Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s.
Súld eða dálítil rigning með köflum sunnan- og suðaustanlands. Stöku skúrir annars staðar. Líkur á þoku við norður- og austurströndina.
Hæg breytileg átt á morgun. Rigning með köflum á vestanverðu landinu en annars skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins, en mun svalara í þokunni.
Spá gerð 18.07.2025 18:32
Blámóða (gosmóða) hefur myndast við kjöraðstæður, hægan vind, raka og sólskin og hefur hennar orðið vart víða, einkum á Norður- og Vesturlandi.
Veðurspá næstu daga gerir ráð fyrir hæglætisveðri, þ.a. gosmóðu gæti áfram orðið vart á sumum svæðum.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 18.07.2025 18:32
Textaspáin gildir ef munur er á textaspá og sjálfvirkum spám!
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Láglendi | |
---|---|
Hálendi | |
---|---|
Óyfirfarnar frumniðurstöður
Stærð | Tími | Gæði | Staður |
---|---|---|---|
2,6 | 18. júl. 07:02:19 | Yfirfarinn | 1,9 km N af Krýsuvík |
2,4 | 17. júl. 13:53:43 | Yfirfarinn | 2,2 km N af Krýsuvík |
2,0 | 17. júl. 05:21:02 | Yfirfarinn | 3,6 km SV af Hrómundartindi |
Eldgos hófst á Sundhnúkagígaröðinni NA af Stóra Skógfelli um kl 03:54 16. júlí. Eldgosið heldur áfram en dregið hefur úr virkni og óróa. Megin virknin er bundin við miðbik sprungunnar sem opnaðist 16 júlí. Sjá nánar.
Mikil gosmóða liggur Vestan- og Norðanverðu landinu. Gera veðurspár ráð fyrir áframhaldandi mengun yfir helgina. Viðkvæmir ættu að halda sig innandyra og börn ekki sofa úti í vagni, sjá nánari upplýsingar.
Skrifað af vakthafandi jarðvísindamanni 18. júl. 19:46
Jarðskjálftavirkni á öllu landinu er lýst í vikuyfirliti sem birt er á vefnum. Náttúruvársérfræðingur á vakt skrifar vikuyfirlitið sem birt er á þriðjudögum. Þar er farið yfir virkni vikunnar á öllum jarðskjálftasvæðum og í eldstöðvarkerfum á landinu. Ef jarðskjálftahrinur eru í gangi, stærri skjálftar eða aðrir markverðir atburðir hafa orðið í vikunni er fjallað sérstaklega um það. Meira
Vatnsfall | Staður | Rennsli | Vatnshiti |
---|
Búist er við töluverðu afrennsli af jöklum næstu daga vegna hlýinda. Ferðalangar eru beðnir um að sýna aðgát við jökulár og að hafa í huga að vöð geta vaxið og orðið ófær þegar líður á daginn.
Vegna bilunar höfum við þurft að slökkva á þjónustunni sem birtir gögn frá vatnamælistöðvum á kortinu. Í staðinn er hægt að nálgast gögnin í Rauntímavöktunarkerfi.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 17. júl. 13:17
Spáin gildir fyrir stór landsvæði og þarf því ekki að vera lýsandi fyrir byggð.
Landshluti | Barst ekki | Barst ekki | Barst ekki |
---|---|---|---|
Suðvesturhornið
|
![]() |
![]() |
![]() |
Norðanverðir Vestfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Tröllaskagi utanverður
|
![]() |
![]() |
![]() |
Eyjafjörður innanverður (tilraunaverkefni)
|
![]() |
![]() |
![]() |
Austfirðir
|
![]() |
![]() |
![]() |
Uppfært kl. 11:30, 18. júlí
Eldgosið við Sundhnúksgígaröðina heldur áfram en virkni þess hefur dregist saman og lítil skjálftavirkni mælist nú. Gasmengun og gosmóða hafa borist víða um land og er sérstaklega áberandi á Norðurlandi og Vesturlandi. Veður aðstæður næstu daga gætu valdið því að gosmóða verði áfram staðbundin yfir ákveðnum svæðum. Almennar leiðbeiningar eru að viðkvæmir hópar forðist útivist meðan mengun varir og að fylgst sé með loftgæðaupplýsingum.
Lesa meiraMiklar þrumur og eldingar hófust klukkan 7:41 við Húsafell og breiddust hratt yfir norðvesturhluta landsins og Vestfirði. Klukkan 10:30 höfðu mælst yfir 400 eldingar.
Óskar Jakob Sigurðsson helgaði nær allt sitt líf veðurathugunum og mengunarmælingum á Stórhöfða. Hann hóf störf árið 1952 og vann af trúmennsku og þrautseigju í yfir sex áratugi við erfiðar aðstæður þar sem stormar voru tíðir og strangir. Óskar hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og við minnumst hans með þökk og virðingu.
Lesa meiraUppfært 15. júlí 2025
Landris og jarðskjálftavirkni í Svartsengi halda áfram og hafa verið stöðug síðustu vikur. Um 10 smáskjálftar mælast að jafnaði á dag, flestir norðan við Grindavík og suður af Stóra Skógfelli. Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram.
Ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til að endurskoða hættumat. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.
Sérlega hlýtt var víða um land í dag og dagshitamet féllu á fjölmörgum veðurstöðvum. Hæsti hiti dagsins mældist á Hjarðarlandi, 29,5°C, sem er nýtt staðarmet. Í Reykjavík fór hitinn í fyrsta sinn á þessu ári yfir 21 gráðu. Á stöðum eins og Þingvöllum, Skálholti, Kálfhóli og Bræðratunguvegi fór hitinn yfir 28°C, sem er óvenjulegt jafnvel að sumri. Á sumum stöðvum var nýja metið meira en 8°C hærra en það fyrra.
Lesa meiraSíðustu daga hefur truflunar orðið vart í merkjum á GPS mælistöðvum Veðurstofunnar. Sambærileg truflun sést á öllum stöðvum mælakerfisins. Truflunin lýsir sér sem stökk í lóðréttum hreyfingum líkt og um skyndilegt landris væri að ræða. Þar sem sambærilegt „stökk“ sést á öllum stöðvum er ekki um landris að ræða.
Lesa meiraGlitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu í um 15-30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu.
Lesa meira