Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðlæg átt, víða 5-13 m/s og bjartviðri, en skýjað austanlands og lítilsháttar él. Hægari seint í kvöld og nótt.
Vestan og norðvestan 8-15 og dálítil él á austanverðu landinu og með norðurströndinni á morgun, en annars hægari norðlæg átt og léttskýjað að mestu.
Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Spá gerð 02.01.2026 14:49

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Snjóflóðaspár birtast nú eingöngu í nýju vefumhverfi Veðurstofunnar:

Snjóflóðasíður á gottvedur.is


Fréttir frá skriðuvakt Veðurstofunnar birtast áfram á vedur.is


Fréttir

Hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga - 2.1.2026

Árið 2025 var það hlýjasta á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig, 1,1 stigi yfir meðaltali áranna 1991–2020. Ný hitamet féllu víða og árið reyndist það hlýjasta á mörgum veðurstöðvum, meðal annars í Stykkishólmi þar sem hiti hefur verið mældur samfleytt í 180 ár. Lesa meira

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 23.12.2025

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.

Lesa meira

Jólaveðrið: Hvassviðri og rigning með gulum og appelsínugulum viðvörunum - 22.12.2025

Sunnanveður er í kortunum fram yfir jólin, með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi og hvössum vindi norðanlands. Hvassasti kaflinn er væntanlegur fyrripart aðfangadags, þegar stormur eða rok getur gengið yfir Vestfirði og Norðurland, og hafa appelsínugular viðvaranir verið gefnar út.

Við slíkan vindstyrk er ekki aðeins hætta á að lausir munir fjúki heldur geta einnig orðið skemmdir á mannvirkjum, til dæmis að þakplötur losni. Hlýr loftmassi getur jafnframt leitt til óvenju mikils hita og ekki er útilokað að desemberhitamet verði slegið.

Lesa meira

Skriðuvirkni í Innra-Hólafjalli - 19.12.2025

Þann 24. nóvember barst Veðurstofu Íslands ljósmynd af skriðu sem hafði nýlega fallið ofarlega í Innra-Hólafjalli ofan Eskifjarðar. Í ljósi þess að hiti hafði verið vel undir frostmarki í fjallahæð og talsvert hafði snjóað síðustu vikur þótti þessi skriða óvenjuleg. Út frá drónamyndum hefur verið áætlað að heildarrúmmál skriðuefnisins sé um 130.000 m³ og að úthlaupslengd skriðunnar sé um 450 m.

Lesa meira

Nýtt rit um nýjustu rannsóknir í Surtsey - 19.12.2025

Surtseyjarfélagið hefur nú gefið út ritið Surtsey Research 16. Í ritinu eru níu greinar eftir 24 höfunda frá sex þjóðlöndum. Þar á meðal eru starfsmenn Veðurstofu Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnunar og Grasagarðsins.

Lesa meira

Fyrsta aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda samþykkt - 17.12.2025

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur gefið út fyrstu aðlögunaráætlun íslenskra stjórnvalda vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Áætlunin markar mikilvægt skref í því að styrkja getu íslensks samfélags til að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga og byggir á bestu vísindalegu þekkingu. Veðurstofa Íslands gegnir lykilhlutverki í mótun og innleiðingu áætlunarinnar, meðal annars með eflingu loftslagsþjónustu og þróun samræmdrar aðferðafræði við viðkvæmni- og áhættumat vegna loftslagsbreytinga.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

sjávarhiti meiri en 26 stig

Fellibyljir 3

Fellibyljir eru knúnir af losun dulvarma úr raka sem gufar upp í sólskini staðvindabeltanna.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica