Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan og norðaustan 5-13 m/s í dag, en hægviðri norðaustanlands. Dálítil él á Suðausturlandi og við norðurströndina, annars yfirleitt þurrt. Frost 0 til 10 stig, en hiti að 4 stigum syðst.

Norðlæg átt 5-13 á morgun. Snjókoma austanlands og slydda við ströndina, dálítil él norðvestantil en að mestu þurrt sunnan heiða.

Spá gerð 14.01.2026 07:45

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Veðursjá á Bjólfi tímabundið óvirk - 13.1.2026

Veðursjá Veðurstofu Íslands á Bjólfi ofan Seyðisfjarðar á Austurlandi er tímabundið óvirk vegna bilunar.

Beðið er eftir varahlutum sem berast undir lok þessarar viku og er því gert ráð fyrir því að hægt verði að gera við stöðina í næstu viku.

Lesa meira

Saman erum við sterkari - 9.1.2026

Saman erum við sterkari. Kynningarfundur um samstarf HÍ og Veðurstofu Íslands í þágu

rannsókna, uppbyggingar rannsóknainnviða og vöktunar náttúruvár. Samstarf stofnananna gegnir mikilvægu hlutverki í að efla vísindalega þekkingu, styrkja viðbúnaðargetu samfélagsins.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2025 - 6.1.2026

Desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið. Nýtt desemberhámarkshitamet var sett þegar hiti mældist 19,8 stig á Seyðisfirði seint á aðfangadagskvöld.  

Lesa meira

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni - 6.1.2026

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.

Lesa meira

Glitský yfir Skagafirði — vetrarlegt háloftafyrirbæri - 5.1.2026

Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, að jafnaði í um 15 - 30 km hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, við sólarlag eða sólarupprás þegar sólin skín upp á skýin þótt annars sé rökkur eða jafnvel myrkur við jörðu. Litadýrðin minnir á perlumóður, það er að segja lagið sem sést innan á sumum skeljum, og víða eru þau því nefnd perlumóðurský. Enska heitið „nacreous clouds“ merkir einmitt perlumóðurský. Lesa meira

Hafís við Ísland – gervitunglamyndir 4. janúar 2026 - 5.1.2026

Vegna tímabundinnar bilunar á upplýsingasíðu Veðurstofunnar um hafís eru nýjustu gögn birt hér í fréttahlutanum. Myndin sýnir samsett ískort unnið úr gervitunglagögnum RADARSAT og SENTINEL-1. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

kort af flóðbylgju

Sjávarskafl (tsunami)

Sjávarskaflinn í Japan 11. mars 2011 orsakaðist af mjög öflugum jarðskjálfta. Kort af ferð flóðbylgunnar má skoða á vef BBC. Á síðasta áratug 20. aldar er talið að um 4000 manns hafi farist í rúmlega 80 slíkum flóðbylgjum. Oftast má rekja sjávarskafla til jarðskjálfta, til dæmis á flekamótum þar sem flekar rekast saman. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

Ný útgáfa

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica