Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Suðaustan 13-20 m/s og skúradembur sunnanlands, en hægari og styttir upp fyrir norðan.

Suðaustan og austan 8-15 m/s á morgun, en hvassviðri við suðurströndina. Rigning eða skúrir, en úrkomuminna á norðanverðu landinu. Hiti 2 til 8 stig. Dregur úr vindi seinnipartinn.

Spá gerð 11.12.2025 18:25

Athugasemd veðurfræðings

Í kvöld og á morgun má búast við öflugum skúradembum sunnantil á landinu með snörpum vindhviðum, og líkur eru á að þeim fylgi þrumuveður.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 11.12.2025 18:25

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Skaftárhlaup yfirstandandi - 11.12.2025

Skaftárhlaup er hafið og komu fyrstu merki um hlaupið fram á vatnamælingastöð í Skaftá við Sveinstind aðfaranótt sunnudags. Rennsli hefur verið stöðugt síðan á miðnætti, um 200 rúmmetrar á sekúndu, og leiðni í ánni hefur aukist auk þess sem borist hafa tilkynningar um brennisteinslykt. Að svo stöddu hefur hlaupið ekki áhrif á helstu vegi og enn er óvíst hvort það kemur úr vestari eða eystri katlinum.

Lesa meira

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 10.12.2025

Kvikusöfnun undir Svartsengi er með svipuðu sniði og verið hefur síðustu vikurnar. Í aðdraganda eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni hefur hraði kvikusöfnunar verið breytilegur. Sé litið til síðustu eldgosa sýna líkanreikningar að smám saman hefur dregið úr hraða innflæðis með hverju eldgosi. Hraðinn hefur þó haldist nokkuð stöðugur síðustu tvær vikur. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.

Lesa meira

Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga - 5.12.2025

Mælingar á Hofsjökli í nóvember sýna að leysing var með allra mesta móti sumarið 2025. Ársafkoma jökulsins hefur aðeins einu sinni mælst meira neikvæð frá upphafi mælinga. Hofsjökull fer því enn síminnkandi í hlýju loftslagi líkt og aðrir jöklar landsins. Nýr sigketill kom í ljós á jöklinum og þarf þar að hafa varann á framvegis.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2025 - 2.12.2025

Nóvember var kaldur og þurr um land allt. Að tiltölu var kaldast inn til landsins á Norðausturlandi. Það var óvenjulega þurrt á Suður- og Vesturlandi, þá sérstaklega fyrri hluta mánaðarins. Norðaustlægar áttir voru tíðar í mánuðinum, en vindur var tiltölulega hægur og tíð góð.

Lesa meira

Flutningur á veðurmælireit Veðurstofunnar: Marktækt rof í vindmælingum - 2.12.2025

Veðurstofa Íslands hefur birt skýrslu um samanburð á veðurmælingum í gamla og nýja mælireitnum við Háuhlíð. Niðurstöður sýna að flutningur mælireitsins árið 2017 hefur haft áhrif á nokkrar langtímamæliraðir, einkum vindmælingar, sem mælast hærri í nýja reitnum. Skýrslan fjallar um mun á mælingum, áhrif á veðurmet og nauðsyn leiðréttinga til að tryggja samræmi í gögnum.

Lesa meira

Framhlaup er hafið í Dyngjujökli - 19.11.2025

Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og líða um 20–30 ár að jafnaði á milli framhlaupa. Hann hljóp síðast fram á árunum 1998 til 2000. Fólki er bent á að gæta sérstakrar varúðar á ferðalögum á Dyngjujökli þar sem sprungumyndun er líkleg á svæðum sem hafa verið greiðfær og ósprungin í 20 ár. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

dimmar hlíðar, skrýtin ský

Júgurský

Júgurský eða skýjasepar myndast einkum þar sem rakamettað loft í ákaflegu uppstreymi nær að streyma til hliðar og lendir þar undir stöðugra loftlagi, en jafnframt ofan á þurrara lofti. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica