Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustan 15-25 m/s, en heldur hægari í kvöld, hvassast suðaustantil og á Vestfjörðum. Víða dálítil slydda eða rigning, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi.
Gengur í austan 15-25 m/s með rigningu eða slyddu á morgun, hvassast við suðurströndina. Hægari suðaustlæg átt og skúrir sunnantil seinnipartinn, en rofar til fyrir norðan.
Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.

Spá gerð 10.12.2025 03:27

Athugasemd veðurfræðings

Hvöss norðaustlægri átt suðaustantil og á Vestfjörðum, sums staðar staðbundinn stormur og snörpum vindhviðum. Gengur í austanhvassviðri eða -storm víða vestantil á landinu á morgun með snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 10.12.2025 03:27

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Skaftárhlaup yfirstandandi - 8.12.2025

Skaftárhlaup er hafið og komu fyrstu merki um hlaupið fram á vatnamælingastöð í Skaftá við Sveinstind aðfaranótt sunnudags. Rennsli hefur verið stöðugt síðan á miðnætti, um 200 rúmmetrar á sekúndu, og leiðni í ánni hefur aukist auk þess sem borist hafa tilkynningar um brennisteinslykt. Að svo stöddu hefur hlaupið ekki áhrif á helstu vegi og enn er óvíst hvort það kemur úr vestari eða eystri katlinum.

Lesa meira

Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga - 5.12.2025

Mælingar á Hofsjökli í nóvember sýna að leysing var með allra mesta móti sumarið 2025. Ársafkoma jökulsins hefur aðeins einu sinni mælst meira neikvæð frá upphafi mælinga. Hofsjökull fer því enn síminnkandi í hlýju loftslagi líkt og aðrir jöklar landsins. Nýr sigketill kom í ljós á jöklinum og þarf þar að hafa varann á framvegis.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2025 - 2.12.2025

Nóvember var kaldur og þurr um land allt. Að tiltölu var kaldast inn til landsins á Norðausturlandi. Það var óvenjulega þurrt á Suður- og Vesturlandi, þá sérstaklega fyrri hluta mánaðarins. Norðaustlægar áttir voru tíðar í mánuðinum, en vindur var tiltölulega hægur og tíð góð.

Lesa meira

Flutningur á veðurmælireit Veðurstofunnar: Marktækt rof í vindmælingum - 2.12.2025

Veðurstofa Íslands hefur birt skýrslu um samanburð á veðurmælingum í gamla og nýja mælireitnum við Háuhlíð. Niðurstöður sýna að flutningur mælireitsins árið 2017 hefur haft áhrif á nokkrar langtímamæliraðir, einkum vindmælingar, sem mælast hærri í nýja reitnum. Skýrslan fjallar um mun á mælingum, áhrif á veðurmet og nauðsyn leiðréttinga til að tryggja samræmi í gögnum.

Lesa meira

Magn kviku undir Svartsengi heldur áfram að aukast - 25.11.2025

  • Hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu tvær vikur. Áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi næstu vikurnar. Hættumat helst óbreytt til 9. desember, nema breytingar verði á virkninni.

Lesa meira

Framhlaup er hafið í Dyngjujökli - 19.11.2025

Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og líða um 20–30 ár að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Fólki er bent á að gæta sérstakrar varúðar á ferðalögum á Dyngjujökli þar sem sprungumyndun er líkleg á svæðum sem hafa verið greiðfær og ósprungin í 20 ár. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Vindskafin ský

Vindskafin ský

Stundum gefur að líta á himninum ský sem líkjast fljúgandi diskum. Þetta eru svokölluð vindskafin netjuský, eða altocumulus lenticularis, eins og þau heita á latínu.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica