Austan og norðaustan 10-18 m/s í dag, en 18-25 við suðurströndina, hvassast í Öræfum. Rigning eða slydda öðru hverju, en úrkomulítið vestanlands.
Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.
Spá gerð 09.12.2025 00:23
Búist er við hvassri austlægri átt suðaustantil, sums staðar staðbundnum stormi og snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.
Sjá veðurviðvaranir.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 09.12.2025 00:23
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
| Láglendi | |
|---|---|
| Hálendi | |
|---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
| Stærð | Tími | Gæði | Staður |
|---|---|---|---|
| 2,3 | 07. des. 12:28:12 | Yfirfarinn | 26,2 km N af Borgarnesi |
| 2,2 | 08. des. 16:49:08 | Yfirfarinn | 7,6 km N af Hábungu |
| 2,1 | 08. des. 13:45:30 | Yfirfarinn | 5,1 km NA af Krýsuvík |
Þann 6. desember kl. 10:10 mældist skjálfti af stærðinni M3,1 um 4km austur af Hamrinum, stuttu seinna mældist skjálfti M3,9 að stærð á svæðinu. Síðast mældist skjálfti af þessari stærð á svæðinu þann 11. september síðastliðinn. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 07. des. 13:09
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
| Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
|---|
Skaftárhlaup er hafið - fyrstu merki um hlaupið sáust á vatnamælistöð í Skaftá við Sveinstind aðfararnótt sunnudags. Í gærkvöldi fór vatnshæð í Skaftá við Kirkjubæjarklaustur og Eldvatni einnig að rísa. Vatnshæðin við Sveinstind hefur verið stöðug síðan á miðnætti. Að svo stöddu er rennslið er ekki mikið - örlítið meira en mesta sumarrennsli um 250 m3/s.
Leiðni fer vaxandi og hafa tilkynningar borist um brennisteinslykt af ánni. Síðast hljóp úr ánni í fyrrahaust en þá var það eystri ketillinn sem hljóp en sá vestari hefur ekki hlaupið síðan haustið 2021.
Mikilvægt að fara varlega nálægt upptökum árinnar vegna gasmengunar. Sjá frétt hér: Skaftárhlaup2025.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 08. des. 16:09
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
| Landshluti | þri. 09. des. | mið. 10. des. | fim. 11. des. |
|---|---|---|---|
|
Suðvesturhornið
|
|
|
|
|
Norðanverðir Vestfirðir
|
|
|
|
|
Tröllaskagi utanverður
|
|
|
|
|
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
|
|
|
|
Austfirðir
|
|
|
|
Skaftárhlaup er hafið og komu fyrstu merki um hlaupið fram á vatnamælingastöð í Skaftá við Sveinstind aðfaranótt sunnudags. Rennsli hefur verið stöðugt síðan á miðnætti, um 200 rúmmetrar á sekúndu, og leiðni í ánni hefur aukist auk þess sem borist hafa tilkynningar um brennisteinslykt. Að svo stöddu hefur hlaupið ekki áhrif á helstu vegi og enn er óvíst hvort það kemur úr vestari eða eystri katlinum.
Lesa meira
Mælingar á Hofsjökli í nóvember sýna að leysing sumarsins 2025 var með þeim mestu sem mælst hafa. Ársafkoman reyndist næstneikvæðust frá upphafi mælinga og nýr sigketill kom í ljós á jöklinum sem þarf að hafa varann á framvegis. Hofsjökull fer því enn síminnkandi í hlýju loftslagi líkt og aðrir jöklar landsins.
Lesa meiraNóvember var kaldur og þurr um land allt. Að tiltölu var kaldast inn til landsins á Norðausturlandi. Það var óvenjulega þurrt á Suður- og Vesturlandi, þá sérstaklega fyrri hluta mánaðarins. Norðaustlægar áttir voru tíðar í mánuðinum, en vindur var tiltölulega hægur og tíð góð.
Lesa meira
Veðurstofa Íslands hefur birt skýrslu um samanburð á veðurmælingum í gamla og nýja mælireitnum við Háuhlíð. Niðurstöður sýna að flutningur mælireitsins árið 2017 hefur haft áhrif á nokkrar langtímamæliraðir, einkum vindmælingar, sem mælast hærri í nýja reitnum. Skýrslan fjallar um mun á mælingum, áhrif á veðurmet og nauðsyn leiðréttinga til að tryggja samræmi í gögnum.
Lesa meira
Hraði kvikusöfnunar undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu tvær vikur. Áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi næstu vikurnar. Hættumat helst óbreytt til 9. desember, nema breytingar verði á virkninni.