vakið heimsathygli með skjalfestingu á hvarfi Okjökuls. Í ávarpi hans kom meðal annars fram: „Kunnum við að varðveita okkar einstaka land eða verður það innan skamms fyrst og fremst orðið með svipmóti framkvæmdagleði mannsins? Mjög sækir í það horf.“ 
Orð hans eiga sérstaklega vel við í dag, á degi íslenskrar náttúru.

Lesa meira

Hættumat óbreytt en verður endurmetið að viku liðinni - 16.9.2025

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram og er nú metið um 8–9 milljónir rúmmetra frá síðasta eldgosi. Líkurnar á nýjum atburði aukast þegar magn nálgast 11–12 milljónir rúmmetra, sem gæti gerst í lok september. Reynslan sýnir þó að gos getur hafist við minna eða meira magn. Hættumatskortið er óbreytt til 23. september, þegar það verður endurskoðað á ný. Lesa meira
Hópur á svölum Veðurstofu Íslands.

MEDiate verkefnið á lokametrunum – alþjóðlegt samstarf um áhættustjórnun náttúruvár - 8.9.2025

Evrópska rannsóknarverkefnið MEDiate er komið á lokametrana eftir þriggja ára samstarf 18 aðila frá sjö Evrópulöndum. Verkefnið miðar að því að þróa nýjar aðferðir til áhættustjórnunar vegna náttúruvár og var nýlega haldin vinnustofa á Veðurstofu Íslands með fulltrúum frá íslenskum og breskum þróunarhópum.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2025 - 3.9.2025

Ágúst var hlýr, þá sérstaklega síðari hluti mánaðarins. Að tiltölu var hlýjast inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli þ. 16. og er það hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst. Talsvert hvassviðri var á sunnan- og vestanverðu landinu um verslunarmannahelgina.

Lesa meira

Minnkandi skriðuhætta og skúrir - 2.9.2025

Úrkoma hefur minnkað á Austfjörðum eftir tvo úrkomusama daga og engar fregnir hafa borist af skriðuföllum. Sjatnað hefur í lækjum og ám og spáð er skúrum næstu daga en ekki samfelldri úrkomu. Með minnkandi vatni í jarðvegi dregur úr skriðuhættu, þótt líkur á skriðuföllum fylgi áfram úrkomu víða um land.

Lesa meira

Tíðarfar það sem af er ári: Hlýindi, met og sögulegar hitatölur - 26.8.2025

Árið 2025 hefur hingað til einkennst af sögulegum hlýindum og nýjum hitametum. Maí var sá hlýjasti frá upphafi mælinga með tíu daga hitabylgju og nýtt landsmet, 26,6°C á Egilsstaðaflugvelli. Vorið var jafnframt það hlýjasta sem skráð hefur verið og júlí jafnaði metið frá 1933 sem hlýjasti júlí á landsvísu. Í ágúst mældist 29,8°C á Egilsstaðaflugvelli sem er hæsti hiti á landinu í nærri 80 ár og fyrstu sjö mánuðir ársins í Stykkishólmi voru þeir hlýjustu í 180 ára sögu mælinga þar í bæ. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna, fer yfir helstu tíðindi á árinu hingað til. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

hnötturinn skyggður að hálfu nærri Íslandi

Vetrarsólhvörf 2010

Vetrarsólhvörf, eða vetrarsólstöður, eru þegar sól er lægst á lofti á norðurhveli jarðar og dagurinn stystur. Vetrarsólhvörf 2010 eru 21. desember kl. 23:38.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica